„Og þeir fara að bera mig saman við þessa morðóðu hunda frá Þýskalandi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2018 18:00 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var harðorður í garð Pírata og fjölmiðla á Alþingi í dag. Vísir/Hanna Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði Pírata um að hafa „flugumenn“ á sínum snærum sem bæru óhróður um hann í fjölmiðla. Þetta kom fram í ræðu sem Ásmundur hélt á Alþingi í dag. Þá þótti honum miður að hann væri borinn saman við SS-sveitir Adolfs Hitlers vegna mismæla sinna á þinginu í gær. Vísaði Ásmundur til þess að í ræðu, sem hann hélt í gærkvöldi, hafi honum orðið á mistök og notað heitið „SS-menn“ yfir „sérfræðinga að sunnan“ í umræðum um fiskeldi á Vestfjörðum á Alþingi í gær. Fjallað var um orðalag Ásmundar á vef Kjarnans í gær og þar var þess einnig getið að Smári McCarthy, þingmaður Pírata, hefði gert athugasemd við orðalagið. Á Alþingi í dag, undir dagskrárliðnum Störf þingsins, lét Ásmundur óánægju sína með fjölmiðla og Pírata í ljós í tilfinningaþrunginni ræðu. „Píratarnir stóðu hér upp og fóru að bendla mig við stormsveitir þriðja ríkisins. Og það er eins og þegar þeir tala um mig í þessum sal, þá er eins og bóndinn blístri á hlýðinn smalahund, þegar Stundin og Kjarninn í þessu tilfelli, og oftast Ríkisútvarpið, taka upp eftir þeim þar sem ég misnælti mig í gær. Og þeir fara að bera mig saman við þessa morðóðu hunda frá Þýskalandi. Ég verð að segja það að það er auðvitað þyngra en tárum tekur, að þurfa að bera svoleiðis,“ sagði Ásmundur í ræðu sinni. Þá gerði hann athugasemd við að Píratar hefðu líkt skoðunum Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins sem kom hingað til lands í sumar í boði Alþingis, við skoðanir Adolfs Hitlers. Lýsti Ásmundur því yfir að sér þætti slíkt „fyrir neðan allar hellur.“ Að endingu sagði hann „flugumenn úti í bæ“ ganga erinda andstæðinga sinna, sem ætla má að séu Píratar, og bera upp á sig lygar í fjölmiðla. „Mér finnst þetta fyrir neðan allar hellur. Og sömu aðilar tala um þjóðhöfðinga vestrænna ríka sem kosnir eru af fólkinu og líkja þeim við Mussolini og þennan títtnefnda Adolf Hitler. Og svo hafa þeir alls konar flugumenn úti í bæ sem bera ófögnuðinn út um allt. Þetta er fólkið sem stendur upp í þessum sal trekk í trekk, ber upp á mann lygar, hefur sagt að ég væri þjófur, hafi stolið peningum af þinginu og þau þurfa ekki ap standa fyrir neinu,“ sagði Ásmundur. „Mér finnst bara að þetta sé óboðlegt fyrir þingið að það sé verið að tala svona um þingmenn, að þeir séu SS-menn.“ Alþingi Tengdar fréttir Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Bjarni um aksturgreiðslur þingmanna: „Menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu“ Fjármálaráðherra sagði það skiljanlegt að fólki þyki akstur þingmanna upp á tugþúsundir kílómetra einkennilegt. 24. febrúar 2018 13:31 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði Pírata um að hafa „flugumenn“ á sínum snærum sem bæru óhróður um hann í fjölmiðla. Þetta kom fram í ræðu sem Ásmundur hélt á Alþingi í dag. Þá þótti honum miður að hann væri borinn saman við SS-sveitir Adolfs Hitlers vegna mismæla sinna á þinginu í gær. Vísaði Ásmundur til þess að í ræðu, sem hann hélt í gærkvöldi, hafi honum orðið á mistök og notað heitið „SS-menn“ yfir „sérfræðinga að sunnan“ í umræðum um fiskeldi á Vestfjörðum á Alþingi í gær. Fjallað var um orðalag Ásmundar á vef Kjarnans í gær og þar var þess einnig getið að Smári McCarthy, þingmaður Pírata, hefði gert athugasemd við orðalagið. Á Alþingi í dag, undir dagskrárliðnum Störf þingsins, lét Ásmundur óánægju sína með fjölmiðla og Pírata í ljós í tilfinningaþrunginni ræðu. „Píratarnir stóðu hér upp og fóru að bendla mig við stormsveitir þriðja ríkisins. Og það er eins og þegar þeir tala um mig í þessum sal, þá er eins og bóndinn blístri á hlýðinn smalahund, þegar Stundin og Kjarninn í þessu tilfelli, og oftast Ríkisútvarpið, taka upp eftir þeim þar sem ég misnælti mig í gær. Og þeir fara að bera mig saman við þessa morðóðu hunda frá Þýskalandi. Ég verð að segja það að það er auðvitað þyngra en tárum tekur, að þurfa að bera svoleiðis,“ sagði Ásmundur í ræðu sinni. Þá gerði hann athugasemd við að Píratar hefðu líkt skoðunum Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins sem kom hingað til lands í sumar í boði Alþingis, við skoðanir Adolfs Hitlers. Lýsti Ásmundur því yfir að sér þætti slíkt „fyrir neðan allar hellur.“ Að endingu sagði hann „flugumenn úti í bæ“ ganga erinda andstæðinga sinna, sem ætla má að séu Píratar, og bera upp á sig lygar í fjölmiðla. „Mér finnst þetta fyrir neðan allar hellur. Og sömu aðilar tala um þjóðhöfðinga vestrænna ríka sem kosnir eru af fólkinu og líkja þeim við Mussolini og þennan títtnefnda Adolf Hitler. Og svo hafa þeir alls konar flugumenn úti í bæ sem bera ófögnuðinn út um allt. Þetta er fólkið sem stendur upp í þessum sal trekk í trekk, ber upp á mann lygar, hefur sagt að ég væri þjófur, hafi stolið peningum af þinginu og þau þurfa ekki ap standa fyrir neinu,“ sagði Ásmundur. „Mér finnst bara að þetta sé óboðlegt fyrir þingið að það sé verið að tala svona um þingmenn, að þeir séu SS-menn.“
Alþingi Tengdar fréttir Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Bjarni um aksturgreiðslur þingmanna: „Menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu“ Fjármálaráðherra sagði það skiljanlegt að fólki þyki akstur þingmanna upp á tugþúsundir kílómetra einkennilegt. 24. febrúar 2018 13:31 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21
Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08
Bjarni um aksturgreiðslur þingmanna: „Menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu“ Fjármálaráðherra sagði það skiljanlegt að fólki þyki akstur þingmanna upp á tugþúsundir kílómetra einkennilegt. 24. febrúar 2018 13:31