Katrín gagnrýndi þingmann fyrir óboðlegan málflutning Heimir Már Pétursson skrifar 18. október 2018 20:00 Forsætisráðherra gagnrýndi þingmann Flokks fólksins fyrir óboðlegan málflutning í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Þingmaðurinn sagði ríkisstjórnina ekki hafa nokkurn áhuga á að ræða fátækt og reyni að troða starfsgetumati ofan í kokið á öryrkjum. Guðmundur Ingi Kristinsson gagnrýndi í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að baráttan gegn fátækt hafi ekki verið á dagskrá þingsins í gær, á alþjóðlegum degi Evrópusamtaka gegn fátækt. Er það stefna þessarar ríkisstjórnar; þöggun í málefnum fátæktar. Þau neita að sjá fátækt, þau neita að hlusta á fátækt. Þau neita að tala um fátækt á baráttudegi um fátækt,” sagði Guðmundur Ingi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var þungbúin þegar hún svaraði þingmanninum. „Það er auðvitað ekki boðlegt að tala hér um að ríkisstjórnin neiti að tala um fátækt. Hlusti ekki á umræðu um fátækt. Beinlínis þaggi niður umræðu um fátækt. Þetta er ekki boðlegur málflutningur herra forseti. Þetta er eitt af stóru málunum sem við ræðum oft í þessum sal. Ekki bara þingmenn stjórnarflokkanna heldur þingmenn allra flokka. Þingmenn allra flokka hafa látið sig þessi mál varða,” sagði forsætisráðherra.Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks FólksinsVísir/VIlhelmGuðmundur Ingi sagði öryrkja ekki hafa fengið leiðréttingu á krónu á móti krónu skerðingu eins og eldri borgarar. Skerðingin væri notuð sem fjárhagslegt vopn á öryrkja til að lemja inn í þá starfsgetumati sem þeir vildu ekki. Nú væri boðað að leiðrétting kæmi í fyrsta lagi í janúar árið 2020. „Þeir ætla bara að taka það ef þeir geta troðið starfsgetumati ofan í kokið á öryrkjum. Starfsgreiðslumati sem þeir hafa ekki fengið að koma neitt að. Eiga bara að kyngja,” sagði þingmaðurinn. Forsætisráðherra sagði samráðshóp stjórnvalda, öryrkja og annarra samtaka vera að störfum. Hún hafi síðast átt fund með fulltrúum öryrkja í gær. „Að sjálfsögðu skiptir máli að það kerfi sem við byggjum upp stuðli að samfélagslegri þátttöku fólks í öllum þjóðfélagshópum og tryggi framfærslu. Það á ekki að snúast að mínu viti um að troða neinu ofan í kokið á neinum,” sagði Katrín Hér væri mun lægra hlutfall fatlaðs fólks á opinberum og almennum vinnumarkaði en annars staðar. „Viljum við breyta því? Já, ég vil gjarnan sjá kerfi sem stuðlar að því. Þar með á ekki að svifta fólk sinni framfærslu. Það snýst ekki um það,” sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Forsætisráðherra gagnrýndi þingmann Flokks fólksins fyrir óboðlegan málflutning í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Þingmaðurinn sagði ríkisstjórnina ekki hafa nokkurn áhuga á að ræða fátækt og reyni að troða starfsgetumati ofan í kokið á öryrkjum. Guðmundur Ingi Kristinsson gagnrýndi í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að baráttan gegn fátækt hafi ekki verið á dagskrá þingsins í gær, á alþjóðlegum degi Evrópusamtaka gegn fátækt. Er það stefna þessarar ríkisstjórnar; þöggun í málefnum fátæktar. Þau neita að sjá fátækt, þau neita að hlusta á fátækt. Þau neita að tala um fátækt á baráttudegi um fátækt,” sagði Guðmundur Ingi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var þungbúin þegar hún svaraði þingmanninum. „Það er auðvitað ekki boðlegt að tala hér um að ríkisstjórnin neiti að tala um fátækt. Hlusti ekki á umræðu um fátækt. Beinlínis þaggi niður umræðu um fátækt. Þetta er ekki boðlegur málflutningur herra forseti. Þetta er eitt af stóru málunum sem við ræðum oft í þessum sal. Ekki bara þingmenn stjórnarflokkanna heldur þingmenn allra flokka. Þingmenn allra flokka hafa látið sig þessi mál varða,” sagði forsætisráðherra.Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks FólksinsVísir/VIlhelmGuðmundur Ingi sagði öryrkja ekki hafa fengið leiðréttingu á krónu á móti krónu skerðingu eins og eldri borgarar. Skerðingin væri notuð sem fjárhagslegt vopn á öryrkja til að lemja inn í þá starfsgetumati sem þeir vildu ekki. Nú væri boðað að leiðrétting kæmi í fyrsta lagi í janúar árið 2020. „Þeir ætla bara að taka það ef þeir geta troðið starfsgetumati ofan í kokið á öryrkjum. Starfsgreiðslumati sem þeir hafa ekki fengið að koma neitt að. Eiga bara að kyngja,” sagði þingmaðurinn. Forsætisráðherra sagði samráðshóp stjórnvalda, öryrkja og annarra samtaka vera að störfum. Hún hafi síðast átt fund með fulltrúum öryrkja í gær. „Að sjálfsögðu skiptir máli að það kerfi sem við byggjum upp stuðli að samfélagslegri þátttöku fólks í öllum þjóðfélagshópum og tryggi framfærslu. Það á ekki að snúast að mínu viti um að troða neinu ofan í kokið á neinum,” sagði Katrín Hér væri mun lægra hlutfall fatlaðs fólks á opinberum og almennum vinnumarkaði en annars staðar. „Viljum við breyta því? Já, ég vil gjarnan sjá kerfi sem stuðlar að því. Þar með á ekki að svifta fólk sinni framfærslu. Það snýst ekki um það,” sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira