Eldri borgarar duglegastir að kjósa Jakob Bjarnar skrifar 25. september 2018 10:10 Kjörsókn var mest í Árneshreppi eða 93,5 prósent en minnst í Reykjanesbæ 57,0 prósent. visir/vilhelm Við sveitarstjórnarkosningarnar í vor voru 247.943 á kjörskrá og greiddu 167.622 kjósendur atkvæði í 71 sveitarfélagi, en sjálfkjörið í einu sveitarfélagi. Sveitarfélög voru tveimur færri en við kosningarnar 2014 vegna sameiningar sveitarfélaga á tímabilinu. Kosningaþátttakan var 67,6 prósent þar sem kosning fór fram eða heldur hærri en í sveitarstjórnarkosningunum 2014 þegar hún var dræmust eða 66,5 prósent. Kosningaþátttaka kvenna var 68,8 prósent og karla 66,5 prósent.Þetta kemur fram í samantekt Hagstofunnar sem birt var nú í morgun. Þar segir ennfremur að mikill munur sé á þátttöku eftir sveitarfélögum. Kjörsókn var mest í Árneshreppi eða 93,5 prósent en minnst í Reykjanesbæ 57,0 prósent. „Í Reykjavík var kosningaþátttakan 67,1% eða svipuð og á landinu í heild.“ Hagstofan birtir nokkur lýsandi súlurit með frétt sinni. Hér má sjá þróun kosningaþátttöku yfir nokkurra áratuga tímabil.Hér má sjá þróun kosningaþátttöku sem virðist aðeins vera að braggast eftir talsverða niðursveiflu.hagstofanÍ samantektinni kemur fram að Kosningaþátttaka var almennt minni í yngri aldurshópum eins og í sveitarstjórnarkosningum 2014, forsetakjöri 2016 og alþingiskosningum 2016 og 2017. „Minnst kosningaþátttaka var í aldurshópnum 20–24 ára en tæpur helmingur þeirra greiddi atkvæði í kosningunum (48,1%) og rétt rúmur helmingur þeirra sem voru 25–29 ára (51,2%). Hinsvegar mætti yngsti aldurshópurinn, 18–19 ára, betur á kjörstað (53,7%).“ Eldri borgarar eru hins vegar duglegastir að mæta á kjörstað. Þátttaka var mest í aldurshópnum 65–74 ára eða um 83 prósent. En, minnkaði svo með hækkandi aldri. „Var þessu svipað farið hjá konum og körlum en þátttaka kvenna eftir aldri var meiri en karla að aldurshópnum 65–69 ára þegar viðsnúningur varð og var kjörsókn eldri karla meiri en kvenna.“ Sveitarstjórnarkosningar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Við sveitarstjórnarkosningarnar í vor voru 247.943 á kjörskrá og greiddu 167.622 kjósendur atkvæði í 71 sveitarfélagi, en sjálfkjörið í einu sveitarfélagi. Sveitarfélög voru tveimur færri en við kosningarnar 2014 vegna sameiningar sveitarfélaga á tímabilinu. Kosningaþátttakan var 67,6 prósent þar sem kosning fór fram eða heldur hærri en í sveitarstjórnarkosningunum 2014 þegar hún var dræmust eða 66,5 prósent. Kosningaþátttaka kvenna var 68,8 prósent og karla 66,5 prósent.Þetta kemur fram í samantekt Hagstofunnar sem birt var nú í morgun. Þar segir ennfremur að mikill munur sé á þátttöku eftir sveitarfélögum. Kjörsókn var mest í Árneshreppi eða 93,5 prósent en minnst í Reykjanesbæ 57,0 prósent. „Í Reykjavík var kosningaþátttakan 67,1% eða svipuð og á landinu í heild.“ Hagstofan birtir nokkur lýsandi súlurit með frétt sinni. Hér má sjá þróun kosningaþátttöku yfir nokkurra áratuga tímabil.Hér má sjá þróun kosningaþátttöku sem virðist aðeins vera að braggast eftir talsverða niðursveiflu.hagstofanÍ samantektinni kemur fram að Kosningaþátttaka var almennt minni í yngri aldurshópum eins og í sveitarstjórnarkosningum 2014, forsetakjöri 2016 og alþingiskosningum 2016 og 2017. „Minnst kosningaþátttaka var í aldurshópnum 20–24 ára en tæpur helmingur þeirra greiddi atkvæði í kosningunum (48,1%) og rétt rúmur helmingur þeirra sem voru 25–29 ára (51,2%). Hinsvegar mætti yngsti aldurshópurinn, 18–19 ára, betur á kjörstað (53,7%).“ Eldri borgarar eru hins vegar duglegastir að mæta á kjörstað. Þátttaka var mest í aldurshópnum 65–74 ára eða um 83 prósent. En, minnkaði svo með hækkandi aldri. „Var þessu svipað farið hjá konum og körlum en þátttaka kvenna eftir aldri var meiri en karla að aldurshópnum 65–69 ára þegar viðsnúningur varð og var kjörsókn eldri karla meiri en kvenna.“
Sveitarstjórnarkosningar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira