Sjá ótrúlegt myndband: Tvær stúlkur bökkuðu bíl sínum ítrekað á hjálpartækjaverslun og höfðu á brott með sér kynlífsdúkku Jakob Bjarnar skrifar 21. september 2018 09:51 Hér getur að líta inngang búðarinnar, sem er illa leikinn eftir hroðalegar aðfarirnar í morgun. visir/vilhelm Hroðalegar aðfarir voru viðhafðar í morgun þá er tvær stúlkur brutust inn í Adam og Evu, kynlífshjálpartækjaverslun sem er við Kleppsveg í Reykjavík. Þær bökkuðu bíl sínum ítrekað á inngang verslunarinnar, á hurð og gengu glerbrotin yfir bílinn og gangstéttina. Þegar þær höfðu keyrt hurðina niður hlupu þær úr bílnum, inn í verslunina og drösluðu kynlífsdúkku úr búðinni í bílinn, auk annars varnings og óku þá á brott. Samkvæmt upplýsingum frá eiganda verslunarinnar er það sem ræningjarnir höfðu á brott með sér silicon-kynlífsdúkka sem kostar 350 þúsund krónur, nokkrir titrarar og sleipiefni. Aðfarir má sjá á myndbandinu sem er hér neðar. Ekki er vitað hverjir hinir ofsafengnu ræningjar eru né heldur hvað það var sem rak þær til svo harkalegra aðgerða, sem náðist á öryggismyndavélar. Þetta var í morgun á sjöunda tímanum. Að sögn eiganda verslunarinnar, Þorvaldar Steinþórssonar, var bíllinn á stolnum númerum. Og þá hafði hann upplýsingar um að fyrr um nóttina hefði þessi sami bíll komið við sögu þar sem bensíni var stolið. Vísir fór á vettvang nú í morgun og þar var heldur betur hroðalegt um að litast. Allt brotið og bramlað við innganginn og miklar skemmdir höfðu verið unnar á húsnæðinu. Ef einhverjir lesendur Vísis hafa orðið varir við mikið skemmdan Hyundai i10 eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.Uppfært 11:00.Í fyrri útgáfu þessarar fréttar kom fram að sílikondúkkan sem hinir býræfnu þjófar höfðu á brott með sér kosti 550 þúsund krónur. Upplýsingarnar reyndust ónákvæmar, téð dúkka er metin á 350 þúsund krónur. Eru lesendur beðnir velvirðingar á þessu. Sambærilega dúkku höfðu stúlkurnar með sér nú í morgun. Hún kostar 350 þúsund krónur.visir/vilhelm Hroðalegt var um að litast í Adam og Evu og var eigandanum illa brugðið.visir/vilhelm Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Hroðalegar aðfarir voru viðhafðar í morgun þá er tvær stúlkur brutust inn í Adam og Evu, kynlífshjálpartækjaverslun sem er við Kleppsveg í Reykjavík. Þær bökkuðu bíl sínum ítrekað á inngang verslunarinnar, á hurð og gengu glerbrotin yfir bílinn og gangstéttina. Þegar þær höfðu keyrt hurðina niður hlupu þær úr bílnum, inn í verslunina og drösluðu kynlífsdúkku úr búðinni í bílinn, auk annars varnings og óku þá á brott. Samkvæmt upplýsingum frá eiganda verslunarinnar er það sem ræningjarnir höfðu á brott með sér silicon-kynlífsdúkka sem kostar 350 þúsund krónur, nokkrir titrarar og sleipiefni. Aðfarir má sjá á myndbandinu sem er hér neðar. Ekki er vitað hverjir hinir ofsafengnu ræningjar eru né heldur hvað það var sem rak þær til svo harkalegra aðgerða, sem náðist á öryggismyndavélar. Þetta var í morgun á sjöunda tímanum. Að sögn eiganda verslunarinnar, Þorvaldar Steinþórssonar, var bíllinn á stolnum númerum. Og þá hafði hann upplýsingar um að fyrr um nóttina hefði þessi sami bíll komið við sögu þar sem bensíni var stolið. Vísir fór á vettvang nú í morgun og þar var heldur betur hroðalegt um að litast. Allt brotið og bramlað við innganginn og miklar skemmdir höfðu verið unnar á húsnæðinu. Ef einhverjir lesendur Vísis hafa orðið varir við mikið skemmdan Hyundai i10 eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.Uppfært 11:00.Í fyrri útgáfu þessarar fréttar kom fram að sílikondúkkan sem hinir býræfnu þjófar höfðu á brott með sér kosti 550 þúsund krónur. Upplýsingarnar reyndust ónákvæmar, téð dúkka er metin á 350 þúsund krónur. Eru lesendur beðnir velvirðingar á þessu. Sambærilega dúkku höfðu stúlkurnar með sér nú í morgun. Hún kostar 350 þúsund krónur.visir/vilhelm Hroðalegt var um að litast í Adam og Evu og var eigandanum illa brugðið.visir/vilhelm
Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira