Hafna ásökunum Morgunblaðsins og segja blaðið fara með dylgjur Sylvía Hall skrifar 6. október 2018 15:03 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Fréttablaðið/Anton Stjórnendur stéttarfélagsins Eflingar vísa í yfirlýsingu fréttaflutningi Morgunblaðsins á bug og óska þess að blaðið „láti af því að gera starfsfólki félagsins upp tilhæfulaus klögumál og fara með dylgjur um starfsemi félagsins." Þetta skrifa þau Sólveig Anna Jónsdóttir formaður og Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri. Morgunblaðið segir frá því í frétt sinni í dag að þau Sólveig Anna og Viðar hafi gjörbreytt vinnuandanum og vinnustaðnum til hins verra. Eru þau sögn stjórna með ofríki og hótunum í garð annars starfsfólks. Í frétt Morgunblaðsins segir enn fremur að fjármálastjóri Eflingar, sem starfað hafi hjá félaginu um áratuga skeið, sé kominn í veikindaleyfi eftir átök við Sólveigu Önnu og Viðar. Sé ástæðan sú að hún neitaði að greiða Öldu Lóu Leifsdóttur, eiginkonu Gunnars Smára Egilssonar, formanns Sósíalistaflokksins, háan reikning, áður en hann yrði fyrst samþykktur af stjórn Eflingar. Sólveig Anna og Viðar hafna þessum ásökunum og segjast ekki kannast við slíkt. „Hvorki formaður né framkvæmdastjóri Eflingar kannast við þá fullyrðingu blaðamanns Morgunblaðsins að fjármálastjóri hafi neitað að greiða reikninga frá Öldu Lóu Leifsdóttur blaðamanni sökum þess að þeir hafi ekki verið samþykktir af stjórn. Alda Lóa hefur með ótvíræðu samþykki stjórnar Eflingar unnið hið glæsilega kynningarverkefni „Fólkið í Eflingu“, og fyrir þá vinnu sína hefur hún að sjálfsögðu fengið greitt,“ segir í yfirlýsingunni og segja þau jafnframt fjármálastjóra og bókara hafa annast greiðslur athugasemdalaust. Þá segja þau starfsanda innan Eflingar vera góðan og fullyrðingar Morgunblaðsins um stöðu mála innan félagsins vera rangar. „Þess er óskað að blaðið láti af því að gera starfsfólki félagsins upp tilhæfulaus klögumál og fara með dylgjur um starfsemi félagsins,“ segir að lokum. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni á síðu Eflingar. Kjaramál Ólga innan Eflingar Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Stjórnendur stéttarfélagsins Eflingar vísa í yfirlýsingu fréttaflutningi Morgunblaðsins á bug og óska þess að blaðið „láti af því að gera starfsfólki félagsins upp tilhæfulaus klögumál og fara með dylgjur um starfsemi félagsins." Þetta skrifa þau Sólveig Anna Jónsdóttir formaður og Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri. Morgunblaðið segir frá því í frétt sinni í dag að þau Sólveig Anna og Viðar hafi gjörbreytt vinnuandanum og vinnustaðnum til hins verra. Eru þau sögn stjórna með ofríki og hótunum í garð annars starfsfólks. Í frétt Morgunblaðsins segir enn fremur að fjármálastjóri Eflingar, sem starfað hafi hjá félaginu um áratuga skeið, sé kominn í veikindaleyfi eftir átök við Sólveigu Önnu og Viðar. Sé ástæðan sú að hún neitaði að greiða Öldu Lóu Leifsdóttur, eiginkonu Gunnars Smára Egilssonar, formanns Sósíalistaflokksins, háan reikning, áður en hann yrði fyrst samþykktur af stjórn Eflingar. Sólveig Anna og Viðar hafna þessum ásökunum og segjast ekki kannast við slíkt. „Hvorki formaður né framkvæmdastjóri Eflingar kannast við þá fullyrðingu blaðamanns Morgunblaðsins að fjármálastjóri hafi neitað að greiða reikninga frá Öldu Lóu Leifsdóttur blaðamanni sökum þess að þeir hafi ekki verið samþykktir af stjórn. Alda Lóa hefur með ótvíræðu samþykki stjórnar Eflingar unnið hið glæsilega kynningarverkefni „Fólkið í Eflingu“, og fyrir þá vinnu sína hefur hún að sjálfsögðu fengið greitt,“ segir í yfirlýsingunni og segja þau jafnframt fjármálastjóra og bókara hafa annast greiðslur athugasemdalaust. Þá segja þau starfsanda innan Eflingar vera góðan og fullyrðingar Morgunblaðsins um stöðu mála innan félagsins vera rangar. „Þess er óskað að blaðið láti af því að gera starfsfólki félagsins upp tilhæfulaus klögumál og fara með dylgjur um starfsemi félagsins,“ segir að lokum. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni á síðu Eflingar.
Kjaramál Ólga innan Eflingar Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira