Kári: Auðvitað mjög pirrandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. október 2018 20:57 Kári Árnason. Vísir/Getty Ísland tapaði í kvöld fyrir Sviss, 2-1, í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Tapið er einkar svekkjandi enda sótti íslenska liðið stíft á lokaafla leiksins. „Þetta er mjög pirrandi, að tapa leiknum á þennan hátt. Við gefum tvö mörk á fjærstönginni í dag,“ sagði Kári eftir leikinn í kvöld. „Seinna markið kemur eftir dauðafæri frá okkur. Alfreð gat ekki gert mikið úr þessu en ef maður skorar ekki úr færunum þá getur svona gerst,“ sagði hann enn fremur. Kári segir að Ísland hafi ekki endilega verið sterkari aðilinn í kvöld. „Við vorum svolítið út um allt fyrstu tíu mínúturnar í leiknum. Svo komum við okkur inn í leikinn og áttum fyrri hálfleikinn. Við sköpuðum okkur miklu fleiri færi en þeir.“ „En af því að þeir skoruðu fyrsta markið þá slitnaði á milli keðjanna okkar og þetta verður allt erfiðara fyrir okkur. En við byrjum að taka meiri sénsa og við áttum síðustu tíu mínúturnar í leiknum og hefðum átt að skora.“ Kári neitar því ekki að það sé svekkjandi að Ísland sé ekki lengur að vinna leikina sína. „Auðvitað er þetta pirrandi. En þetta eru engin smá lið sem við höfum mætt í haust. Þetta er eins og í gamla daga - það er ekki ætlast til þess að við vinnum alla leiki en þegar við erum á heimavelli gerum við þá kröfu sjálfir að vinna leikina.“ „Við vorum vel inni í þessu en fengum klaufaleg mörk á okkur. Hún á við gamla klisjan um að mörk breyti leikjum og fyrsta markið gerði það.“ Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Alfreð: Örugglega flottasta mark sem ég hef skorað á þessum velli Alfreð Finnbogason sagði að stórkostlegt mark sitt gegn Sviss í Þjóðadeildinni í kvöld hafi væntanlega verið það flottasta sem hann hefur skorað á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:46 Hörður Björgvin: Fannst ég geta gert betur Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður Íslands, var ósáttur með að tapa gegn Sviss 2-1 í Þjóðadeildinni í kvöld. Hörður fannst hann geta gert betur í mörkunum sem Ísland fékk á sig. 15. október 2018 20:54 Sjáðu stórkostlegt mark Alfreðs Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:30 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Sjá meira
Ísland tapaði í kvöld fyrir Sviss, 2-1, í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Tapið er einkar svekkjandi enda sótti íslenska liðið stíft á lokaafla leiksins. „Þetta er mjög pirrandi, að tapa leiknum á þennan hátt. Við gefum tvö mörk á fjærstönginni í dag,“ sagði Kári eftir leikinn í kvöld. „Seinna markið kemur eftir dauðafæri frá okkur. Alfreð gat ekki gert mikið úr þessu en ef maður skorar ekki úr færunum þá getur svona gerst,“ sagði hann enn fremur. Kári segir að Ísland hafi ekki endilega verið sterkari aðilinn í kvöld. „Við vorum svolítið út um allt fyrstu tíu mínúturnar í leiknum. Svo komum við okkur inn í leikinn og áttum fyrri hálfleikinn. Við sköpuðum okkur miklu fleiri færi en þeir.“ „En af því að þeir skoruðu fyrsta markið þá slitnaði á milli keðjanna okkar og þetta verður allt erfiðara fyrir okkur. En við byrjum að taka meiri sénsa og við áttum síðustu tíu mínúturnar í leiknum og hefðum átt að skora.“ Kári neitar því ekki að það sé svekkjandi að Ísland sé ekki lengur að vinna leikina sína. „Auðvitað er þetta pirrandi. En þetta eru engin smá lið sem við höfum mætt í haust. Þetta er eins og í gamla daga - það er ekki ætlast til þess að við vinnum alla leiki en þegar við erum á heimavelli gerum við þá kröfu sjálfir að vinna leikina.“ „Við vorum vel inni í þessu en fengum klaufaleg mörk á okkur. Hún á við gamla klisjan um að mörk breyti leikjum og fyrsta markið gerði það.“
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Alfreð: Örugglega flottasta mark sem ég hef skorað á þessum velli Alfreð Finnbogason sagði að stórkostlegt mark sitt gegn Sviss í Þjóðadeildinni í kvöld hafi væntanlega verið það flottasta sem hann hefur skorað á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:46 Hörður Björgvin: Fannst ég geta gert betur Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður Íslands, var ósáttur með að tapa gegn Sviss 2-1 í Þjóðadeildinni í kvöld. Hörður fannst hann geta gert betur í mörkunum sem Ísland fékk á sig. 15. október 2018 20:54 Sjáðu stórkostlegt mark Alfreðs Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:30 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Sjá meira
Alfreð: Örugglega flottasta mark sem ég hef skorað á þessum velli Alfreð Finnbogason sagði að stórkostlegt mark sitt gegn Sviss í Þjóðadeildinni í kvöld hafi væntanlega verið það flottasta sem hann hefur skorað á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:46
Hörður Björgvin: Fannst ég geta gert betur Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður Íslands, var ósáttur með að tapa gegn Sviss 2-1 í Þjóðadeildinni í kvöld. Hörður fannst hann geta gert betur í mörkunum sem Ísland fékk á sig. 15. október 2018 20:54
Sjáðu stórkostlegt mark Alfreðs Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:30