Stjórnarmanni RÚV blöskrar tillögur ráðherra Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. september 2018 18:38 Mörður Árnason er stjórnarmaður RÚV Visir/Vilhelm Mörður Árnason, stjórnarmaður RÚV, telur að stjórn RÚV þurfi að koma saman sem allra fyrst til þess að fjalla um tillögur menntamálaráðherra sem kynntar voru í dag. Hann segir vinnubrögð ráðherra vera „skrýtin“ Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í dag aðgerðir sem miða að því að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Verja á um 400 milljónum til þess auk þess sem draga á úr umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði um 560 milljónir króna. „Enginn af stjórnendum RÚV virðist hafa verið látinn vita af þessu fyrir blaðamannafundinn í dag, þrátt fyrir hlý orð ráðherrans í garð Ríkisútvarpsins fyrr og síðar og beinar yfirýsingar um bætta stöðu þegar á líður. Þetta eru skrýtin vinnubrögð,“ segir Mörður í samtali við Vísi. Þá segir Mörður að jafnvel þótt hann sjálfur sé fylgjandi því að minni hluti tekna RÚV komi frá auglýsingum hafi ráðherra ekki slegið því föstu að slík skerðing verði bætt, né lýst því með hvaða hætti það geti orðið. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2019 kemur þó fram að hækka eigi útvarpsgjald um 2,5 prósent sem svarar til um 534 milljóna króna. „Þessu verður ráðherrann að svara, bæði stjórnendum RÚV, starfsmönnum og almenningi, í framhaldi af tilkynningu sinni í dag. Þá er mikilvægt að fram komi hvort ríkisstjórnin stendur sem heild að þessum aðgerðum,“ segir Mörður og spyr hvort Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra styðji tillögur Lilju.Stjórn RÚV þurfi því að koma saman til þess að ræða tillögurnar sem allra fyrst að mati Marðar. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ráðherra ætlar að setja 400 milljónir í einkarekna fjölmiðla Þá eiga umsvif RÚV á auglýsingamarkaði að minnka og samræma gjaldtöku við kaup á auglýsingum svo íslenskir miðlar standi jafnfætis þeim erlendu. 12. september 2018 14:26 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Sjá meira
Mörður Árnason, stjórnarmaður RÚV, telur að stjórn RÚV þurfi að koma saman sem allra fyrst til þess að fjalla um tillögur menntamálaráðherra sem kynntar voru í dag. Hann segir vinnubrögð ráðherra vera „skrýtin“ Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í dag aðgerðir sem miða að því að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Verja á um 400 milljónum til þess auk þess sem draga á úr umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði um 560 milljónir króna. „Enginn af stjórnendum RÚV virðist hafa verið látinn vita af þessu fyrir blaðamannafundinn í dag, þrátt fyrir hlý orð ráðherrans í garð Ríkisútvarpsins fyrr og síðar og beinar yfirýsingar um bætta stöðu þegar á líður. Þetta eru skrýtin vinnubrögð,“ segir Mörður í samtali við Vísi. Þá segir Mörður að jafnvel þótt hann sjálfur sé fylgjandi því að minni hluti tekna RÚV komi frá auglýsingum hafi ráðherra ekki slegið því föstu að slík skerðing verði bætt, né lýst því með hvaða hætti það geti orðið. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2019 kemur þó fram að hækka eigi útvarpsgjald um 2,5 prósent sem svarar til um 534 milljóna króna. „Þessu verður ráðherrann að svara, bæði stjórnendum RÚV, starfsmönnum og almenningi, í framhaldi af tilkynningu sinni í dag. Þá er mikilvægt að fram komi hvort ríkisstjórnin stendur sem heild að þessum aðgerðum,“ segir Mörður og spyr hvort Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra styðji tillögur Lilju.Stjórn RÚV þurfi því að koma saman til þess að ræða tillögurnar sem allra fyrst að mati Marðar.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ráðherra ætlar að setja 400 milljónir í einkarekna fjölmiðla Þá eiga umsvif RÚV á auglýsingamarkaði að minnka og samræma gjaldtöku við kaup á auglýsingum svo íslenskir miðlar standi jafnfætis þeim erlendu. 12. september 2018 14:26 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Sjá meira
Ráðherra ætlar að setja 400 milljónir í einkarekna fjölmiðla Þá eiga umsvif RÚV á auglýsingamarkaði að minnka og samræma gjaldtöku við kaup á auglýsingum svo íslenskir miðlar standi jafnfætis þeim erlendu. 12. september 2018 14:26