„Reykkafarar hafa ekki getað kannað efri hæðina þar sem við teljum að fólkið sé“ Atli Ísleifsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 31. október 2018 20:30 Slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir að reykkafarar hafi ekki getað kannað efri hæðina í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi sem varð alelda síðdegis í dag. Talið sé að karl og kona séu þar. „En við teljum, án þess að við getum staðfest það, að við vitum hvar þessir einstaklingar eru í húsinu. Við getum hins vegar ekki sagt það með óyggjandi hætti fyrr en við höfum tekið á því,“ segir Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri. Pétur ræddi við Jóhann K. Jóhannsson um klukkan 19:30 í kvöld og var slökkvistarf þá á síðustu metrunum. „Slökkvistarf heldur áfram en er orðið mikið rólegra. Það er nánast allur eldur slökktur. Við erum þó í vandræðum með þakið. Við fáum stöðugt upp elda aftur og við viljum ekki senda menn inn fyrr en við erum búnir að slökkva hann.“Í haldi lögreglu Húsráðandi og gestkomandi kona eru í haldi lögreglu vegna málsins. Pétur segir að slökkviliðsmenn hafi unnið að því að taka þakplötur af húsinu en að eldur hafi verið að blossa þar upp aftur og aftur. „Það er alveg ljóst að við þurfum að hafa vakt á þessu húsi í nótt til þess að vinna í glæðum og annað slíkt sem kemur upp aftur. Starfi er því ekki lokið og það er alveg víst að við verðum hérna í einhverja klukkutíma með talsvert viðbragð.“Það hefur vakið athygli, þegar maður hefur fylgst með slökkvistarfi, að það er gríðarlegur hiti á efri hæðinni og í þakinu.„Já, þetta er gamalt hús og við vitum ekki alveg með hverju það er einangrað. Það virðist talsvert einangrað með hvítu plasti, sem má nú ekki einangra með í dag. Það er mikið af eldfimum efnum og reykur sem kemur úr því sem er náttúrulega bara gas, sem getur valið þessum gríðarlega hita. Það kom okkur á óvart í upphafi þegar við komum hversu mikill eldur var í húsinu og mikill hiti var í húsinu.“Er eiginlegu slökkvistarfi að ljúka eða eruð þið meira að fara í frágang?„Ég myndi segja að eiginlegt slökkvistarf sé alveg á lokametrunum. Við ætlum að rífa þessar síðustu plötur af þakinu til að komast í síðustu hreiðrin en síðan er þetta að stærstum hluta að ljúka hjá okkur.“Hvað ertu búinn að vera með mikið lið hérna á vettvangi?„Við erum búin að vera með rúmlega þrjátíu slökkviliðsmenn. Síðan hefur verið hérna talsvert af sjúkraflutningamönnum og lögreglumönnum líka. Ég hugsa að það sé ekki óvarlegt að segja að að það hafi verið um fimmtíu manns í það heila hérna,“ segir Pétur. Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir Tveir í haldi vegna brunans á Selfossi: Grunur að karl og kona hafi verið á efri hæð hússins Húsráðandi og gestkomandi kona eru í haldi lögreglunnar. 31. október 2018 18:37 Einbýlishús alelda á Selfossi Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 16 í dag vegna mikils elds sem kviknað hefur í einbýlishúsi á Selfossi. 31. október 2018 16:09 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Sjá meira
Slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir að reykkafarar hafi ekki getað kannað efri hæðina í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi sem varð alelda síðdegis í dag. Talið sé að karl og kona séu þar. „En við teljum, án þess að við getum staðfest það, að við vitum hvar þessir einstaklingar eru í húsinu. Við getum hins vegar ekki sagt það með óyggjandi hætti fyrr en við höfum tekið á því,“ segir Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri. Pétur ræddi við Jóhann K. Jóhannsson um klukkan 19:30 í kvöld og var slökkvistarf þá á síðustu metrunum. „Slökkvistarf heldur áfram en er orðið mikið rólegra. Það er nánast allur eldur slökktur. Við erum þó í vandræðum með þakið. Við fáum stöðugt upp elda aftur og við viljum ekki senda menn inn fyrr en við erum búnir að slökkva hann.“Í haldi lögreglu Húsráðandi og gestkomandi kona eru í haldi lögreglu vegna málsins. Pétur segir að slökkviliðsmenn hafi unnið að því að taka þakplötur af húsinu en að eldur hafi verið að blossa þar upp aftur og aftur. „Það er alveg ljóst að við þurfum að hafa vakt á þessu húsi í nótt til þess að vinna í glæðum og annað slíkt sem kemur upp aftur. Starfi er því ekki lokið og það er alveg víst að við verðum hérna í einhverja klukkutíma með talsvert viðbragð.“Það hefur vakið athygli, þegar maður hefur fylgst með slökkvistarfi, að það er gríðarlegur hiti á efri hæðinni og í þakinu.„Já, þetta er gamalt hús og við vitum ekki alveg með hverju það er einangrað. Það virðist talsvert einangrað með hvítu plasti, sem má nú ekki einangra með í dag. Það er mikið af eldfimum efnum og reykur sem kemur úr því sem er náttúrulega bara gas, sem getur valið þessum gríðarlega hita. Það kom okkur á óvart í upphafi þegar við komum hversu mikill eldur var í húsinu og mikill hiti var í húsinu.“Er eiginlegu slökkvistarfi að ljúka eða eruð þið meira að fara í frágang?„Ég myndi segja að eiginlegt slökkvistarf sé alveg á lokametrunum. Við ætlum að rífa þessar síðustu plötur af þakinu til að komast í síðustu hreiðrin en síðan er þetta að stærstum hluta að ljúka hjá okkur.“Hvað ertu búinn að vera með mikið lið hérna á vettvangi?„Við erum búin að vera með rúmlega þrjátíu slökkviliðsmenn. Síðan hefur verið hérna talsvert af sjúkraflutningamönnum og lögreglumönnum líka. Ég hugsa að það sé ekki óvarlegt að segja að að það hafi verið um fimmtíu manns í það heila hérna,“ segir Pétur.
Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir Tveir í haldi vegna brunans á Selfossi: Grunur að karl og kona hafi verið á efri hæð hússins Húsráðandi og gestkomandi kona eru í haldi lögreglunnar. 31. október 2018 18:37 Einbýlishús alelda á Selfossi Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 16 í dag vegna mikils elds sem kviknað hefur í einbýlishúsi á Selfossi. 31. október 2018 16:09 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Sjá meira
Tveir í haldi vegna brunans á Selfossi: Grunur að karl og kona hafi verið á efri hæð hússins Húsráðandi og gestkomandi kona eru í haldi lögreglunnar. 31. október 2018 18:37
Einbýlishús alelda á Selfossi Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 16 í dag vegna mikils elds sem kviknað hefur í einbýlishúsi á Selfossi. 31. október 2018 16:09