Bjarkey telur fjölmiðla ala á úlfúð í garð þingmanna Jakob Bjarnar skrifar 11. september 2018 13:15 Bjarkey telur fjölmiðla bera sína ábyrgð á því að þingmenn eru ekki hátt skrifaðir, þá með því að draga draga fram umdeilanleg ummæli þeirra. Ummæli Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingflokksformanns Vinstri grænna, hafa vakið furðu einkum í herbúðum Samfylkingar sem og Pírata. Bjarkey var í viðtali á Morgunvakt Rásar 1 í morgun ásamt Hönnu Katrínu Friðriksson Viðreisn. Þar voru loftslagsmál, peningastefna og krónan meðal annars til umræðu. Og svo traust til stjórnmálamanna eða vantraust öllu heldur, sem snúa þá meðal annars að fornfálegum vinnubrögðum.Fjölmiðlar henda á loft „sölulegum“ ummælum „Það má nú líka segja að fjölmiðlar eiga sinn þátt í því,“ sagði Bjarkey. „Við þekkjum það alvega þegar störf þingsins eru eða eitthvað slíkt þá eru kamerurnar komnar og þá skiptir máli að einhver sé með söluvæna setningu til að komast í fjölmiðlana. Það er líka það sem þarf svolítið að veiða úr…“Helgu Völu þykir ummæli Bjarkeyjar hláleg, í besta falli.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKÓðinn Jónsson, einn umsjónarmanna þáttarins, skaut þá inní því að það væru þau sem væru með orðið? Og er helst á honum að heyra að honum þyki það sérkennilegt ef fjölmiðlamenn eigi að passa uppá að vafasöm ummæli þingmanna rati ekki fyrir almenningssjónir. „Vissulega,“ sagði þá Bjarkey. „En það er hvatningin til þess. Og fjölmiðlarnir eru ekkert endilega að velta fyrir sér innihaldi þess sem sagt er heldur bara; þetta er sniðugt, þetta selur, þetta klikkar á vefinn og það er ekki hægt að neita því að það hefur verið þannig. Því miður finnst mér.“Traustvekjandi afstaða eða kannski ekki Helga Vala Helgadóttir furðar sig á orðum Bjarkeyjar og segir á sinni Facebooksíðu: „Þingflokksformaður VG, Bjarkey Ólsen, sagði aðspurði í morgunútvarpinu í umræðu um hvað þyrfti til að auka traust á stjórnmálum að stundum færi betur á því að fjölmiðlar slökktu á míkrafóninum... u ... ok.... þetta var traustvekjandi,“ segir Helga Vala og bætir við broskalli.Guðmundur Andri er ekki alveg til í að kaupa það að Katrín Jakobsdóttir sé alpha og omega í því að koma loftslagsmálum á dagskrá.Vísir/EyþórNokkrar umræður spinnast á síðu Helgu Völu og þykir ýmsum skjóta skökku við að þingflokksformaðurinn sé að mælast til þess að fjölmiðlar passi uppá framgöngu þingmannanna svo þeir megi halda andlitinu.Hæpið að eigna Katrínu loftslagsmálin Framganga Bjarkeyjar er einnig til umræðu á Facebooksíðu þingmannsins Guðmundar Andra Thorssonar sem klórar sér í kollinum. Hann er hins vegar að velta öðrum atriðum fyrir sér sem fram komu í máli Bjarkeyjar. „Bjarkey Ólsen talsmaður VG að segja í útvarpinu að enginn hafi talað um loftslagsmál fyrir tveimur árum nema Katrín Jakobsdóttir sem vakið hafi athygli okkar á vandanum. Það er nefnilega það. Mannkynið hefur vitað af þessum ógnum og hvað ber að gera frá því á sjöunda áratug síðustu aldar og árið 2017 var undirritaður Parísarsáttmáli þjóða heims um losun gróðurhúsalofttegunda, að ég held án verulegs atbeina Katrínar. Spurning um svolítið námskeið um loftslagsmál innan þingflokks VG?