Arsenal upp fyrir Watford Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. september 2018 16:00 Mesut Özil fagnar marki sínu í dag. vísir/getty Arsenal er komið upp í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir sinn fimmta sigur í röð í deildinni. Í dag hafði liðið betur gegn Watford, 2-0, en bæði mörk þess komu á síðustu tíu mínútum leiksins. Fyrra mark Arsenal var sjálfsmark Craig Cathcart eftir fyrirgjöf Alex Iwobi á 81. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar náði Mesut Özil að tvöfalda forystu Arsenal. Özil skoraði eftir fyrirgjöf Alexandre Lacazette en varnarmenn Watford sváfu á verðinum. Petr Cech varð að fara af velli undir lok fyrri hálfleiks vegna meiðsla en í fjarveru hans náði Bernd Leno að halda marki Arsenal hreinu í síðari hálfleik. Leno varð til að mynda vel frá Andre Gray á meðan að staðan var enn markalaus. Þetta var sjöundi sigur Arsenal í röð í öllum keppnum en Watford hefur nú tapað tveimur af síðustu þremur leikjum sínum eftir góða byrjun á tímabilinu. Arsenal er nú með fimmtán stig í fimmta sætinu en Watford með þrettán stig í því sjötta. Enski boltinn
Arsenal er komið upp í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir sinn fimmta sigur í röð í deildinni. Í dag hafði liðið betur gegn Watford, 2-0, en bæði mörk þess komu á síðustu tíu mínútum leiksins. Fyrra mark Arsenal var sjálfsmark Craig Cathcart eftir fyrirgjöf Alex Iwobi á 81. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar náði Mesut Özil að tvöfalda forystu Arsenal. Özil skoraði eftir fyrirgjöf Alexandre Lacazette en varnarmenn Watford sváfu á verðinum. Petr Cech varð að fara af velli undir lok fyrri hálfleiks vegna meiðsla en í fjarveru hans náði Bernd Leno að halda marki Arsenal hreinu í síðari hálfleik. Leno varð til að mynda vel frá Andre Gray á meðan að staðan var enn markalaus. Þetta var sjöundi sigur Arsenal í röð í öllum keppnum en Watford hefur nú tapað tveimur af síðustu þremur leikjum sínum eftir góða byrjun á tímabilinu. Arsenal er nú með fimmtán stig í fimmta sætinu en Watford með þrettán stig í því sjötta.