Brynjar var ekki sérlega hrifinn af jómfrúarræðu Sigríðar Birgir Olgeirsson skrifar 30. september 2018 12:20 Brynjar Níelsson og Sigríður María Egilsdóttir. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var ekki sammála jómfrúarræðu Sigríðar Maríu Egilsdóttur, varaþingmanns Viðreisnar, sem kallaði eftir því í liðinni viku að stjórnmálamenn myndu sýna meiri auðmýkt og iðrun þegar þeir misstíga sig í starfi.Ræða Sigríðar vakti miklar athygli en þar las hún yfir þingheimi. Hún kvað sér hljóðs í umræðu um störf þingsins og nefndi í því samhengi nokkur mál sem hafa vakið hneykslan í samfélaginu undanfarið. Sagði hún að þjóðkjörnir fulltrúar á Íslandi kæmust upp með að keyra því sem nemi 36 sinnum hringinn í kringum landið á kostnað skattgreiðenda, halda þjóðhátíðarfundi sem fara 100 prósent fram úr kostnaðaráætlun og orðið uppvísir að því að brjóta lög við skipun dómara án þess að svo mikið sem biðjast afsökunar. Sigríður var gestur í Silfri Egils í Sjónvarpinu í dag ásamt Brynjari Níelssyni, Aðalheiði Ámundadóttur blaðamanni Fréttablaðsins og Jóni Trausta Reynissyni ritstjóra Stundarinnar.Taldi dæmi Sigríðar vond Brynjar sagði að hann hélt að ungur þingmaður á borð við Sigríði myndi ræða um einhverja pólitík en ekki form. „Við getum alltaf velt fyrir okkur ábyrgðinni og hvað við eigum að ganga langt í því. Og stundum finnst mér við ganga alltof langt í því en ég er ekkert að segja að menni eigi ekki að bera ábyrgð á gerðum sínum,“ sagði Brynjar. Hann sagði að þessi dæmi sem Sigríður nefndi væru vond. „Eiga þingmenn að vera að biðjast afsökunar út af einhverju klúðri með einhvern fund á Þingvöllum? Svo þegar ráðherrar eru dæmdir út og suður í hverjum mánuði út af stjórnsýslureglum eða eitthvað, þá eiga menn að fara að segja af sér? Ef við förum þessa leið þá lendum við í miklu meira rugli en við erum í dag, það er ég sannfærður um,“ sagði Brynjar. Hann sagði í góðu lagi að menn beri meiri ábyrgð og það hefði gerst í íslenskri pólitík. Brynjar sagði það skipta máli hjá sér hvort menn fari gegn lögum eða hvort menn eigi að biðjast afsökunar á eða segja af sér út af aksturspeningum sem voru greiddir samkvæmt reglum þingsins. „Ég skil þetta ekki,“ sagði Brynjar.Aksturgreiðslur lækkuðu eftir að þær urðu opinberar Jón Trausti skaut þarna inn í að greiðslur vegna aksturs þingmanna hefðu snarlækkað eftir að þær voru gerðar opinberar og það muni um minna fyrir þegar kemur að ríkisrekstri. Jón taldi stjórnmálamenn horfa of mikið á sjálfa sig og að þeir væru markvisst að færa viðmið samfélagsins í þá átt sem hann telur að sé ekki almenningi til heilla. Sagði Jón Trausti að þessum viðmiðum væri viðhaldið með því að viðurkenna sök en ekki afneita henni. Sigríður svaraði Brynjari á þá leið að hún telji ekki vita vonlaust að biðja fólk að sæta ábyrgð eða biðjast afsökunar á gjörðum sínum þegar það misstígur sig í starfi. „Ég held að stjórnmálafólk á Íslandi vanmeti hvað fólk er tilbúið til að fyrirgefa, en það er grundvallar forsenda fyrir því að fyrirgefa að fyrirgefningar sé beðist til að byrja með, ég held að það sé mikill skortur á því og þeirri auðmýkt sem fylgir því hjá íslenskum stjórnmálamönnum,“ sagði Sigríður.Taldi samfélagsmiðla eiga stóran þátt í skort á trausti Talið barst að trausti á stjórnmálum og var Brynjar á því að gegnsæi geti skipt máli þegar kemur að því. Hann benti hins vegar á að traust til stjórnmála sé á niðurleið hjá almenningi og rakti það til samfélagsmiðla þar sem allt er tortryggt og menn leyfi sér að dylgja um hluti. Hann sagði það hins vegar matskennt hvenær menn hafa misstigið sig og að pólitískir andstæðingar fari fram á afsökunarbeiðni frá ráðamönnum einfaldlega af því þeir séu ekki sammála þeim. Sigríður María spurði Brynjar hvort hann væri þeirrar skoðunar að ef dómsmálaráðherra er ekki sammála gagnrýni dómstóla á embættisfærslur ráðherrans þá eigi hann ekki að taka mark á því? „Það er niðurstaða dóms og menn eiga að una því. En það þýðir ekki að menn eigi alltaf að vera að segja af sér. Þá væri enginn ráðherra til lengi.