Starfandi forstjóra OR falið að boða fyrrverandi forstöðumann á fund Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. september 2018 19:30 Starfandi forstjóri Orkuveitunnar ætlar að funda með Áslaugu Thelmu Einarsdóttur fyrrverandi forstöðumanni Orku náttúrunnar. Mikilvægt sé að fá upplýsingar frá henni áður en frekari ákvörðun í máli hennar verði tekin. Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar lagði fram drög að úttekt á vinnustaðnum fyrir stjórnarfund í dag. Helga Jónsdóttir tók við sem forstjóri Orkuveitunnar í dag eftir að Bjarni Bjarnason, fyrrverandi forstjóri, steig til hliðar á meðan tveggja mánaða vinnustaðarúttekt fer fram. Helga átti fund með stjórn fyrirtækisins í dag þar sem innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar kynnti drög á úttekt sinni. „Innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar, sem að stýrir úttektinni gerði grein fyrir því hvernig fyrirkomulagið er hugsað og hvernig verður unnið að þessu. Það eru drög enn þá þannig að það er ekki alveg tilbúið en það var mjög mikill einhugur í stjórninni og það er mikilvægt að stjórnin stendur skýrt að baki því að hérna verði gerð úttekt,“ segir Helga. Innri endurskoðun borgarinnar hefur sinnt innri endurskoðun Orkuveitunnar frá því um síðustu áramót. Er ekki þörf á að hún fái óháða aðila með sér í úttektina? „Ef hana skortir þekkingu á einhverju sviði eða þarf viðbótarliðsafla, þá mun hún geta sótt sér hana.“ Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur sendi erindi á stjórnarfund Orkuveitunnar í síðustu viku. Erindið var tekið fyrir á stjórnarfundinum í dag og forstjóranum falið að boða Áslaugu á fund. „Ég hef þann ásetning að reyna að boða til fundar fyrir lok þessarar viku en verð samt að slá þann varnagla að það er geysilega margt sem að beið og nánast hver mínúta skipulögð frá því ég kom hingað inn í húsið í morgun.“ Borgarstjórn MeToo Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira
Starfandi forstjóri Orkuveitunnar ætlar að funda með Áslaugu Thelmu Einarsdóttur fyrrverandi forstöðumanni Orku náttúrunnar. Mikilvægt sé að fá upplýsingar frá henni áður en frekari ákvörðun í máli hennar verði tekin. Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar lagði fram drög að úttekt á vinnustaðnum fyrir stjórnarfund í dag. Helga Jónsdóttir tók við sem forstjóri Orkuveitunnar í dag eftir að Bjarni Bjarnason, fyrrverandi forstjóri, steig til hliðar á meðan tveggja mánaða vinnustaðarúttekt fer fram. Helga átti fund með stjórn fyrirtækisins í dag þar sem innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar kynnti drög á úttekt sinni. „Innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar, sem að stýrir úttektinni gerði grein fyrir því hvernig fyrirkomulagið er hugsað og hvernig verður unnið að þessu. Það eru drög enn þá þannig að það er ekki alveg tilbúið en það var mjög mikill einhugur í stjórninni og það er mikilvægt að stjórnin stendur skýrt að baki því að hérna verði gerð úttekt,“ segir Helga. Innri endurskoðun borgarinnar hefur sinnt innri endurskoðun Orkuveitunnar frá því um síðustu áramót. Er ekki þörf á að hún fái óháða aðila með sér í úttektina? „Ef hana skortir þekkingu á einhverju sviði eða þarf viðbótarliðsafla, þá mun hún geta sótt sér hana.“ Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur sendi erindi á stjórnarfund Orkuveitunnar í síðustu viku. Erindið var tekið fyrir á stjórnarfundinum í dag og forstjóranum falið að boða Áslaugu á fund. „Ég hef þann ásetning að reyna að boða til fundar fyrir lok þessarar viku en verð samt að slá þann varnagla að það er geysilega margt sem að beið og nánast hver mínúta skipulögð frá því ég kom hingað inn í húsið í morgun.“
Borgarstjórn MeToo Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira