Von á fimm frumvörpum um vernd tjáningarfrelsis og skyld mál Heimir Már Pétursson skrifar 9. október 2018 20:00 Forsætisráðherra boðar fimm frumvörp um vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis og fleira því tengt á næstu vikum og mánuðum. Þar verður meðal annars kveðið á um að lögbannsbeiðnir á birtingu fjölmiðla fari fyrir dómstóla en ekki sýslumenn. Í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag rifjaði Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata upp lögbann Sýslumannsins í Reykjavík á birtingu Stundarinnar á fréttum sem byggðu á gögnum frá Glitni um fjármál þáverandi fjármálaráðherra skömmu fyrir kosningar árið 2016. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Landsréttur hafi síðan dæmt Stundinni í vil. Frá því Birgitta Jónsdóttir lagði fram þingsályktun um vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis árið 2010, bólaði ekkert á frumvörpum þar að lútandi. En í tillögunni hafi meðal annars verið gert ráð fyrir að lögbannsbeiðnir á birtingu fjölmiðla færi ávalt fyrir dómara. „Telur ráðherrann að breyta þurfi lögum kyrrsetningu, lögbann og fleira til að koma í veg fyrir að tjáningarfrelsið á Íslandi bíði aftur þvílíkan skaða og hnekki eins og fyrir téðar alþingiskosningar,“ spurði Helgi Hrafn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði starfshóp í byrjun árs um þessi mál. „Og gaman er að segja háttvirtum þingmanni frá því að hann mun skila af sér fimm frumvörpum í lok þessarar viku og kynna þau þá. Þau verða þá sett inn á samráðsgátt stjórnarráðsins,“ sagði Katrín. Frumvörpin fjalli meðal annars um hýsingaraðila, gagnageymd, ærumeiðingar og stjórnsýslulög varðandi þagnarskyldu og tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna. Þá muni hópurinn skila frumvarpsdrögum á vorþingi um endurskoðun upplýsingalaga og laga um lögbann, en málin heyri undir nokkur ráðuneyti. “Þá er það mín skoðun að þeim þurfi að breyta. Að það sé eðlilegt að lögbann myndi fara beint til dómstóla. Það sé hin eðlilega leið fremur en til sýslumanns og þaðan til dómstóla eins og við höfum séð gerast,” segir Katrín Jakobsdóttir. Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Þurfa ekki að afhenda Glitnisgögn Landsréttur hefur staðfest ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur að Útgáfufélagi Stundinni og Reykjavik Media beri ekki að afhenda Glitni Holdco gögn úr gamla Glitni um viðskiptavini bankans sem fjölmiðlarnir hafa undir höndum. 21. mars 2018 16:43 Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30 „Ég óska þess innilega að þeir láti staðar numið hér“ Einn ritstjóra Stundarinnar segir aðstandendur miðilsins fagna þeim áfangasigri sem felist í dómi Landsréttar 5. október 2018 16:20 Stundin lagði Glitni í Landsrétti Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Stundarmálinu svokallaða. 5. október 2018 14:42 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Forsætisráðherra boðar fimm frumvörp um vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis og fleira því tengt á næstu vikum og mánuðum. Þar verður meðal annars kveðið á um að lögbannsbeiðnir á birtingu fjölmiðla fari fyrir dómstóla en ekki sýslumenn. Í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag rifjaði Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata upp lögbann Sýslumannsins í Reykjavík á birtingu Stundarinnar á fréttum sem byggðu á gögnum frá Glitni um fjármál þáverandi fjármálaráðherra skömmu fyrir kosningar árið 2016. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Landsréttur hafi síðan dæmt Stundinni í vil. Frá því Birgitta Jónsdóttir lagði fram þingsályktun um vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis árið 2010, bólaði ekkert á frumvörpum þar að lútandi. En í tillögunni hafi meðal annars verið gert ráð fyrir að lögbannsbeiðnir á birtingu fjölmiðla færi ávalt fyrir dómara. „Telur ráðherrann að breyta þurfi lögum kyrrsetningu, lögbann og fleira til að koma í veg fyrir að tjáningarfrelsið á Íslandi bíði aftur þvílíkan skaða og hnekki eins og fyrir téðar alþingiskosningar,“ spurði Helgi Hrafn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði starfshóp í byrjun árs um þessi mál. „Og gaman er að segja háttvirtum þingmanni frá því að hann mun skila af sér fimm frumvörpum í lok þessarar viku og kynna þau þá. Þau verða þá sett inn á samráðsgátt stjórnarráðsins,“ sagði Katrín. Frumvörpin fjalli meðal annars um hýsingaraðila, gagnageymd, ærumeiðingar og stjórnsýslulög varðandi þagnarskyldu og tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna. Þá muni hópurinn skila frumvarpsdrögum á vorþingi um endurskoðun upplýsingalaga og laga um lögbann, en málin heyri undir nokkur ráðuneyti. “Þá er það mín skoðun að þeim þurfi að breyta. Að það sé eðlilegt að lögbann myndi fara beint til dómstóla. Það sé hin eðlilega leið fremur en til sýslumanns og þaðan til dómstóla eins og við höfum séð gerast,” segir Katrín Jakobsdóttir.
Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Þurfa ekki að afhenda Glitnisgögn Landsréttur hefur staðfest ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur að Útgáfufélagi Stundinni og Reykjavik Media beri ekki að afhenda Glitni Holdco gögn úr gamla Glitni um viðskiptavini bankans sem fjölmiðlarnir hafa undir höndum. 21. mars 2018 16:43 Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30 „Ég óska þess innilega að þeir láti staðar numið hér“ Einn ritstjóra Stundarinnar segir aðstandendur miðilsins fagna þeim áfangasigri sem felist í dómi Landsréttar 5. október 2018 16:20 Stundin lagði Glitni í Landsrétti Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Stundarmálinu svokallaða. 5. október 2018 14:42 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Þurfa ekki að afhenda Glitnisgögn Landsréttur hefur staðfest ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur að Útgáfufélagi Stundinni og Reykjavik Media beri ekki að afhenda Glitni Holdco gögn úr gamla Glitni um viðskiptavini bankans sem fjölmiðlarnir hafa undir höndum. 21. mars 2018 16:43
Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30
„Ég óska þess innilega að þeir láti staðar numið hér“ Einn ritstjóra Stundarinnar segir aðstandendur miðilsins fagna þeim áfangasigri sem felist í dómi Landsréttar 5. október 2018 16:20
Stundin lagði Glitni í Landsrétti Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Stundarmálinu svokallaða. 5. október 2018 14:42