“ Sigríður spurði hann hvar mörkin liggja þá? Brynjar svaraði að ráðherra meti það sjálfur. Alþingi Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Keyrt á fólk í Kaupmannahöfn Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var ekki sammála jómfrúarræðu Sigríðar Maríu Egilsdóttur, varaþingmanns Viðreisnar, sem kallaði eftir því í liðinni viku að stjórnmálamenn myndu sýna meiri auðmýkt og iðrun þegar þeir misstíga sig í starfi.Ræða Sigríðar vakti miklar athygli en þar las hún yfir þingheimi. Hún kvað sér hljóðs í umræðu um störf þingsins og nefndi í því samhengi nokkur mál sem hafa vakið hneykslan í samfélaginu undanfarið. Sagði hún að þjóðkjörnir fulltrúar á Íslandi kæmust upp með að keyra því sem nemi 36 sinnum hringinn í kringum landið á kostnað skattgreiðenda, halda þjóðhátíðarfundi sem fara 100 prósent fram úr kostnaðaráætlun og orðið uppvísir að því að brjóta lög við skipun dómara án þess að svo mikið sem biðjast afsökunar. Sigríður var gestur í Silfri Egils í Sjónvarpinu í dag ásamt Brynjari Níelssyni, Aðalheiði Ámundadóttur blaðamanni Fréttablaðsins og Jóni Trausta Reynissyni ritstjóra Stundarinnar.Taldi dæmi Sigríðar vond Brynjar sagði að hann hélt að ungur þingmaður á borð við Sigríði myndi ræða um einhverja pólitík en ekki form. „Við getum alltaf velt fyrir okkur ábyrgðinni og hvað við eigum að ganga langt í því. Og stundum finnst mér við ganga alltof langt í því en ég er ekkert að segja að menni eigi ekki að bera ábyrgð á gerðum sínum,“ sagði Brynjar. Hann sagði að þessi dæmi sem Sigríður nefndi væru vond. „Eiga þingmenn að vera að biðjast afsökunar út af einhverju klúðri með einhvern fund á Þingvöllum? Svo þegar ráðherrar eru dæmdir út og suður í hverjum mánuði út af stjórnsýslureglum eða eitthvað, þá eiga menn að fara að segja af sér? Ef við förum þessa leið þá lendum við í miklu meira rugli en við erum í dag, það er ég sannfærður um,“ sagði Brynjar. Hann sagði í góðu lagi að menn beri meiri ábyrgð og það hefði gerst í íslenskri pólitík. Brynjar sagði það skipta máli hjá sér hvort menn fari gegn lögum eða hvort menn eigi að biðjast afsökunar á eða segja af sér út af aksturspeningum sem voru greiddir samkvæmt reglum þingsins. „Ég skil þetta ekki,“ sagði Brynjar.Aksturgreiðslur lækkuðu eftir að þær urðu opinberar Jón Trausti skaut þarna inn í að greiðslur vegna aksturs þingmanna hefðu snarlækkað eftir að þær voru gerðar opinberar og það muni um minna fyrir þegar kemur að ríkisrekstri. Jón taldi stjórnmálamenn horfa of mikið á sjálfa sig og að þeir væru markvisst að færa viðmið samfélagsins í þá átt sem hann telur að sé ekki almenningi til heilla. Sagði Jón Trausti að þessum viðmiðum væri viðhaldið með því að viðurkenna sök en ekki afneita henni. Sigríður svaraði Brynjari á þá leið að hún telji ekki vita vonlaust að biðja fólk að sæta ábyrgð eða biðjast afsökunar á gjörðum sínum þegar það misstígur sig í starfi. „Ég held að stjórnmálafólk á Íslandi vanmeti hvað fólk er tilbúið til að fyrirgefa, en það er grundvallar forsenda fyrir því að fyrirgefa að fyrirgefningar sé beðist til að byrja með, ég held að það sé mikill skortur á því og þeirri auðmýkt sem fylgir því hjá íslenskum stjórnmálamönnum,“ sagði Sigríður.Taldi samfélagsmiðla eiga stóran þátt í skort á trausti Talið barst að trausti á stjórnmálum og var Brynjar á því að gegnsæi geti skipt máli þegar kemur að því. Hann benti hins vegar á að traust til stjórnmála sé á niðurleið hjá almenningi og rakti það til samfélagsmiðla þar sem allt er tortryggt og menn leyfi sér að dylgja um hluti. Hann sagði það hins vegar matskennt hvenær menn hafa misstigið sig og að pólitískir andstæðingar fari fram á afsökunarbeiðni frá ráðamönnum einfaldlega af því þeir séu ekki sammála þeim. Sigríður María spurði Brynjar hvort hann væri þeirrar skoðunar að ef dómsmálaráðherra er ekki sammála gagnrýni dómstóla á embættisfærslur ráðherrans þá eigi hann ekki að taka mark á því? „Það er niðurstaða dóms og menn eiga að una því. En það þýðir ekki að menn eigi alltaf að vera að segja af sér. Þá væri enginn ráðherra til lengi.“ Sigríður spurði hann hvar mörkin liggja þá? Brynjar svaraði að ráðherra meti það sjálfur.
Alþingi Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Keyrt á fólk í Kaupmannahöfn Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent