Kínaheimsókn utanríkisráðherra lýkur í dag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. september 2018 09:30 Fjögurra daga opinberri heimsókn utanríkisráðherra í Kína líkur í dag. Mynd/utanríkisráðuneytið Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra lýkur fjögurra daga opinberri heimsókn í Kína í dag. Þar hefur hann meðal annars átt fundi með varaþingforseta og utanríksiráðherra Kína og um helgina hitti hann einnig aðstoðarviðskiptaráðherra og tollamálaráðherra þar sem undirritaðir voru nokkrir samningar. „Þegar við gerðum fríverslunarsamninginn við Kína þá voru hins vegar nokkrir hlutir sem að stóðu útaf sem ekki hafa verið kláraðir og við erum að vinna að því að klára það og eitt af því snýr að sölu á lambakjöti en það þurfti að ganga frá heilbrigðisvottorði fyrir þá vöru og það var klárað,” sagði Guðlaugur Þór í samtali við fréttastofu um helgina. Íslenskir lambakjötsframleiðendur geti þegar notið góðs af þessu að sögn ráðherra. „Það er mjög stórt skref að við séum búin að klára þetta varðandi lambakjötið. Við þekkjum það að við erum að selja á hverju ári nokkur hundruð tonn af lambakjöti til Japan, það er sömuleiðis góður markaður og vonandi munum við geta nýtt þessi tækifæri sem að þessi samningur býður upp á,” segir Guðlaugur Þór. Þá voru einnig undirritaðar bókanir um samstarf á sviði jarðvarma og netviðskipta. „Það snýr auðvitað ekki bara að því að auðvelda Kínverjum að selja okkur, þetta snýr líka að því að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að selja vörur á kínverskan markað í gegnum þær leiðir,” segir Guðlaugur Þór. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardaginn var ranglega fullyrt að einnig hafi verið undirritað bókanir við fríverslunarsamning er lúta að viðskiptum með fiskimjöl, lýsi, eldisfisk. Hið rétta er að það stendur til en er ófrágengið enn þá. Utanríkismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra lýkur fjögurra daga opinberri heimsókn í Kína í dag. Þar hefur hann meðal annars átt fundi með varaþingforseta og utanríksiráðherra Kína og um helgina hitti hann einnig aðstoðarviðskiptaráðherra og tollamálaráðherra þar sem undirritaðir voru nokkrir samningar. „Þegar við gerðum fríverslunarsamninginn við Kína þá voru hins vegar nokkrir hlutir sem að stóðu útaf sem ekki hafa verið kláraðir og við erum að vinna að því að klára það og eitt af því snýr að sölu á lambakjöti en það þurfti að ganga frá heilbrigðisvottorði fyrir þá vöru og það var klárað,” sagði Guðlaugur Þór í samtali við fréttastofu um helgina. Íslenskir lambakjötsframleiðendur geti þegar notið góðs af þessu að sögn ráðherra. „Það er mjög stórt skref að við séum búin að klára þetta varðandi lambakjötið. Við þekkjum það að við erum að selja á hverju ári nokkur hundruð tonn af lambakjöti til Japan, það er sömuleiðis góður markaður og vonandi munum við geta nýtt þessi tækifæri sem að þessi samningur býður upp á,” segir Guðlaugur Þór. Þá voru einnig undirritaðar bókanir um samstarf á sviði jarðvarma og netviðskipta. „Það snýr auðvitað ekki bara að því að auðvelda Kínverjum að selja okkur, þetta snýr líka að því að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að selja vörur á kínverskan markað í gegnum þær leiðir,” segir Guðlaugur Þór. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardaginn var ranglega fullyrt að einnig hafi verið undirritað bókanir við fríverslunarsamning er lúta að viðskiptum með fiskimjöl, lýsi, eldisfisk. Hið rétta er að það stendur til en er ófrágengið enn þá.
Utanríkismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira