Óttast fyrirvaraleysi í erlendum fjölmiðlum um „áróðursmeistarann“ og náinn vin Davíðs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. október 2018 10:11 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. vísir/vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar óttast að skýrsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um efnahagshrunið á Íslandi rýri traust Háskóla Íslands. Þingmaður Viðreisnar segir fátt nýtt koma fram í skýrslunni. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær ásamt þeim Jóni Steindóri Valdimarssyni, þingmanni Viðreisnar og Teiti Birni Einarssyni, varaþingmanni Sjálfstæðisflokksins. Skýrsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors við Háskóla Íslands, um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins sem skrifuð var fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið var meðal þess sem bar á góma. „Það er enginn fyrirvari um að höfundur skýrslunnar hefur verið einn aðal áróðursmeistari Sjálfstæðisflokksins um áratuga skeið, náinn vinur aðalleikara í íslenskum stjórnmálum um áratuga skeið. Mér finnst ekkert að því að Hannes, sem er lipur penni og allt það, skrifi skýrslu. En ég hef áhyggjur af trúverðugleika okkar og ég hef mjög miklar áhyggjur af trúverðugleika háskólans,“ sagði Helga Vala. Teitur Björn kvaðst ósammála því að skýrslan rýri með einhverjum hætti traust Háskólans. „Mér sýnist að þeir sem hafa tjáð sig um skýrsluna séu mest að fetta fingur út í hver sé höfundurinn og draga upp ýmislegt sem að eins og Helga Vala var að segja að sé komið meira að segja á þann stað að rýra einhvern veginn orðstýr Háskóla Íslands. Mér þykir það ansi stór orð og hún hlýtur að útskýra það einhvern veginn nánar,“ sagði Teitur Björn. Að mati Jóns Steindórs kemur fátt nýtt fram í skýrslunni. „Mér finnst eiginlega furðulega lítið í niðurstöðunum sem að er nýtt og það er nánast ekkert nýtt í þessum niðurstöðum og mér finnst þetta, ég verð að segja það, mér finnst þessi skýrslugerð með mestu ólíkindum,“ sagði Jón Steindór. Alþingi Tengdar fréttir Segir bresk yfirvöld skulda Íslendingum afsökunarbeiðni Hannes Hólmsteinn skilaði skýrslu sinni í dag. 25. september 2018 16:39 Enginn aukalegur kostnaður þrátt fyrir sein skil 27. september 2018 06:30 Blendin viðbrögð við skýrslu Hannesar Flestir sem tjá sig um skýrslu Hannesar Hólmsteins efast um hæfi hans gagnvart viðfangsefninu. 26. september 2018 16:42 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Flokkur Ingu tapaði 70 milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar óttast að skýrsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um efnahagshrunið á Íslandi rýri traust Háskóla Íslands. Þingmaður Viðreisnar segir fátt nýtt koma fram í skýrslunni. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær ásamt þeim Jóni Steindóri Valdimarssyni, þingmanni Viðreisnar og Teiti Birni Einarssyni, varaþingmanni Sjálfstæðisflokksins. Skýrsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors við Háskóla Íslands, um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins sem skrifuð var fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið var meðal þess sem bar á góma. „Það er enginn fyrirvari um að höfundur skýrslunnar hefur verið einn aðal áróðursmeistari Sjálfstæðisflokksins um áratuga skeið, náinn vinur aðalleikara í íslenskum stjórnmálum um áratuga skeið. Mér finnst ekkert að því að Hannes, sem er lipur penni og allt það, skrifi skýrslu. En ég hef áhyggjur af trúverðugleika okkar og ég hef mjög miklar áhyggjur af trúverðugleika háskólans,“ sagði Helga Vala. Teitur Björn kvaðst ósammála því að skýrslan rýri með einhverjum hætti traust Háskólans. „Mér sýnist að þeir sem hafa tjáð sig um skýrsluna séu mest að fetta fingur út í hver sé höfundurinn og draga upp ýmislegt sem að eins og Helga Vala var að segja að sé komið meira að segja á þann stað að rýra einhvern veginn orðstýr Háskóla Íslands. Mér þykir það ansi stór orð og hún hlýtur að útskýra það einhvern veginn nánar,“ sagði Teitur Björn. Að mati Jóns Steindórs kemur fátt nýtt fram í skýrslunni. „Mér finnst eiginlega furðulega lítið í niðurstöðunum sem að er nýtt og það er nánast ekkert nýtt í þessum niðurstöðum og mér finnst þetta, ég verð að segja það, mér finnst þessi skýrslugerð með mestu ólíkindum,“ sagði Jón Steindór.
Alþingi Tengdar fréttir Segir bresk yfirvöld skulda Íslendingum afsökunarbeiðni Hannes Hólmsteinn skilaði skýrslu sinni í dag. 25. september 2018 16:39 Enginn aukalegur kostnaður þrátt fyrir sein skil 27. september 2018 06:30 Blendin viðbrögð við skýrslu Hannesar Flestir sem tjá sig um skýrslu Hannesar Hólmsteins efast um hæfi hans gagnvart viðfangsefninu. 26. september 2018 16:42 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Flokkur Ingu tapaði 70 milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Sjá meira
Segir bresk yfirvöld skulda Íslendingum afsökunarbeiðni Hannes Hólmsteinn skilaði skýrslu sinni í dag. 25. september 2018 16:39
Blendin viðbrögð við skýrslu Hannesar Flestir sem tjá sig um skýrslu Hannesar Hólmsteins efast um hæfi hans gagnvart viðfangsefninu. 26. september 2018 16:42