„Það liggur mikið undir og margt í húfi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. október 2018 20:00 Eybjörg Hauksdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu Vísir/Elín Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa verulegar áhyggjur af boðuðum niðurskurði á fjárframlögum til aðildarfélaga. Að óbreyttu mun niðurskurðurinn bitna á þjónustu að sögn framkvæmdastjóra samtakanna en rammasamningur um hjúkrunar- og dvalarrými rennur út um áramótin. Aðilarfélög SFV eru 45 talsins sem flest eru fyrirtæki sem ekki eru ríkisrekin en starfa við velferðarþjónustu samkvæmt þjónustusamningi við hið opinbera. „Því miður þá var niðurskurður á árinu 2018 og það er ljóst af fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi að ætlunin er að halda áfram að skera niður á árinu 2019 og alveg aftur árið 2020 og 2021 þannig að það er orðið ansi þungt hljóð í okkar aðildarfélög,“ segir Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Fulltrúar aðildarfélaga komu saman til fundar í dag til að ræða þá alvarlegu stöðu sem við blasir að mati samtakanna. „Það er náttúrlega verið að auka fjármuni inn í heilbrigðiskerfið og það er verið að auka rekstrarfé hjá sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum og heilsugæslu en einhverra hluta vegna virðist þessi hluti, þessi þriðji geiri, sitja eftir og eiga að fara í einhvern niðurskurð.“ Aðspurð segir hún þó ekki líklegt að niðurskurðurinn verði til þess að einstaklingar sem þjónustunnar njóti þurfi að greiða hærri gjöld. Eybjörg óttast að erfitt verði að komast að samkomulagi um nýjan rammasamning en gildandi samningur rennur út um áramót. „Maður er voðalega hræddur um það. Þetta er langstærsti samningur sem að Sjúkratryggingar Íslands eru með við þjónustuveitendur í dag þannig að það liggur mikið undir og margt í húfi,“ segir Eybjörg. Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa verulegar áhyggjur af boðuðum niðurskurði á fjárframlögum til aðildarfélaga. Að óbreyttu mun niðurskurðurinn bitna á þjónustu að sögn framkvæmdastjóra samtakanna en rammasamningur um hjúkrunar- og dvalarrými rennur út um áramótin. Aðilarfélög SFV eru 45 talsins sem flest eru fyrirtæki sem ekki eru ríkisrekin en starfa við velferðarþjónustu samkvæmt þjónustusamningi við hið opinbera. „Því miður þá var niðurskurður á árinu 2018 og það er ljóst af fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi að ætlunin er að halda áfram að skera niður á árinu 2019 og alveg aftur árið 2020 og 2021 þannig að það er orðið ansi þungt hljóð í okkar aðildarfélög,“ segir Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Fulltrúar aðildarfélaga komu saman til fundar í dag til að ræða þá alvarlegu stöðu sem við blasir að mati samtakanna. „Það er náttúrlega verið að auka fjármuni inn í heilbrigðiskerfið og það er verið að auka rekstrarfé hjá sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum og heilsugæslu en einhverra hluta vegna virðist þessi hluti, þessi þriðji geiri, sitja eftir og eiga að fara í einhvern niðurskurð.“ Aðspurð segir hún þó ekki líklegt að niðurskurðurinn verði til þess að einstaklingar sem þjónustunnar njóti þurfi að greiða hærri gjöld. Eybjörg óttast að erfitt verði að komast að samkomulagi um nýjan rammasamning en gildandi samningur rennur út um áramót. „Maður er voðalega hræddur um það. Þetta er langstærsti samningur sem að Sjúkratryggingar Íslands eru með við þjónustuveitendur í dag þannig að það liggur mikið undir og margt í húfi,“ segir Eybjörg.
Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira