Stoltið er auðvitað sært eftir síðasta leikinn gegn Sviss Kristinn Páll Teitsson skrifar 15. október 2018 09:00 Alfreð fagnar hér sögulegu marki sínu gegn Argentínu, fyrsta marki Íslands á HM í sumar. NordicPhotos/Getty Markahrókurinn Alfreð Finnbogason er kominn aftur inn í landsliðið og verður eflaust í fremstu víglínu í kvöld þegar Ísland mætir Sviss á Laugardalsvelli. Meiðsli komu í veg fyrir að hann gæti tekið þátt í fyrsta verkefni landsliðsins undir stjórn Eriks Hamrén og var hann því í stúkunni gegn Sviss og Belgíu í síðasta mánuði. Alfreð kom aftur inn í byrjunarlið Íslands gegn Frakklandi fyrir helgi og lagði upp eitt mark á þeim 45 mínútum sem hann lék í jafnteflinu gegn Frakklandi. Var ákvörðun tekin í samráði við þjálfarateymi KSÍ og Augsburg um að hann myndi aðeins leika fyrri hálfleikinn og er því ekkert sem er að plaga Alfreð fyrir leikinn í kvöld. „Það var sameiginleg ákvörðun mín, þjálfarateymisins og landsliðsins að ég myndi bara spila fyrri hálfleikinn í Frakklandi. Ég er nýfarinn af stað á ný og það hefði verið áhættusamt að taka fjóra heila leiki á tveimur vikum þannig að við stigum varlega til jarðar. Við höfum reynt að gera það, ég átti ekki að spila 90 mínútur strax með Augsburg en það gekk vel og það er erfitt að koma af velli þegar maður er að leita að þrennu,“ segir hann hlæjandi. Það kom til greina að hann yrði hvíldur gegn Frakklandi en hann langaði að mæta ríkjandi heimsmeisturum. „Þetta var sérstakur leikur gegn heimsmeisturunum og það kom upp hvort ég ætti að hvíla en þetta gekk allt saman vel. Ég æfði í dag og er bjartsýnn fyrir mánudaginn, ég treysti mér til að spila allan leikinn gegn Sviss og mun ekkert hlífa mér þar.“Stoltið er sært Alfreð var sjálfur í stúkunni gegn Sviss ytra og þurfti að fylgjast með einu versta tapi Íslands í lengri tíma. „Ég fer ekkert í felur með það, það var mjög erfitt að fylgjast með leiknum. Það sást í fyrri hálfleik að það var eitthvað að og það voru ansi margir sem áttu ekki sinn besta dag. Liðið var ekki að smella saman, það gerist því miður í fótbolta og þegar liðið á slæman dag þá lenda menn illa í því. Það vita það allir að þetta var okkur ekki sæmandi en það er okkar að sýna að þetta hafi bara verið slys,“ segir Alfreð og tekur undir að stolt liðsins sé að einhverju leyti sært. „Auðvitað er stoltið sært eftir svona leiki, okkur finnst við vera með betra lið en við sýndum þennan dag og við sýndum það strax gegn Frakklandi. Í knattspyrnu ertu alltaf dæmdur af síðustu leikjum og umræðan er fljót að breytast eftir 2-3 lélega leiki. Við getum ekki mótmælt henni vegna úrslitanna en að fella dóma um að við séum búnir, gamlir og að það þurfi að henda út hálfu liðinu er ótímabær. Þessi hópur hefur verið lengi í þessu saman og við höfum ekki miklar áhyggjur, við ætlum að snúa þessu við.“ Verður þetta annar leikur landsliðsins á heimavelli undir stjórn hins sænska Eriks Hamrén. „Hann er mjög almennilegur og þægilegur í viðmóti. Það er auðvelt að spjalla við hann sem er gott. Það þarf að sýna honum skilning og gefa tíma, hann er að kynnast leikmönnunum og sjá hverjir verða hans menn. Flestir aðrir þjálfarar hafa haft miklu lengri tíma til að stilla saman strengi og velja sinn hóp, hann er ennþá að finna hvaða leikmenn hann vill hafa í og í kringum hópnum. Það sem allir vilja hafa í fótbolta er tími en enginn virðist fá hann, þú færð ekki mikla þolinmæði sem þjálfari.“ Þegar tveir leikir eru eftir er nánast útilokað að Ísland vinni riðilinn. Þrátt fyrir það er mikilvægt að vinna leikinn á morgun til að vera ekki á meðal neðstu þjóða í Þjóðadeildinni. Tíu efstu liðin verða í fyrsta styrkleikaflokki í undankeppni EM 2020 en neðstu tvö liðin fara í annan styrkleikaflokk. „Það er það sem við erum að horfa á núna, það verður mjög erfitt að vinna okkar riðil úr þessu og núna er það okkar að vinna þennan leik og koma þessu aftur á stað. Sýna að við erum ennþá til staðar. Við finnum fyrir smá stemmingsleysi eftir síðustu leiki og HM, margir sem halda að þetta sé búið. Það er auðvelt að halda það, þetta gerðist líka eftir EM en við viljum sýna að það sé enn líf í okkur og erum hungraðir að fara á annað stórmót.“Voru spennandi möguleikar Alfreð var orðaður við hin ýmsu félög í sumar og vissi hann af áhuga nokkurra þeirra en hann varð áfram hjá þýska félaginu Augsburg. Verður þetta þriðja heila tímabilið hans í Þýskalandi eftir að hafa komið upphaflega á láni árið 2016. „Ég skoðaði það alvarlega hvort að það væri rétti tíminn að skipta um félag í sumar. Ég er 29 ára og fannst þetta góður tímapunktur til að taka næsta skref, eftir þrítugt koma smá fordómar gagnvart leikmönnum og endursöluverðið lækkar. Það komu tilboð í sumar sem félagið neitaði, Augsburg verðmat mig hærra en félögin sem voru að spyrjast fyrir,“ segir Alfreð og bætir við að það hafi verið heillandi tilboð. „Það voru spennandi tilboð og ég missti ef til vill aðeins einbeitinguna á undirbúningstímabilinu, þá er ég bæði meiddur og veit af áhuga annarra félaga en ég er mjög ánægður að vera áfram hjá Augsburg. Mér líður mjög vel þar og er að spila í einni af sterkustu deildum heims. Um leið og glugginn lokaðist þá setti ég mér ný markmið og fékk tíma til að ná mér af meiðslunum,“ sagði Alfreð sem hefur byrjað tímabilið með látum. Fjögur mörk í tveimur leikjum. Hann var ekki langt frá því að fá silfur- eða bronsskóinn í Þýskalandi í fyrra. „Það mátti litlu muna, ég hefði líklegast náð því ef ég hefði haldist heill og það hefði verið flott á ferilskrána. Það er eitt af þessum ef og hefði sem maður rifjar upp sem gamall maður seinna meir,“ segir hann hlæjandi og heldur áfram: „Fyrstu leikirnir hafa verið langt um fram væntingar, að skora fjögur í fyrstu tveimur. Ég setti ekki neina pressu á sjálfan mig en mér líður vel og fer fullur sjálfstrausts inn á völlinn í hvert sinn. Þetta er sambærileg upplifun og þegar ég var í Hollandi, ég geng alltaf inn á völlinn með þá tilfinningu að ég sé að fara að fá færi og skora og það er góð tilfinning fyrir framherja.“ Birtist í Fréttablaðinu Þjóðadeild UEFA Þýski boltinn Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Sjá meira
Markahrókurinn Alfreð Finnbogason er kominn aftur inn í landsliðið og verður eflaust í fremstu víglínu í kvöld þegar Ísland mætir Sviss á Laugardalsvelli. Meiðsli komu í veg fyrir að hann gæti tekið þátt í fyrsta verkefni landsliðsins undir stjórn Eriks Hamrén og var hann því í stúkunni gegn Sviss og Belgíu í síðasta mánuði. Alfreð kom aftur inn í byrjunarlið Íslands gegn Frakklandi fyrir helgi og lagði upp eitt mark á þeim 45 mínútum sem hann lék í jafnteflinu gegn Frakklandi. Var ákvörðun tekin í samráði við þjálfarateymi KSÍ og Augsburg um að hann myndi aðeins leika fyrri hálfleikinn og er því ekkert sem er að plaga Alfreð fyrir leikinn í kvöld. „Það var sameiginleg ákvörðun mín, þjálfarateymisins og landsliðsins að ég myndi bara spila fyrri hálfleikinn í Frakklandi. Ég er nýfarinn af stað á ný og það hefði verið áhættusamt að taka fjóra heila leiki á tveimur vikum þannig að við stigum varlega til jarðar. Við höfum reynt að gera það, ég átti ekki að spila 90 mínútur strax með Augsburg en það gekk vel og það er erfitt að koma af velli þegar maður er að leita að þrennu,“ segir hann hlæjandi. Það kom til greina að hann yrði hvíldur gegn Frakklandi en hann langaði að mæta ríkjandi heimsmeisturum. „Þetta var sérstakur leikur gegn heimsmeisturunum og það kom upp hvort ég ætti að hvíla en þetta gekk allt saman vel. Ég æfði í dag og er bjartsýnn fyrir mánudaginn, ég treysti mér til að spila allan leikinn gegn Sviss og mun ekkert hlífa mér þar.“Stoltið er sært Alfreð var sjálfur í stúkunni gegn Sviss ytra og þurfti að fylgjast með einu versta tapi Íslands í lengri tíma. „Ég fer ekkert í felur með það, það var mjög erfitt að fylgjast með leiknum. Það sást í fyrri hálfleik að það var eitthvað að og það voru ansi margir sem áttu ekki sinn besta dag. Liðið var ekki að smella saman, það gerist því miður í fótbolta og þegar liðið á slæman dag þá lenda menn illa í því. Það vita það allir að þetta var okkur ekki sæmandi en það er okkar að sýna að þetta hafi bara verið slys,“ segir Alfreð og tekur undir að stolt liðsins sé að einhverju leyti sært. „Auðvitað er stoltið sært eftir svona leiki, okkur finnst við vera með betra lið en við sýndum þennan dag og við sýndum það strax gegn Frakklandi. Í knattspyrnu ertu alltaf dæmdur af síðustu leikjum og umræðan er fljót að breytast eftir 2-3 lélega leiki. Við getum ekki mótmælt henni vegna úrslitanna en að fella dóma um að við séum búnir, gamlir og að það þurfi að henda út hálfu liðinu er ótímabær. Þessi hópur hefur verið lengi í þessu saman og við höfum ekki miklar áhyggjur, við ætlum að snúa þessu við.“ Verður þetta annar leikur landsliðsins á heimavelli undir stjórn hins sænska Eriks Hamrén. „Hann er mjög almennilegur og þægilegur í viðmóti. Það er auðvelt að spjalla við hann sem er gott. Það þarf að sýna honum skilning og gefa tíma, hann er að kynnast leikmönnunum og sjá hverjir verða hans menn. Flestir aðrir þjálfarar hafa haft miklu lengri tíma til að stilla saman strengi og velja sinn hóp, hann er ennþá að finna hvaða leikmenn hann vill hafa í og í kringum hópnum. Það sem allir vilja hafa í fótbolta er tími en enginn virðist fá hann, þú færð ekki mikla þolinmæði sem þjálfari.“ Þegar tveir leikir eru eftir er nánast útilokað að Ísland vinni riðilinn. Þrátt fyrir það er mikilvægt að vinna leikinn á morgun til að vera ekki á meðal neðstu þjóða í Þjóðadeildinni. Tíu efstu liðin verða í fyrsta styrkleikaflokki í undankeppni EM 2020 en neðstu tvö liðin fara í annan styrkleikaflokk. „Það er það sem við erum að horfa á núna, það verður mjög erfitt að vinna okkar riðil úr þessu og núna er það okkar að vinna þennan leik og koma þessu aftur á stað. Sýna að við erum ennþá til staðar. Við finnum fyrir smá stemmingsleysi eftir síðustu leiki og HM, margir sem halda að þetta sé búið. Það er auðvelt að halda það, þetta gerðist líka eftir EM en við viljum sýna að það sé enn líf í okkur og erum hungraðir að fara á annað stórmót.“Voru spennandi möguleikar Alfreð var orðaður við hin ýmsu félög í sumar og vissi hann af áhuga nokkurra þeirra en hann varð áfram hjá þýska félaginu Augsburg. Verður þetta þriðja heila tímabilið hans í Þýskalandi eftir að hafa komið upphaflega á láni árið 2016. „Ég skoðaði það alvarlega hvort að það væri rétti tíminn að skipta um félag í sumar. Ég er 29 ára og fannst þetta góður tímapunktur til að taka næsta skref, eftir þrítugt koma smá fordómar gagnvart leikmönnum og endursöluverðið lækkar. Það komu tilboð í sumar sem félagið neitaði, Augsburg verðmat mig hærra en félögin sem voru að spyrjast fyrir,“ segir Alfreð og bætir við að það hafi verið heillandi tilboð. „Það voru spennandi tilboð og ég missti ef til vill aðeins einbeitinguna á undirbúningstímabilinu, þá er ég bæði meiddur og veit af áhuga annarra félaga en ég er mjög ánægður að vera áfram hjá Augsburg. Mér líður mjög vel þar og er að spila í einni af sterkustu deildum heims. Um leið og glugginn lokaðist þá setti ég mér ný markmið og fékk tíma til að ná mér af meiðslunum,“ sagði Alfreð sem hefur byrjað tímabilið með látum. Fjögur mörk í tveimur leikjum. Hann var ekki langt frá því að fá silfur- eða bronsskóinn í Þýskalandi í fyrra. „Það mátti litlu muna, ég hefði líklegast náð því ef ég hefði haldist heill og það hefði verið flott á ferilskrána. Það er eitt af þessum ef og hefði sem maður rifjar upp sem gamall maður seinna meir,“ segir hann hlæjandi og heldur áfram: „Fyrstu leikirnir hafa verið langt um fram væntingar, að skora fjögur í fyrstu tveimur. Ég setti ekki neina pressu á sjálfan mig en mér líður vel og fer fullur sjálfstrausts inn á völlinn í hvert sinn. Þetta er sambærileg upplifun og þegar ég var í Hollandi, ég geng alltaf inn á völlinn með þá tilfinningu að ég sé að fara að fá færi og skora og það er góð tilfinning fyrir framherja.“
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðadeild UEFA Þýski boltinn Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Sjá meira