“ spyr Guðmundur Andri.Píratar hæðast að þingflokksformanninum Snæbjörn Brynjarsson leggur orð í belg á síðu Guðmundar Andra: „Katrín Jakobsdóttir er líka samkvæmt þingflokki VG fyrsti vinstrisinnaði kvenkyns forsætisráðherrann svo það er ekki víst að þau muni langt aftur.“ Hann skrifar einnig athugasemd um téð viðtal í Facebookhóp Pírata þar sem ummæli Bjargeyjar eru höfð að háði og spotti og meðal annars bent á að þetta sé Trump-línan: „Var að hlusta á morgunvaktina á rás 1. Þar var Bjarkey Olsen þingflokksformaður spurð út í hvers vegna traust á stjórnmálamönnum væri lítið. Það reyndist að mati formannsins vera vegna fjölmiðla og hvernig þeir segja frá pólitíkinni.“ Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Nauðsynlegt að setja heildarlög um vernd uppljóstrara Þingmannafrumvörp um vernd sem þessa hafa fjórum sinnum verið lögð fram en ekki náð fram að ganga. 6. september 2018 19:30 Minna hugað að vörnum gegn spillingu á Íslandi Formaður starfshóps sem kannaði hvernig auka mætti traust á stjórnmálum og stjórnsýslu segir að tryggja verði að almenningur hafi trú á að stjórnkerfið leysi mál þess af hæfni. 5. september 2018 17:42 Víkka út rétt til upplýsinga Starfshópur um traust á stjórnmálum og stjórnsýslu hefur skilað skýrslu til forsætisráðherra og kynnir niðurstöður sínar í dag. 5. september 2018 07:00 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Ummæli Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingflokksformanns Vinstri grænna, hafa vakið furðu einkum í herbúðum Samfylkingar sem og Pírata. Bjarkey var í viðtali á Morgunvakt Rásar 1 í morgun ásamt Hönnu Katrínu Friðriksson Viðreisn. Þar voru loftslagsmál, peningastefna og krónan meðal annars til umræðu. Og svo traust til stjórnmálamanna eða vantraust öllu heldur, sem snúa þá meðal annars að fornfálegum vinnubrögðum.Fjölmiðlar henda á loft „sölulegum“ ummælum „Það má nú líka segja að fjölmiðlar eiga sinn þátt í því,“ sagði Bjarkey. „Við þekkjum það alvega þegar störf þingsins eru eða eitthvað slíkt þá eru kamerurnar komnar og þá skiptir máli að einhver sé með söluvæna setningu til að komast í fjölmiðlana. Það er líka það sem þarf svolítið að veiða úr…“Helgu Völu þykir ummæli Bjarkeyjar hláleg, í besta falli.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKÓðinn Jónsson, einn umsjónarmanna þáttarins, skaut þá inní því að það væru þau sem væru með orðið? Og er helst á honum að heyra að honum þyki það sérkennilegt ef fjölmiðlamenn eigi að passa uppá að vafasöm ummæli þingmanna rati ekki fyrir almenningssjónir. „Vissulega,“ sagði þá Bjarkey. „En það er hvatningin til þess. Og fjölmiðlarnir eru ekkert endilega að velta fyrir sér innihaldi þess sem sagt er heldur bara; þetta er sniðugt, þetta selur, þetta klikkar á vefinn og það er ekki hægt að neita því að það hefur verið þannig. Því miður finnst mér.“Traustvekjandi afstaða eða kannski ekki Helga Vala Helgadóttir furðar sig á orðum Bjarkeyjar og segir á sinni Facebooksíðu: „Þingflokksformaður VG, Bjarkey Ólsen, sagði aðspurði í morgunútvarpinu í umræðu um hvað þyrfti til að auka traust á stjórnmálum að stundum færi betur á því að fjölmiðlar slökktu á míkrafóninum... u ... ok.... þetta var traustvekjandi,“ segir Helga Vala og bætir við broskalli.Guðmundur Andri er ekki alveg til í að kaupa það að Katrín Jakobsdóttir sé alpha og omega í því að koma loftslagsmálum á dagskrá.Vísir/EyþórNokkrar umræður spinnast á síðu Helgu Völu og þykir ýmsum skjóta skökku við að þingflokksformaðurinn sé að mælast til þess að fjölmiðlar passi uppá framgöngu þingmannanna svo þeir megi halda andlitinu.Hæpið að eigna Katrínu loftslagsmálin Framganga Bjarkeyjar er einnig til umræðu á Facebooksíðu þingmannsins Guðmundar Andra Thorssonar sem klórar sér í kollinum. Hann er hins vegar að velta öðrum atriðum fyrir sér sem fram komu í máli Bjarkeyjar. „Bjarkey Ólsen talsmaður VG að segja í útvarpinu að enginn hafi talað um loftslagsmál fyrir tveimur árum nema Katrín Jakobsdóttir sem vakið hafi athygli okkar á vandanum. Það er nefnilega það. Mannkynið hefur vitað af þessum ógnum og hvað ber að gera frá því á sjöunda áratug síðustu aldar og árið 2017 var undirritaður Parísarsáttmáli þjóða heims um losun gróðurhúsalofttegunda, að ég held án verulegs atbeina Katrínar. Spurning um svolítið námskeið um loftslagsmál innan þingflokks VG?“ spyr Guðmundur Andri.Píratar hæðast að þingflokksformanninum Snæbjörn Brynjarsson leggur orð í belg á síðu Guðmundar Andra: „Katrín Jakobsdóttir er líka samkvæmt þingflokki VG fyrsti vinstrisinnaði kvenkyns forsætisráðherrann svo það er ekki víst að þau muni langt aftur.“ Hann skrifar einnig athugasemd um téð viðtal í Facebookhóp Pírata þar sem ummæli Bjargeyjar eru höfð að háði og spotti og meðal annars bent á að þetta sé Trump-línan: „Var að hlusta á morgunvaktina á rás 1. Þar var Bjarkey Olsen þingflokksformaður spurð út í hvers vegna traust á stjórnmálamönnum væri lítið. Það reyndist að mati formannsins vera vegna fjölmiðla og hvernig þeir segja frá pólitíkinni.“
Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Nauðsynlegt að setja heildarlög um vernd uppljóstrara Þingmannafrumvörp um vernd sem þessa hafa fjórum sinnum verið lögð fram en ekki náð fram að ganga. 6. september 2018 19:30 Minna hugað að vörnum gegn spillingu á Íslandi Formaður starfshóps sem kannaði hvernig auka mætti traust á stjórnmálum og stjórnsýslu segir að tryggja verði að almenningur hafi trú á að stjórnkerfið leysi mál þess af hæfni. 5. september 2018 17:42 Víkka út rétt til upplýsinga Starfshópur um traust á stjórnmálum og stjórnsýslu hefur skilað skýrslu til forsætisráðherra og kynnir niðurstöður sínar í dag. 5. september 2018 07:00 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Nauðsynlegt að setja heildarlög um vernd uppljóstrara Þingmannafrumvörp um vernd sem þessa hafa fjórum sinnum verið lögð fram en ekki náð fram að ganga. 6. september 2018 19:30
Minna hugað að vörnum gegn spillingu á Íslandi Formaður starfshóps sem kannaði hvernig auka mætti traust á stjórnmálum og stjórnsýslu segir að tryggja verði að almenningur hafi trú á að stjórnkerfið leysi mál þess af hæfni. 5. september 2018 17:42
Víkka út rétt til upplýsinga Starfshópur um traust á stjórnmálum og stjórnsýslu hefur skilað skýrslu til forsætisráðherra og kynnir niðurstöður sínar í dag. 5. september 2018 07:00