„Bandarísk stjórnvöld hugsa ekki um öryggishagsmuni bandamanna sinna í Evrópu" Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. október 2018 19:30 Enginn er óhultur fyrir kjarnorkuvopnum ef Atlantshafsbandalagið breytir ekki stefnu sinni gagnvart slíkum vopnum segir talsmaður samtaka gegn kjarnorkuvopnum. Hann segir NATO-ríki elta Bandaríkin í blindni í afstöðu sinni til kjarnorkuvopna. Árleg ráðstefna NATO um afvopnun, eftirlit og takmörkun á útbreiðslu gereyðingarvopna fer fram hér á landi í ár og hófst í gær. Að frumkvæði forsætisráðherra fara einnig fram hliðarviðburðir þar sem afvopnun er sérstaklega til umræðu. ICAN-samtökin hlutu friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir framlag sitt við gerð samnings sem leggur bann við kjarnorkuvopnum. 122 ríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu samninginn en aðildarríki NATO, þeirra á meðal Ísland, sniðgengu samninginn. „Allir skilja að það er gott að veifa stórum lurki til að verja sig gegn óvinum sínum en ef maður hugsar um kjarnorkufælingu í nokkrar mínútur sér maður fljótt að það hafa orðið þúsundir slysa tengd kjarnorkuvopnum, að það er ekki hægt að treysta á skynsemi þjóðarleiðtoga, að það er ekki hægt að greysta á upplýsingar í kjarnorkuþrátefli. Svo kjarnorkufæling gerir engan öruggari og við verðum að losna við kjarnorkuvopnin ef við viljum tryggja að þau verði ekki notuð aftur,“ segir Leo Hoffmann-Axthelm, talsmaður ICAN gagnvart Evrópusambandinu. Hann segir ákvarðanir Donalds Trump um að Bandaríkin dragi sig úr kjarnorkusamkomulaginu við Íran og um að rifta INF-samningnum við Rússland gefa til kynna að yfirvöld vestanhafs séu á villigötum. „Bandarísk stjórnvöld hugsa ekki um öryggishagsmuni bandamanna sinna í Evrópu. Það þýðir að við ættum að hætta að reiða okkur kjarnorkuvopnastefnu Bandaríkjanna. Eina leiðin til að sendasýnileg merki um að við séum ósammála stefnu núverandi stjórnvalda í Bandaríkjunum er til dæmis að undirrita samninginn um bann við kjarnorkuvopnum sem var gerður 2017 og við hvetjum öll NATO-ríkin til að gera það eins fljótt og mögulegt er,“ Hoffmann-Axthelm. Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira
Enginn er óhultur fyrir kjarnorkuvopnum ef Atlantshafsbandalagið breytir ekki stefnu sinni gagnvart slíkum vopnum segir talsmaður samtaka gegn kjarnorkuvopnum. Hann segir NATO-ríki elta Bandaríkin í blindni í afstöðu sinni til kjarnorkuvopna. Árleg ráðstefna NATO um afvopnun, eftirlit og takmörkun á útbreiðslu gereyðingarvopna fer fram hér á landi í ár og hófst í gær. Að frumkvæði forsætisráðherra fara einnig fram hliðarviðburðir þar sem afvopnun er sérstaklega til umræðu. ICAN-samtökin hlutu friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir framlag sitt við gerð samnings sem leggur bann við kjarnorkuvopnum. 122 ríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu samninginn en aðildarríki NATO, þeirra á meðal Ísland, sniðgengu samninginn. „Allir skilja að það er gott að veifa stórum lurki til að verja sig gegn óvinum sínum en ef maður hugsar um kjarnorkufælingu í nokkrar mínútur sér maður fljótt að það hafa orðið þúsundir slysa tengd kjarnorkuvopnum, að það er ekki hægt að treysta á skynsemi þjóðarleiðtoga, að það er ekki hægt að greysta á upplýsingar í kjarnorkuþrátefli. Svo kjarnorkufæling gerir engan öruggari og við verðum að losna við kjarnorkuvopnin ef við viljum tryggja að þau verði ekki notuð aftur,“ segir Leo Hoffmann-Axthelm, talsmaður ICAN gagnvart Evrópusambandinu. Hann segir ákvarðanir Donalds Trump um að Bandaríkin dragi sig úr kjarnorkusamkomulaginu við Íran og um að rifta INF-samningnum við Rússland gefa til kynna að yfirvöld vestanhafs séu á villigötum. „Bandarísk stjórnvöld hugsa ekki um öryggishagsmuni bandamanna sinna í Evrópu. Það þýðir að við ættum að hætta að reiða okkur kjarnorkuvopnastefnu Bandaríkjanna. Eina leiðin til að sendasýnileg merki um að við séum ósammála stefnu núverandi stjórnvalda í Bandaríkjunum er til dæmis að undirrita samninginn um bann við kjarnorkuvopnum sem var gerður 2017 og við hvetjum öll NATO-ríkin til að gera það eins fljótt og mögulegt er,“ Hoffmann-Axthelm.
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira