Tiger stoltur af sjálfum sér Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. september 2018 08:30 Brosunum hefur fjölgað hjá Tiger á þessu ári. vísir/getty Tiger Woods vissi ekki hverju hann átti von á er hann byrjaði að spila golf á nýjan leik í upphafi ársins. Eftir mikla fjarveru áttu ekki margir von á því að hann gæti spilað lengi og hvað þá að hann færi að blanda sér í toppbaráttuna á golfmótum. Það er aftur á móti það sem hefur gerst síðustu mánuði. Tiger hefur verið á stöðugri uppleið, barist um sigurinn og ekki verið langt frá því að vinna mót. Þetta þykir vera ein ótrúlegasta endurkoma íþróttanna eftir það sem á undan er gengið hjá kylfingnum. Tiger hefur sex sinnum verið á topp tíu og tvisvar lent í öðru sæti. Hann vann síðast mót fyrir fimm árum síðan en færist nær því að vinna á ný með hverju mótinu. „Þetta tímabil hefur verið ótrúlegt. Að geta spilað svona vel eftir allt sem ég hef gengið í gegnum er magnað. Ég vissi ekki einu sinni hvað ég gæti tekið þátt í mörgum mótum,“ sagði Tiger en það er ekki langt síðan hann þakkaði fyrir að geta labbað án þess að vera að drepast úr verkjum. „Ég hef náð miklu meiri árangri en ég gerði ráð fyrir. Það var algjör óvissa hjá mér í upphafi ársins. Ég ákvað bara að byrja aftur og sjá til hvað gerðist. Ég hef náð öllum mínum markmiðum eftir að hafa verið í mikilli óvissu með standið á mér. Ég er kominn á Tour Championship af því ég hef spilað vel og af því er ég stoltur.“ Golf Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Körfubolti Fleiri fréttir „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Tiger Woods vissi ekki hverju hann átti von á er hann byrjaði að spila golf á nýjan leik í upphafi ársins. Eftir mikla fjarveru áttu ekki margir von á því að hann gæti spilað lengi og hvað þá að hann færi að blanda sér í toppbaráttuna á golfmótum. Það er aftur á móti það sem hefur gerst síðustu mánuði. Tiger hefur verið á stöðugri uppleið, barist um sigurinn og ekki verið langt frá því að vinna mót. Þetta þykir vera ein ótrúlegasta endurkoma íþróttanna eftir það sem á undan er gengið hjá kylfingnum. Tiger hefur sex sinnum verið á topp tíu og tvisvar lent í öðru sæti. Hann vann síðast mót fyrir fimm árum síðan en færist nær því að vinna á ný með hverju mótinu. „Þetta tímabil hefur verið ótrúlegt. Að geta spilað svona vel eftir allt sem ég hef gengið í gegnum er magnað. Ég vissi ekki einu sinni hvað ég gæti tekið þátt í mörgum mótum,“ sagði Tiger en það er ekki langt síðan hann þakkaði fyrir að geta labbað án þess að vera að drepast úr verkjum. „Ég hef náð miklu meiri árangri en ég gerði ráð fyrir. Það var algjör óvissa hjá mér í upphafi ársins. Ég ákvað bara að byrja aftur og sjá til hvað gerðist. Ég hef náð öllum mínum markmiðum eftir að hafa verið í mikilli óvissu með standið á mér. Ég er kominn á Tour Championship af því ég hef spilað vel og af því er ég stoltur.“
Golf Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Körfubolti Fleiri fréttir „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira