Fáar íbúðir í byggingu handa þeim sem hafa lítið eigið fé Sighvatur Arnmundsson skrifar 21. september 2018 08:00 Stór hluti nýrra íbúða sem eru 120 fermetrar að flatarmáli eða minni selst á eða yfir ásettu verði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Fjórtán prósent allra íbúðaviðskipta á almennum markaði fyrstu sjö mánuði ársins voru vegna nýbygginga. Þetta kemur fram í nýrri greiningu húsnæðissviðs Íbúðalánasjóðs um markað með nýjar íbúðir. Hefur þetta hlutfall farið stöðugt vaxandi frá árinu 2010 þegar það var aðeins þrjú prósent. Í hámarki uppsveiflunnar 2007 var hlutfallið 18 prósent. Afar misjafnt er milli sveitarfélaga hversu stór hluti seldra íbúða á tímabilinu var nýjar íbúðir. Í Reykjavík var hlutfallið aðeins sex prósent en 56 prósent í Mosfellsbæ og 45 prósent í Garðabæ. Hagdeild Íbúðalánasjóðs hefur bent á að miklu skipti að þær íbúðir sem byggðar verða á yfirstandandi uppbyggingarskeiði henti þörfum landsmanna. Margt bendi til þess að sérstakur skortur sé á minni og hagkvæmari íbúðum og að eftirspurnin beinist ekki síður að nýjum íbúðum. Þrátt fyrir það sé ljóst að fáar nýjar íbúðir sem komið hafa á markaðinn að undanförnu henti tekjulægstu hópunum. Þannig hafa fyrstu sjö mánuði ársins innan við tvö prósent nýrra íbúða verið auglýst undir 25 milljónum og um fimm prósent undir 30 milljónum. Af eldri íbúðum voru sex prósent auglýst undir 25 milljónum og um 13 prósent undir 30 milljónum. Í Reykjavík var fermetraverð nýrra íbúða 32 prósentum hærra en eldri íbúða. Var fermetraverð nýrra íbúða að meðaltali 586 þúsund krónur en meðaltal eldri íbúða 445 þúsund. Þessi munur var minni í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem hann var tólf prósent, og í nágrannasveitarfélögum, þar sem hann var 17 prósent. Á landsbyggðinni var þessi munur hins vegar 75 prósent. Þegar söluverð er skoðað í samanburði við ásett verð kemur í ljós að tæplega þrír fjórðuhlutar nýrra íbúða sem eru innan við 80 fermetrar seljast á eða yfir ásettu verði. Innan við þriðjungur eldri íbúða í þessum stærðarflokki selst á eða yfir ásettu verði. Svipaða sögu er að segja um íbúðir 80-120 fermetra. Mun færri nýjar íbúðir stærri en 120 fermetrar seljast á eða yfir ásettu verði, eða tæpur þriðjungur. Hlutfall tveggja og þriggja herbergja íbúða sem voru seldar á tímabilinu var hærra af nýjum íbúðum en þeim eldri. Þannig voru tveggja herbergja íbúðir 23 prósent seldra nýrra íbúða en 16 prósent þeirra eldri. Um 35 prósent nýrra íbúða sem seldust voru þriggja herbergja en hlutfallið fyrir eldri íbúðir var um 30 prósent. Um þriðjungur þeirra íbúða sem nú eru skráðar í byggingu samkvæmt Þjóðskrá er í Reykjavík, 14 prósent í Kópavogi, 8 prósent í Reykjanesbæ og 7 prósent bæði í Árborg og Mosfellsbæ. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Fjórtán prósent allra íbúðaviðskipta á almennum markaði fyrstu sjö mánuði ársins voru vegna nýbygginga. Þetta kemur fram í nýrri greiningu húsnæðissviðs Íbúðalánasjóðs um markað með nýjar íbúðir. Hefur þetta hlutfall farið stöðugt vaxandi frá árinu 2010 þegar það var aðeins þrjú prósent. Í hámarki uppsveiflunnar 2007 var hlutfallið 18 prósent. Afar misjafnt er milli sveitarfélaga hversu stór hluti seldra íbúða á tímabilinu var nýjar íbúðir. Í Reykjavík var hlutfallið aðeins sex prósent en 56 prósent í Mosfellsbæ og 45 prósent í Garðabæ. Hagdeild Íbúðalánasjóðs hefur bent á að miklu skipti að þær íbúðir sem byggðar verða á yfirstandandi uppbyggingarskeiði henti þörfum landsmanna. Margt bendi til þess að sérstakur skortur sé á minni og hagkvæmari íbúðum og að eftirspurnin beinist ekki síður að nýjum íbúðum. Þrátt fyrir það sé ljóst að fáar nýjar íbúðir sem komið hafa á markaðinn að undanförnu henti tekjulægstu hópunum. Þannig hafa fyrstu sjö mánuði ársins innan við tvö prósent nýrra íbúða verið auglýst undir 25 milljónum og um fimm prósent undir 30 milljónum. Af eldri íbúðum voru sex prósent auglýst undir 25 milljónum og um 13 prósent undir 30 milljónum. Í Reykjavík var fermetraverð nýrra íbúða 32 prósentum hærra en eldri íbúða. Var fermetraverð nýrra íbúða að meðaltali 586 þúsund krónur en meðaltal eldri íbúða 445 þúsund. Þessi munur var minni í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem hann var tólf prósent, og í nágrannasveitarfélögum, þar sem hann var 17 prósent. Á landsbyggðinni var þessi munur hins vegar 75 prósent. Þegar söluverð er skoðað í samanburði við ásett verð kemur í ljós að tæplega þrír fjórðuhlutar nýrra íbúða sem eru innan við 80 fermetrar seljast á eða yfir ásettu verði. Innan við þriðjungur eldri íbúða í þessum stærðarflokki selst á eða yfir ásettu verði. Svipaða sögu er að segja um íbúðir 80-120 fermetra. Mun færri nýjar íbúðir stærri en 120 fermetrar seljast á eða yfir ásettu verði, eða tæpur þriðjungur. Hlutfall tveggja og þriggja herbergja íbúða sem voru seldar á tímabilinu var hærra af nýjum íbúðum en þeim eldri. Þannig voru tveggja herbergja íbúðir 23 prósent seldra nýrra íbúða en 16 prósent þeirra eldri. Um 35 prósent nýrra íbúða sem seldust voru þriggja herbergja en hlutfallið fyrir eldri íbúðir var um 30 prósent. Um þriðjungur þeirra íbúða sem nú eru skráðar í byggingu samkvæmt Þjóðskrá er í Reykjavík, 14 prósent í Kópavogi, 8 prósent í Reykjanesbæ og 7 prósent bæði í Árborg og Mosfellsbæ.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira