Eldri borgarar duglegastir að kjósa Jakob Bjarnar skrifar 25. september 2018 10:10 Kjörsókn var mest í Árneshreppi eða 93,5 prósent en minnst í Reykjanesbæ 57,0 prósent. visir/vilhelm Við sveitarstjórnarkosningarnar í vor voru 247.943 á kjörskrá og greiddu 167.622 kjósendur atkvæði í 71 sveitarfélagi, en sjálfkjörið í einu sveitarfélagi. Sveitarfélög voru tveimur færri en við kosningarnar 2014 vegna sameiningar sveitarfélaga á tímabilinu. Kosningaþátttakan var 67,6 prósent þar sem kosning fór fram eða heldur hærri en í sveitarstjórnarkosningunum 2014 þegar hún var dræmust eða 66,5 prósent. Kosningaþátttaka kvenna var 68,8 prósent og karla 66,5 prósent.Þetta kemur fram í samantekt Hagstofunnar sem birt var nú í morgun. Þar segir ennfremur að mikill munur sé á þátttöku eftir sveitarfélögum. Kjörsókn var mest í Árneshreppi eða 93,5 prósent en minnst í Reykjanesbæ 57,0 prósent. „Í Reykjavík var kosningaþátttakan 67,1% eða svipuð og á landinu í heild.“ Hagstofan birtir nokkur lýsandi súlurit með frétt sinni. Hér má sjá þróun kosningaþátttöku yfir nokkurra áratuga tímabil.Hér má sjá þróun kosningaþátttöku sem virðist aðeins vera að braggast eftir talsverða niðursveiflu.hagstofanÍ samantektinni kemur fram að Kosningaþátttaka var almennt minni í yngri aldurshópum eins og í sveitarstjórnarkosningum 2014, forsetakjöri 2016 og alþingiskosningum 2016 og 2017. „Minnst kosningaþátttaka var í aldurshópnum 20–24 ára en tæpur helmingur þeirra greiddi atkvæði í kosningunum (48,1%) og rétt rúmur helmingur þeirra sem voru 25–29 ára (51,2%). Hinsvegar mætti yngsti aldurshópurinn, 18–19 ára, betur á kjörstað (53,7%).“ Eldri borgarar eru hins vegar duglegastir að mæta á kjörstað. Þátttaka var mest í aldurshópnum 65–74 ára eða um 83 prósent. En, minnkaði svo með hækkandi aldri. „Var þessu svipað farið hjá konum og körlum en þátttaka kvenna eftir aldri var meiri en karla að aldurshópnum 65–69 ára þegar viðsnúningur varð og var kjörsókn eldri karla meiri en kvenna.“ Sveitarstjórnarkosningar Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Sjá meira
Við sveitarstjórnarkosningarnar í vor voru 247.943 á kjörskrá og greiddu 167.622 kjósendur atkvæði í 71 sveitarfélagi, en sjálfkjörið í einu sveitarfélagi. Sveitarfélög voru tveimur færri en við kosningarnar 2014 vegna sameiningar sveitarfélaga á tímabilinu. Kosningaþátttakan var 67,6 prósent þar sem kosning fór fram eða heldur hærri en í sveitarstjórnarkosningunum 2014 þegar hún var dræmust eða 66,5 prósent. Kosningaþátttaka kvenna var 68,8 prósent og karla 66,5 prósent.Þetta kemur fram í samantekt Hagstofunnar sem birt var nú í morgun. Þar segir ennfremur að mikill munur sé á þátttöku eftir sveitarfélögum. Kjörsókn var mest í Árneshreppi eða 93,5 prósent en minnst í Reykjanesbæ 57,0 prósent. „Í Reykjavík var kosningaþátttakan 67,1% eða svipuð og á landinu í heild.“ Hagstofan birtir nokkur lýsandi súlurit með frétt sinni. Hér má sjá þróun kosningaþátttöku yfir nokkurra áratuga tímabil.Hér má sjá þróun kosningaþátttöku sem virðist aðeins vera að braggast eftir talsverða niðursveiflu.hagstofanÍ samantektinni kemur fram að Kosningaþátttaka var almennt minni í yngri aldurshópum eins og í sveitarstjórnarkosningum 2014, forsetakjöri 2016 og alþingiskosningum 2016 og 2017. „Minnst kosningaþátttaka var í aldurshópnum 20–24 ára en tæpur helmingur þeirra greiddi atkvæði í kosningunum (48,1%) og rétt rúmur helmingur þeirra sem voru 25–29 ára (51,2%). Hinsvegar mætti yngsti aldurshópurinn, 18–19 ára, betur á kjörstað (53,7%).“ Eldri borgarar eru hins vegar duglegastir að mæta á kjörstað. Þátttaka var mest í aldurshópnum 65–74 ára eða um 83 prósent. En, minnkaði svo með hækkandi aldri. „Var þessu svipað farið hjá konum og körlum en þátttaka kvenna eftir aldri var meiri en karla að aldurshópnum 65–69 ára þegar viðsnúningur varð og var kjörsókn eldri karla meiri en kvenna.“
Sveitarstjórnarkosningar Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Sjá meira