Vaxandi öfgar í veðurfari á Íslandi verði ekkert að gert Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. október 2018 20:45 Vaxandi öfgar í veðurfari og áhrif loftslagsbreytinga á fiskveiðar hér við land gætu haft verulegar afleiðingar verði ekkert að gert. Sérfræðingar í málefnum veðurs og sjávar hafa miklar áhyggjur af þróuninni. Sérstök skýrsla Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um lofslagsmál, sem kynnt var á mánudag, hefur vakið mikla athygli en nefndin telur heimsbyggðina hafa einungis tólf ár til að forða hamförum af völdum loftslagsbreytinga á komandi áratugum. Sérfræðingar hér á landi taka undir með Vísindanefndinni, og segir að haldi þróunin áfram án aðgerða muni það hafa verulega afleiðingar hér á landi. Hópstjóri loftslagsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands hefur áhyggjur af því að markmiðum að hiti hækki ekki meira en um 1,5 gráðu á tólf árum náist ekki.Halldór Björnsson, hópstjóri lofslagsrannsókna hjá Veðurstofu ÍslandsVísir/Stöð 2„Ég hef miklar efasemdir um að það verði hægt, en ég held að það sé alveg rétt að rétti tíminn, rétti tíminn til að byrja hefði verið fyrir 25 árum síðan. Næst besti tíminn er akkúrat í dag,“ segir Halldór Björnsson, hópstjóri lofslagsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands. Halldór segir að draga verði hratt úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og að ganga verði í það af ákefð. Gangi svartsýnustu spár skýrsluhöfunda eftir er ljóst að súrnun sjávar við Ísland mun aukast og öfgar í veðurfari verða mun meiri. „Við erum að sjá ákafari úrkomuatburði, sjávarstaða fer hækkandi og fleira sem þýðir að við getum lent í erfiðari flóðum og algengari flóðum,“ segir Halldór. Þá hafa sést breytingar á skriðuföllum sem stafa af meiri úrkomu og fleiri atriða. „Það eru fleiri hlutir, þetta er ekki bara verður, þetta er líka súrnun sjávar,“ segir Halldór. Þar eru sérfræðingar skemur af veg komnir í rannsóknum sínum hvað það muni þýðar til dæmis hér á landi. En sjórinn hér er kaldari en annars staðar og súrnar hraðar heldur en hlýrri sjór. Hrönn Egilsdóttir, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun.Vísir/Stöð 2„Við vitum enn þá því miður alltof lítið um súrnun sjávar. Við vitum þó að sjórinn er að súrna og að áhrifin gætu orðið mjög neikvæð en hver áhrifin verða nákvæmlega og hvernig þau munu koma fram þegar fram líður, það vitum við ekki,“ segir Hrönn Egilsdóttir, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun. Súrnun sjávar getur haft áhrif á fiskveiðar hér við land verði ekkert að gert. En kalkmyndandi fæði ákveðinna fisktegunda gæti horfið. „Við höfum mestar áhyggjur af því að áhrif á fiska muni koma fram í gegnum fæðukeðjur ef það þá gerist,“ segir Hrönn Tengdar fréttir Hafið í framvarðarlínu loftslagsbreytinga Lítið er vitað um áhrif súrnunar sjávar á fiska. Vitað er að hafið í kringum Ísland súrnar hraðar en hlýrri höf sunnar í heimi. Breskur sérfræðingur segir Íslendingum að taka mark á eigin mælingum sem séu einstakar. 10. október 2018 09:00 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Sjá meira
Vaxandi öfgar í veðurfari og áhrif loftslagsbreytinga á fiskveiðar hér við land gætu haft verulegar afleiðingar verði ekkert að gert. Sérfræðingar í málefnum veðurs og sjávar hafa miklar áhyggjur af þróuninni. Sérstök skýrsla Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um lofslagsmál, sem kynnt var á mánudag, hefur vakið mikla athygli en nefndin telur heimsbyggðina hafa einungis tólf ár til að forða hamförum af völdum loftslagsbreytinga á komandi áratugum. Sérfræðingar hér á landi taka undir með Vísindanefndinni, og segir að haldi þróunin áfram án aðgerða muni það hafa verulega afleiðingar hér á landi. Hópstjóri loftslagsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands hefur áhyggjur af því að markmiðum að hiti hækki ekki meira en um 1,5 gráðu á tólf árum náist ekki.Halldór Björnsson, hópstjóri lofslagsrannsókna hjá Veðurstofu ÍslandsVísir/Stöð 2„Ég hef miklar efasemdir um að það verði hægt, en ég held að það sé alveg rétt að rétti tíminn, rétti tíminn til að byrja hefði verið fyrir 25 árum síðan. Næst besti tíminn er akkúrat í dag,“ segir Halldór Björnsson, hópstjóri lofslagsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands. Halldór segir að draga verði hratt úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og að ganga verði í það af ákefð. Gangi svartsýnustu spár skýrsluhöfunda eftir er ljóst að súrnun sjávar við Ísland mun aukast og öfgar í veðurfari verða mun meiri. „Við erum að sjá ákafari úrkomuatburði, sjávarstaða fer hækkandi og fleira sem þýðir að við getum lent í erfiðari flóðum og algengari flóðum,“ segir Halldór. Þá hafa sést breytingar á skriðuföllum sem stafa af meiri úrkomu og fleiri atriða. „Það eru fleiri hlutir, þetta er ekki bara verður, þetta er líka súrnun sjávar,“ segir Halldór. Þar eru sérfræðingar skemur af veg komnir í rannsóknum sínum hvað það muni þýðar til dæmis hér á landi. En sjórinn hér er kaldari en annars staðar og súrnar hraðar heldur en hlýrri sjór. Hrönn Egilsdóttir, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun.Vísir/Stöð 2„Við vitum enn þá því miður alltof lítið um súrnun sjávar. Við vitum þó að sjórinn er að súrna og að áhrifin gætu orðið mjög neikvæð en hver áhrifin verða nákvæmlega og hvernig þau munu koma fram þegar fram líður, það vitum við ekki,“ segir Hrönn Egilsdóttir, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun. Súrnun sjávar getur haft áhrif á fiskveiðar hér við land verði ekkert að gert. En kalkmyndandi fæði ákveðinna fisktegunda gæti horfið. „Við höfum mestar áhyggjur af því að áhrif á fiska muni koma fram í gegnum fæðukeðjur ef það þá gerist,“ segir Hrönn
Tengdar fréttir Hafið í framvarðarlínu loftslagsbreytinga Lítið er vitað um áhrif súrnunar sjávar á fiska. Vitað er að hafið í kringum Ísland súrnar hraðar en hlýrri höf sunnar í heimi. Breskur sérfræðingur segir Íslendingum að taka mark á eigin mælingum sem séu einstakar. 10. október 2018 09:00 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Sjá meira
Hafið í framvarðarlínu loftslagsbreytinga Lítið er vitað um áhrif súrnunar sjávar á fiska. Vitað er að hafið í kringum Ísland súrnar hraðar en hlýrri höf sunnar í heimi. Breskur sérfræðingur segir Íslendingum að taka mark á eigin mælingum sem séu einstakar. 10. október 2018 09:00