Segir hagsmunasamtök stjórna landinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. október 2018 12:30 Inga Sæland er formaður Flokks fólksins Vísir/Vilhelm Formaður Flokks fólksins segir Alþingi allt of oft einkennast af hagsmunagæslu þingmanna, en að hennar mati leynast innan veggja þingsins alls staðar leyndarmál. Hún segir hagsmunasamtök í raun stjórna landinu. Inga Sæland var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þar talaði hún um vinnubrögð Alþingis og hlutverk þeirra sem þar sitja. En hún gagnrýnir að fólk sé þar ekki sett í fyrsta sæti og telur hagsmunasamtök á Íslandi í raun stjórna landinu, en hún segir lækkun veiðigjalda skýrt dæmi þess. „Þau eru hinir eiginlegu stjórnendur Íslands í dag. Það er svo stórt sem ég mun segja. Mér sýnist það birtast i því hvernig löggjöfin er slegin sundur og saman fyrir ákveðin hagsmunaöfl,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Þá segir hún vinnubrögð Alþingismanna einkennast allt of oft af tilhliðrun í kerfinu og einhvers konar hagsmunagæslu einstaklinga. „Það eru einhvern vegin alls staðar leyndarmál. Það er verið að reyna að vera með alls konar tilhliðranir í kerfinu hingað og þangað. Inni í þinginu, á þann hátt að þú klórar mér og ég þér og það er bara einum of áberandi og ég verð að segja að útsýnið sem ég persónulega hef fengið inni á Alþingi Íslendinga, það er ótrúlegt útsýni, ég verð nú bara að segja það að ég hef bara ekki séð annað eins. Ég get ekki farið nákvæmlega í það hvað maður var að sjá ákveðna aðila hlaupa oft á milli til að hringja og spyrja: „Megum við gera þetta, er þetta í lagi, er þetta óhætt,“ svo er komið til baka með einhverja málamiðlun eða breytingatillögu til baka,“ sagði Inga Sæland. Í spilaranum hér að neðan má hlusta á Sprengisand. Stj.mál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Flokkur Ingu tapaði 70 milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Sjá meira
Formaður Flokks fólksins segir Alþingi allt of oft einkennast af hagsmunagæslu þingmanna, en að hennar mati leynast innan veggja þingsins alls staðar leyndarmál. Hún segir hagsmunasamtök í raun stjórna landinu. Inga Sæland var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þar talaði hún um vinnubrögð Alþingis og hlutverk þeirra sem þar sitja. En hún gagnrýnir að fólk sé þar ekki sett í fyrsta sæti og telur hagsmunasamtök á Íslandi í raun stjórna landinu, en hún segir lækkun veiðigjalda skýrt dæmi þess. „Þau eru hinir eiginlegu stjórnendur Íslands í dag. Það er svo stórt sem ég mun segja. Mér sýnist það birtast i því hvernig löggjöfin er slegin sundur og saman fyrir ákveðin hagsmunaöfl,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Þá segir hún vinnubrögð Alþingismanna einkennast allt of oft af tilhliðrun í kerfinu og einhvers konar hagsmunagæslu einstaklinga. „Það eru einhvern vegin alls staðar leyndarmál. Það er verið að reyna að vera með alls konar tilhliðranir í kerfinu hingað og þangað. Inni í þinginu, á þann hátt að þú klórar mér og ég þér og það er bara einum of áberandi og ég verð að segja að útsýnið sem ég persónulega hef fengið inni á Alþingi Íslendinga, það er ótrúlegt útsýni, ég verð nú bara að segja það að ég hef bara ekki séð annað eins. Ég get ekki farið nákvæmlega í það hvað maður var að sjá ákveðna aðila hlaupa oft á milli til að hringja og spyrja: „Megum við gera þetta, er þetta í lagi, er þetta óhætt,“ svo er komið til baka með einhverja málamiðlun eða breytingatillögu til baka,“ sagði Inga Sæland. Í spilaranum hér að neðan má hlusta á Sprengisand.
Stj.mál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Flokkur Ingu tapaði 70 milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Sjá meira