Ásmundur horfir til Finnlands í húsnæðismálum Kristín Ólafsdóttir og Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifa 28. október 2018 14:03 Ásmundur Einar Daðason. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra boðar stóraukið átak í húsnæðismálum til að koma til móts við verkalýðshreyfingarinnar vegna komandi kjarasamninga. Koma á samvinnu milli ríkis og sveitarfélaga til að fjölga íbúðum. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, var gestur Sprengisands í morgun. Hann sagði þar að vinna sé hafin við að koma af stað þjóðarátaki í húsnæðismálum. Hann hefur fundað með nokkrum sveitarfélögum og óskað eftir samstarfi. „Það þarf miklu meira framboð af lóðum. Ekki bara hér í Reykjavík heldur á stórhöfuðborgarsvæðinu, og þá tala ég um einhvern 70 til 80 kílómetra radíus við Reykjavík. Þetta er allt orðið eitt atvinnusvæði og þarna erum við byrjuð að hefja samtal við sveitarfélögin á þessu svæði, um að menn geti náð saman um það, að gera einhvers konar samning um að við tryggjum ákveðið lóðaframboð með ákveðnum skilyrðum og ríkisvaldið komi að því, þannig að á næstu árum takist okkur að stuðla að nægu framboði.“ Í Finnlandi var þjóðarátaki komið af stað í þessum málum og hefur Ásmundur viljað fara svipaðar leiðir. „Ég var úti í Finnlandi m.a. til að kynna mér það hvernig þeim hefur tekist að halda niðri fasteignaverði. Þeir gerðu það með því að ríkisvaldið hafði frumkvæði að því að kalla til sín öll sveitarfélög og alla helstu hagsmunaaðila, leigufélög og svo framvegis. Það var gerður samningur á milli allra sveitarfélaga á stór-Helsinkisvæðinu við ríkisvaldið.“ Í kjölfar fundarins hóf Ásmundur samstarf við Finna. Hann segir nauðsynlegt að ná sáttum í þessum málum því algengt sé að ríki og sveitarfélög bendi hvort á annað varðandi ábyrgðina. „Næstu tíu, fimmtán árin þarf að byggja jafnmikið og er byggt á þessu ári, 2000-2500 nýjar íbúðir. Við erum ekki að tryggja nægilegar lóðir sem samfélag, og þá er ég að tala um allt stór-Reykjavíkursvæðið til þess að geta gert slíkt. Þannig að hugsun mín er sú að kalla alla þarna að borðinu. Nú hef ég ábyrgð á málaflokknum húsnæðismál, og við erum að styrkja inni í ráðuneytinu, en lóðirnar eru hjá sveitarfélögunum, og það er lykilatriði ef við getum kallað alla þessa aðila að borðinu og sagt: Heyrðu, eru menn ekki tilbúnir í þennan leiðangur.“ Húsnæðismál Stj.mál Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Sjá meira
Félagsmálaráðherra boðar stóraukið átak í húsnæðismálum til að koma til móts við verkalýðshreyfingarinnar vegna komandi kjarasamninga. Koma á samvinnu milli ríkis og sveitarfélaga til að fjölga íbúðum. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, var gestur Sprengisands í morgun. Hann sagði þar að vinna sé hafin við að koma af stað þjóðarátaki í húsnæðismálum. Hann hefur fundað með nokkrum sveitarfélögum og óskað eftir samstarfi. „Það þarf miklu meira framboð af lóðum. Ekki bara hér í Reykjavík heldur á stórhöfuðborgarsvæðinu, og þá tala ég um einhvern 70 til 80 kílómetra radíus við Reykjavík. Þetta er allt orðið eitt atvinnusvæði og þarna erum við byrjuð að hefja samtal við sveitarfélögin á þessu svæði, um að menn geti náð saman um það, að gera einhvers konar samning um að við tryggjum ákveðið lóðaframboð með ákveðnum skilyrðum og ríkisvaldið komi að því, þannig að á næstu árum takist okkur að stuðla að nægu framboði.“ Í Finnlandi var þjóðarátaki komið af stað í þessum málum og hefur Ásmundur viljað fara svipaðar leiðir. „Ég var úti í Finnlandi m.a. til að kynna mér það hvernig þeim hefur tekist að halda niðri fasteignaverði. Þeir gerðu það með því að ríkisvaldið hafði frumkvæði að því að kalla til sín öll sveitarfélög og alla helstu hagsmunaaðila, leigufélög og svo framvegis. Það var gerður samningur á milli allra sveitarfélaga á stór-Helsinkisvæðinu við ríkisvaldið.“ Í kjölfar fundarins hóf Ásmundur samstarf við Finna. Hann segir nauðsynlegt að ná sáttum í þessum málum því algengt sé að ríki og sveitarfélög bendi hvort á annað varðandi ábyrgðina. „Næstu tíu, fimmtán árin þarf að byggja jafnmikið og er byggt á þessu ári, 2000-2500 nýjar íbúðir. Við erum ekki að tryggja nægilegar lóðir sem samfélag, og þá er ég að tala um allt stór-Reykjavíkursvæðið til þess að geta gert slíkt. Þannig að hugsun mín er sú að kalla alla þarna að borðinu. Nú hef ég ábyrgð á málaflokknum húsnæðismál, og við erum að styrkja inni í ráðuneytinu, en lóðirnar eru hjá sveitarfélögunum, og það er lykilatriði ef við getum kallað alla þessa aðila að borðinu og sagt: Heyrðu, eru menn ekki tilbúnir í þennan leiðangur.“
Húsnæðismál Stj.mál Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent