Innlent

Ferðamaður í sjálfheldu á ísjaka

Atli Ísleifsson skrifar
Svínafellsjökull er einn af skriðjöklum Öræfajökuls.
Svínafellsjökull er einn af skriðjöklum Öræfajökuls. Stöð 2/Arnar Halldórsson.
Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna manns sem fastur er á ísjaka í lóni Svínafellsjökuls.

Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að tilkynning hafi borist lögreglu 13:20. Hann segir manninn hafa fallið í lónið og náð að klifra upp á jakann þar sem hann er nú fastur.

Uppfært klukkan 14:10

Sveinn Kristján Rúnarsson segir ferðamanninn kominn á land og að björgunarsveitarmenn úr Öræfum hlúi að honum. Lögreglumenn og sjúkrabíll eru væntanlegir á vettvang en Sveinn segir manninn ekki lífshættu, en að hann sé blautur og kaldur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×