Segir fjölgun ráðuneyta uppgjöf á hagræðingu og sparnaði Heimir Már Pétursson skrifar 16. október 2018 18:30 Þorsteinn Víglundsson er þingmaður Viðreisnar. Fréttablaðið/ERNIR Varaformaður Viðreisnar segir það fela í sér uppgjöf við sparnað og hagræðingu að skipta velferðarráðuneytinu á ný upp í heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyti eins og forsætisráðherra mælti fyrir á Alþingi í dag. Ráðherra segir rökin hins vegar fyrst og fremst fagleg til að styrkja tvo mikilvæga málaflokka. Velferðarráðuneytið varð til með sameiningu félags- og tryggingamálaráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins á árinu 2011. Félagsmálaráðuneytið var stofnað árið 1946 en heilbrigðisráðuneytið árið 1970. Eftir það hafa velferðarmálin flakkað á milli þessara ráðuneyta. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að nú fari 51 prósent ríkisútgjalda í gegnum velferðarráðuneytið. En með breytingunni fjölgar ráðuneytum úr níu í tíu. „Það er sannfæring mín að breytt skipan þessara ráðuneyta muni styrkja stjórnsýslu heilbrigðis- og félagsmála. Svigrúm hvers ráðherra fyrir sig til að rækta sitt stefnumótandi hlutverk. Þar með talið að fylgja eftir stefnumálum ríkisstjórnar eins og þau birtast í stjórnarsáttmála. En líka fylgja því eftir að þarna eru gríðarlega stórir póstar á ferð sem hvor ráðherra um sig ber ábyrgð á,” segir Katrín. Í megindráttum verði ráðuneytunum skipt eftir þeim verkefnum sem þau hafi í dag en málefni barna og mannvirkja fari að auki til félagsmálaráðuneytisins og jafnréttismál og þar með málefni hinsegin fólks til forsætisráðuneytisins. Breytingin kosti um 100 milljónir að meðtöldum kostnaði við stofnun jafnréttisskrifstofu í forsætisráðuneytinu. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar telur þessa breytingu fela í sér uppgjöf til hagræðingar og sparnaðar með samvinnu þessara ráðuneyta. „Hér virðist vera enn og aftur á ferðinni að ráðherrum líður illa að deila ráðuneytisstjóra. Þess vegna sé verið að skipta ráðuneytunum upp. Væri ekki nær að senda ráðherrana á samskiptanámskeið,” sagði Þorsteinn. Forsætisráðherra ítrekaði að breytinguna rekja til vilja til þess að styrkja stjórnsýslu þessara málaflokka. „Ekki einhvers samskiptavandi ráðherra. Ég hlýt nú að blása á eitthvað svona. Þegar talað er um samskiptanámskeið fyrir ráðherra. Ég gef bara ekkert fyrir það,” sagði Katrín. Þótt forsætisráðherra gæfi lítið fyrir athugasemdirnar sagðist Þorsteinn vilja ítreka þær. Það fælist mikið tækifæri til hagræðingar í samvinnu ráðuneytanna. „Það gekk mjög vel í samstarfi ráðuneytisins með einn ráðherra. En þegar ráðherrarnir urðu tveir reyndist vera einhver samskiptavandi milli ráðherranna sem olli því að samstarf milli einstakra sviða ráðuneytisins var ekki eins gott. Það var hins vegar mjög gott samstarf sem tókst með mér og þáverandi hæstvirtum heilbrigðisráðherra Óttarri Proppé,” sagði Þorsteinn. Forsætisráðherra ítrekaði sömuleiðis fagleg rök fyrir breytingunum. „Rökin í þessu tilviki eru fyrst og fremst faglegs eðlis. Það er að segja þetta eru tveir mjög stórir málaflokkar sem þurfa töluverða athygli og umhyggju,” sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Fleiri fréttir Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Sjá meira
Varaformaður Viðreisnar segir það fela í sér uppgjöf við sparnað og hagræðingu að skipta velferðarráðuneytinu á ný upp í heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyti eins og forsætisráðherra mælti fyrir á Alþingi í dag. Ráðherra segir rökin hins vegar fyrst og fremst fagleg til að styrkja tvo mikilvæga málaflokka. Velferðarráðuneytið varð til með sameiningu félags- og tryggingamálaráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins á árinu 2011. Félagsmálaráðuneytið var stofnað árið 1946 en heilbrigðisráðuneytið árið 1970. Eftir það hafa velferðarmálin flakkað á milli þessara ráðuneyta. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að nú fari 51 prósent ríkisútgjalda í gegnum velferðarráðuneytið. En með breytingunni fjölgar ráðuneytum úr níu í tíu. „Það er sannfæring mín að breytt skipan þessara ráðuneyta muni styrkja stjórnsýslu heilbrigðis- og félagsmála. Svigrúm hvers ráðherra fyrir sig til að rækta sitt stefnumótandi hlutverk. Þar með talið að fylgja eftir stefnumálum ríkisstjórnar eins og þau birtast í stjórnarsáttmála. En líka fylgja því eftir að þarna eru gríðarlega stórir póstar á ferð sem hvor ráðherra um sig ber ábyrgð á,” segir Katrín. Í megindráttum verði ráðuneytunum skipt eftir þeim verkefnum sem þau hafi í dag en málefni barna og mannvirkja fari að auki til félagsmálaráðuneytisins og jafnréttismál og þar með málefni hinsegin fólks til forsætisráðuneytisins. Breytingin kosti um 100 milljónir að meðtöldum kostnaði við stofnun jafnréttisskrifstofu í forsætisráðuneytinu. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar telur þessa breytingu fela í sér uppgjöf til hagræðingar og sparnaðar með samvinnu þessara ráðuneyta. „Hér virðist vera enn og aftur á ferðinni að ráðherrum líður illa að deila ráðuneytisstjóra. Þess vegna sé verið að skipta ráðuneytunum upp. Væri ekki nær að senda ráðherrana á samskiptanámskeið,” sagði Þorsteinn. Forsætisráðherra ítrekaði að breytinguna rekja til vilja til þess að styrkja stjórnsýslu þessara málaflokka. „Ekki einhvers samskiptavandi ráðherra. Ég hlýt nú að blása á eitthvað svona. Þegar talað er um samskiptanámskeið fyrir ráðherra. Ég gef bara ekkert fyrir það,” sagði Katrín. Þótt forsætisráðherra gæfi lítið fyrir athugasemdirnar sagðist Þorsteinn vilja ítreka þær. Það fælist mikið tækifæri til hagræðingar í samvinnu ráðuneytanna. „Það gekk mjög vel í samstarfi ráðuneytisins með einn ráðherra. En þegar ráðherrarnir urðu tveir reyndist vera einhver samskiptavandi milli ráðherranna sem olli því að samstarf milli einstakra sviða ráðuneytisins var ekki eins gott. Það var hins vegar mjög gott samstarf sem tókst með mér og þáverandi hæstvirtum heilbrigðisráðherra Óttarri Proppé,” sagði Þorsteinn. Forsætisráðherra ítrekaði sömuleiðis fagleg rök fyrir breytingunum. „Rökin í þessu tilviki eru fyrst og fremst faglegs eðlis. Það er að segja þetta eru tveir mjög stórir málaflokkar sem þurfa töluverða athygli og umhyggju,” sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Fleiri fréttir Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent