Lög um kynjakvóta hafa borið litinn árangur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. október 2018 19:00 Þrír af hverjum fjórum lykilstjórnendum hjá hundrað stærstu fyrirtækjum landsins eru karlar. Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu segir að lög um kynjakvóta hafi ekki borið árangur og vill beita dagsektum á fyrirtæki sem ekki fara að lögunum.Mælaborð jafnréttismála fór í loftið á heimasíðu Félags kvenna í atvinnulífinu í dag en Deloitte tók saman tölfræði yfir kynjahlutföll stjórnenda hjá 100 stærstu fyrirtækjum landsins. 40% þeirra sem sitja í stjórnum fyrirtækjanna eru konur en aðeins 26% í framkvæmdastjórnum. Þá eru 19% stjórnarformanna stærstu fyrirtækjanna konur og aðeins 10% forstjóra. *Samkvæmt tölum úr mælaborði jafnréttismála.Vísir/TótlaSé litið til fyrirtækja sem starfa á hlutabréfamarkaði er hlutfall kvenna sem sitja í stjórnum 44%, 22% í framkvæmdastjórnum og 26% stjórnarformanna eru konur. Engin kona gegnir hlutverki forstjóra hjá fyrirtækjum á hlutabréfamarkaði og alls eru karlar 78% lykilstjórnenda.*Samkvæmt tölum úr mælaborði jafnréttismála.Vísir/TótlaRakel Sveinsdóttir, formaður félags kvenna í atvinnulífinu, segir tölurnar sláandi. „Fyrir árslok 2027 ætlum við að ná þeim árangri að lykilstjórnendur, sem sagt framkvæmdastjórnendur í fyrirtækjum á Íslandi, verði orðinn 40/60 að hlutfalli,“ segir Rakel. Átaksverkefnið sem Rakel vísar til kallast Jafnvægisvogin en í dag skrifuðu fulltrúar um 50 fyrirtækja undir viljayfirlýsingu um að leggja sitt af mörkum.Telur að beita þurfi dagsektum Lög um kynjakvóta tóku gildi árið 2013 en aðspurð segir Rakel þau ekki hafa borið tilætlaðan árangur. „Nei ekki sem skyldi, því miður. Vegna þess að í fyrsta lagi eru allt of mörg fyrirtæki sem fara ekki eftir þeim. Lögin kveða á um það að það eigi að vera 40% hlutfall að lágmarki með konur í stjórn, þau eru 33% í dag og hafa meira að segja lækkað aðeins, hafa lækkað um 0,6% á síðustu misserum. Það eru enn allt of mörg fyrirtæki sem eru hreinlega ekki að fara að lögum,“ segir Rakel. Hún vill að dagsektum verði beitt til að knýja þau fyrirtæki sem löggjöfin nær til til að fara að lögum og hefur FKA biðlað því til Alþingis að gripið verði til þessa úrræðis. „Það frumvarp er reyndar til umræðu á Alþingi og verður vonandi afgreitt en það er að sjálfsögðu frekar sorglegt að þurfa að leggja til sektir á atvinnulífið,“ segir Rakel. Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira
Þrír af hverjum fjórum lykilstjórnendum hjá hundrað stærstu fyrirtækjum landsins eru karlar. Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu segir að lög um kynjakvóta hafi ekki borið árangur og vill beita dagsektum á fyrirtæki sem ekki fara að lögunum.Mælaborð jafnréttismála fór í loftið á heimasíðu Félags kvenna í atvinnulífinu í dag en Deloitte tók saman tölfræði yfir kynjahlutföll stjórnenda hjá 100 stærstu fyrirtækjum landsins. 40% þeirra sem sitja í stjórnum fyrirtækjanna eru konur en aðeins 26% í framkvæmdastjórnum. Þá eru 19% stjórnarformanna stærstu fyrirtækjanna konur og aðeins 10% forstjóra. *Samkvæmt tölum úr mælaborði jafnréttismála.Vísir/TótlaSé litið til fyrirtækja sem starfa á hlutabréfamarkaði er hlutfall kvenna sem sitja í stjórnum 44%, 22% í framkvæmdastjórnum og 26% stjórnarformanna eru konur. Engin kona gegnir hlutverki forstjóra hjá fyrirtækjum á hlutabréfamarkaði og alls eru karlar 78% lykilstjórnenda.*Samkvæmt tölum úr mælaborði jafnréttismála.Vísir/TótlaRakel Sveinsdóttir, formaður félags kvenna í atvinnulífinu, segir tölurnar sláandi. „Fyrir árslok 2027 ætlum við að ná þeim árangri að lykilstjórnendur, sem sagt framkvæmdastjórnendur í fyrirtækjum á Íslandi, verði orðinn 40/60 að hlutfalli,“ segir Rakel. Átaksverkefnið sem Rakel vísar til kallast Jafnvægisvogin en í dag skrifuðu fulltrúar um 50 fyrirtækja undir viljayfirlýsingu um að leggja sitt af mörkum.Telur að beita þurfi dagsektum Lög um kynjakvóta tóku gildi árið 2013 en aðspurð segir Rakel þau ekki hafa borið tilætlaðan árangur. „Nei ekki sem skyldi, því miður. Vegna þess að í fyrsta lagi eru allt of mörg fyrirtæki sem fara ekki eftir þeim. Lögin kveða á um það að það eigi að vera 40% hlutfall að lágmarki með konur í stjórn, þau eru 33% í dag og hafa meira að segja lækkað aðeins, hafa lækkað um 0,6% á síðustu misserum. Það eru enn allt of mörg fyrirtæki sem eru hreinlega ekki að fara að lögum,“ segir Rakel. Hún vill að dagsektum verði beitt til að knýja þau fyrirtæki sem löggjöfin nær til til að fara að lögum og hefur FKA biðlað því til Alþingis að gripið verði til þessa úrræðis. „Það frumvarp er reyndar til umræðu á Alþingi og verður vonandi afgreitt en það er að sjálfsögðu frekar sorglegt að þurfa að leggja til sektir á atvinnulífið,“ segir Rakel.
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira