Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. september 2018 20:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi traust á stjórnmálum og stjórnsýslu, sem líklega næði aldrei jafnmiklum hæðum og rétt fyrir hrun, í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld. Hún lagði einnig mikla áherslu á hraðar samfélagsbreytingar á tímum „fjóru iðnbyltingarinnar“ svokölluðu og sagðist jafnframt bjartsýn á að breytingar á stjórnarskránni nái fram að ganga. Eldhúsdagsumræður fara fram á Alþingi í kvöld og fylgjast má með umræðunum í beinni útsendingu hér á Vísi. Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. Hún ræddi baráttu gegn kynferðisofbeldi, heilbrigðismál og samgöngumál, svo fátt eitt sé nefnt, og sagði ríkisstjórnina hafa ráðist í nauðsynlega uppbyggingu þessara samfélagslegu innviða frá fyrsta degi. Þörfin sé brýn, enda geri spár ráð fyrir minni hagvexti á komandi árum.Arðgreiðslur frá orkufyrirtækjum í þjóðarsjóð Þá kom einnig fram í ræðu Katrínar að fjármála- og efnahagsráðherra Bjarni Benediktsson muni leggja fram frumvarp til laga um þjóðarsjóð. Sjóðurinn verði eitt af lykilmálum ríkisstjórnarinnar og þar sé ætlunin að setja arðgreiðslur frá orkufyrirtækjum í eigu ríkisins. „Annars vegar til að leggja fyrir til framtíðar en hins vegar til að ráðast í átak í uppbyggingu hjúkrunarheimila og til að styrkja rannsóknir og nýsköpun.“ Um önnur efnahagsleg verkefni ríkisstjórnarinnar sagði Katrín að nefnd um endurskoðun peningastefnunnar hafi skilað af sér í júní síðastliðnum. Í framhaldi af þeirri vinnu hyggst Katrín leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um Seðlabankann eftir áramót.280 bókstafir Trumps á Twitter og valdajafnvægi Í lok stefnuræðunnar ræddi Katrín sérstaklega traust á stjórnmál á tímum mikilla samfélagsbreytinga, nýrra miðla og þróunar í upplýsingastreymi. „Ljóst er að traust á stjórnmálum og stjórnsýslu dvínaði skarpt eftir hrun. Þetta traust hefur farið heldur vaxandi án þess að jafnast á við það sem áður var. Líklega verður traust á stjórnmálum og stjórnsýslu aldrei jafn mikið og það var skömmu fyrir hrun,“ sagði Katrín. Með samfélagsmiðla og breytingar á stjórnmálaumræðu til hliðsjónar minntist Katrín á annan þjóðarleiðtoga, Donald Trump, Bandaríkjaforseta. „Þegar slík umskipti verða á miðlaumhverfinu má rifja það upp að því hefur verið haldið fram að miðillinn sníði skilaboðin að sér. Við sjáum þetta víða í nútímanum, jafnvel á sviði alþjóðasamskipta, þar sem valdamesti maður heims, sjálfur Bandaríkjaforseti, setur fram stefnu gagnvart öðrum ríkjum með 280 bókstöfum á Twitter. Eins og við þekkjum úr sögunni þá geta slík umskipti breytt miklu um valdajafnvægið í samfélaginu.“Bjartsýn á samstöðu um stjórnarskrárbreytingar Að síðustu boðaði Katrín endurskoðun stjórnarskrárinnar og sagði formenn stjórnmálaflokkanna hafa fundað nokkrum sinnum um málið. „Þetta hafa verið góðir fundir og ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn á að breið samstaða skapist um breytingar á stjórnarskrá sem vísa veginn til framtíðar fyrir íslenskt samfélag.“ Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, flytur stefnuræða sína. 12. september 2018 19:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi traust á stjórnmálum og stjórnsýslu, sem líklega næði aldrei jafnmiklum hæðum og rétt fyrir hrun, í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld. Hún lagði einnig mikla áherslu á hraðar samfélagsbreytingar á tímum „fjóru iðnbyltingarinnar“ svokölluðu og sagðist jafnframt bjartsýn á að breytingar á stjórnarskránni nái fram að ganga. Eldhúsdagsumræður fara fram á Alþingi í kvöld og fylgjast má með umræðunum í beinni útsendingu hér á Vísi. Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. Hún ræddi baráttu gegn kynferðisofbeldi, heilbrigðismál og samgöngumál, svo fátt eitt sé nefnt, og sagði ríkisstjórnina hafa ráðist í nauðsynlega uppbyggingu þessara samfélagslegu innviða frá fyrsta degi. Þörfin sé brýn, enda geri spár ráð fyrir minni hagvexti á komandi árum.Arðgreiðslur frá orkufyrirtækjum í þjóðarsjóð Þá kom einnig fram í ræðu Katrínar að fjármála- og efnahagsráðherra Bjarni Benediktsson muni leggja fram frumvarp til laga um þjóðarsjóð. Sjóðurinn verði eitt af lykilmálum ríkisstjórnarinnar og þar sé ætlunin að setja arðgreiðslur frá orkufyrirtækjum í eigu ríkisins. „Annars vegar til að leggja fyrir til framtíðar en hins vegar til að ráðast í átak í uppbyggingu hjúkrunarheimila og til að styrkja rannsóknir og nýsköpun.“ Um önnur efnahagsleg verkefni ríkisstjórnarinnar sagði Katrín að nefnd um endurskoðun peningastefnunnar hafi skilað af sér í júní síðastliðnum. Í framhaldi af þeirri vinnu hyggst Katrín leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um Seðlabankann eftir áramót.280 bókstafir Trumps á Twitter og valdajafnvægi Í lok stefnuræðunnar ræddi Katrín sérstaklega traust á stjórnmál á tímum mikilla samfélagsbreytinga, nýrra miðla og þróunar í upplýsingastreymi. „Ljóst er að traust á stjórnmálum og stjórnsýslu dvínaði skarpt eftir hrun. Þetta traust hefur farið heldur vaxandi án þess að jafnast á við það sem áður var. Líklega verður traust á stjórnmálum og stjórnsýslu aldrei jafn mikið og það var skömmu fyrir hrun,“ sagði Katrín. Með samfélagsmiðla og breytingar á stjórnmálaumræðu til hliðsjónar minntist Katrín á annan þjóðarleiðtoga, Donald Trump, Bandaríkjaforseta. „Þegar slík umskipti verða á miðlaumhverfinu má rifja það upp að því hefur verið haldið fram að miðillinn sníði skilaboðin að sér. Við sjáum þetta víða í nútímanum, jafnvel á sviði alþjóðasamskipta, þar sem valdamesti maður heims, sjálfur Bandaríkjaforseti, setur fram stefnu gagnvart öðrum ríkjum með 280 bókstöfum á Twitter. Eins og við þekkjum úr sögunni þá geta slík umskipti breytt miklu um valdajafnvægið í samfélaginu.“Bjartsýn á samstöðu um stjórnarskrárbreytingar Að síðustu boðaði Katrín endurskoðun stjórnarskrárinnar og sagði formenn stjórnmálaflokkanna hafa fundað nokkrum sinnum um málið. „Þetta hafa verið góðir fundir og ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn á að breið samstaða skapist um breytingar á stjórnarskrá sem vísa veginn til framtíðar fyrir íslenskt samfélag.“
Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, flytur stefnuræða sína. 12. september 2018 19:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, flytur stefnuræða sína. 12. september 2018 19:00