Sprengdu átta kílóa sprengju í Helguvík Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. september 2018 20:45 Alþjóðlegæfing sprengjusérfræðinga var haldin í Helguvík í dag. Tilgangurinn er að æfa viðbrögð við hryðjuverkaárásum þar sem heimatilbúnum sprengjum hefur verið komið fyrir. Æfing er árleg og nefnist Northen Challenge og er alþjóðleg æfing NATO sem Landhelgisgæslan stýrir. Æfingin er nú haldin í sautjánda sinn og um tvö hundruð og fimmtíu manns sem taka þátt. Æfingarnar ganga út á að takast á við mögulega hryðjuverkaógn bæði á landi og sjó. Á æfingunni í dag var búinn til samskonar búnaður og fundist hefur víðs vegar um heim þar sem heimatilbúnum sprengjum hefur verið komið fyrir og aðstæður hafðar eins raunverulegar og kostur var.Ásgeir R. Guðjónsson, sprengjusérfræðingur hjá LandhelgisgæslunniVísir/Stöð 2„Þetta er eina æfingin í heiminum innan NATO sem þar sem fókusinn er á sprengjusérfræðinginn sjálfan. Hann fær að vinna sína vinnu með sprengiefni,“ sagði Ásgeir R. Guðjónsson, sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni. Æfingin veitir sprengjusérfræðingum hvaðanæva að úr heiminum tækifæri til að samhæfa aðgerðir auk þess að miðla reynslu og þekkingu sinni til annarra liða. Æfingin stendur í tvær vikur og eru þátttakendur frá sextán þjóðum. „Ísland er valið þar sem við höfum svo mikla víðáttu og kalda veðrið og við höfum reynslu í þessum æfingum sem önnur lönd hafa ekki, þau eru gjörn á að hafa þetta stórt og mikið og gleymist oft að sprengjusérfræðingurinn sé í aðalhlutverki,“ segir Ásgeir. Á æfingunni í dag var einnig líkt eftir sprengju sem var ætlað að sökkva skipi sem átti að vera í innsiglingu inn að höfn. Peter Jegsen, yfirmaður í danska hernumVísir/Stöð 2 „Svona æfing er mjög mikilvæg. Mikilvæg til þess að æfa aðgerðir sem við þurfum stöðugt að æfa. Þessi æfing gefur okkur tækifæri til þess að æfa alla daga sem kollegar okkar geta farið yfir og fengið upplýsingar um aðferðir frá öðrum þjóðum og skiptast á upplýsingum,“ segir Peter Jegsen, yfirmaður í danska hernum. Peter segir áríðandi að viðhalda þjálfun sprengjusérfræðinga því nýjar tegundir af sprengjum vera til á hverju degi. „Nýr rafbúnaður, ný tæki, nýir möguleikar og internetið veitir mikla möguleika svo já við verðum að æfa á hverju degi til þess að koma í veg fyrir ógn,“ segir Peter. Sprengjusérfræðingur fer í sérstakan sprengjugalla á æfingunni í Helguvík í dagVísir/Stöð 2 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Alþjóðlegæfing sprengjusérfræðinga var haldin í Helguvík í dag. Tilgangurinn er að æfa viðbrögð við hryðjuverkaárásum þar sem heimatilbúnum sprengjum hefur verið komið fyrir. Æfing er árleg og nefnist Northen Challenge og er alþjóðleg æfing NATO sem Landhelgisgæslan stýrir. Æfingin er nú haldin í sautjánda sinn og um tvö hundruð og fimmtíu manns sem taka þátt. Æfingarnar ganga út á að takast á við mögulega hryðjuverkaógn bæði á landi og sjó. Á æfingunni í dag var búinn til samskonar búnaður og fundist hefur víðs vegar um heim þar sem heimatilbúnum sprengjum hefur verið komið fyrir og aðstæður hafðar eins raunverulegar og kostur var.Ásgeir R. Guðjónsson, sprengjusérfræðingur hjá LandhelgisgæslunniVísir/Stöð 2„Þetta er eina æfingin í heiminum innan NATO sem þar sem fókusinn er á sprengjusérfræðinginn sjálfan. Hann fær að vinna sína vinnu með sprengiefni,“ sagði Ásgeir R. Guðjónsson, sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni. Æfingin veitir sprengjusérfræðingum hvaðanæva að úr heiminum tækifæri til að samhæfa aðgerðir auk þess að miðla reynslu og þekkingu sinni til annarra liða. Æfingin stendur í tvær vikur og eru þátttakendur frá sextán þjóðum. „Ísland er valið þar sem við höfum svo mikla víðáttu og kalda veðrið og við höfum reynslu í þessum æfingum sem önnur lönd hafa ekki, þau eru gjörn á að hafa þetta stórt og mikið og gleymist oft að sprengjusérfræðingurinn sé í aðalhlutverki,“ segir Ásgeir. Á æfingunni í dag var einnig líkt eftir sprengju sem var ætlað að sökkva skipi sem átti að vera í innsiglingu inn að höfn. Peter Jegsen, yfirmaður í danska hernumVísir/Stöð 2 „Svona æfing er mjög mikilvæg. Mikilvæg til þess að æfa aðgerðir sem við þurfum stöðugt að æfa. Þessi æfing gefur okkur tækifæri til þess að æfa alla daga sem kollegar okkar geta farið yfir og fengið upplýsingar um aðferðir frá öðrum þjóðum og skiptast á upplýsingum,“ segir Peter Jegsen, yfirmaður í danska hernum. Peter segir áríðandi að viðhalda þjálfun sprengjusérfræðinga því nýjar tegundir af sprengjum vera til á hverju degi. „Nýr rafbúnaður, ný tæki, nýir möguleikar og internetið veitir mikla möguleika svo já við verðum að æfa á hverju degi til þess að koma í veg fyrir ógn,“ segir Peter. Sprengjusérfræðingur fer í sérstakan sprengjugalla á æfingunni í Helguvík í dagVísir/Stöð 2
Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira