55 starfsmenn á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara Jakob Bjarnar skrifar 14. september 2018 10:13 Kostnaðurinn við starfsmannahald í Ráðhúsinu hefur aukist um 400 prósent á umliðnum árum. visir/rakel Alls 55 starfsmenn starfa á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Aukinn kostnaður við skrifstofu borgarstjóra hefur verið til umfjöllunar í sumar en hann hefur vaxið úr 157 milljónum í 800 milljónir á umliðnum tæpum áratug eða um 409,55 prósent. Í borgarráði í gær kom fram svar við fyrirspurn Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í minnihluta, um stöður og stöðuheiti, þá flokkað eftir sviðum, sem heyra undir Ráðhús Reykjavíkur og Höfðatorg.Vel í lagt í öllum samanburði Eyþór furðar sig á miklum vexti í starfsmannahaldi í samtali við Vísi og bendir til dæmis á til samanburðar að bara á skrifstofu borgarstjóra starfi 55 starfsmenn á meðan 75 starfsmenn starfa á skrifstofu skóla- og frístundasviðs sem sér um alla leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili í borginni. En undir það svið heyra 62 leikskólar með um 6000 börn.Eyþór segir að starfsmannahald hafi blásið út í Ráðhúsinu og kostaðurinn við það kominn uppúr öllu valdi.visir/vilhelm„Þá eru 39 frístundaheimili fyrir um 4100 börn, 24 félagsmiðstöðvar með 175.000 heimsóknir á ári, fjórar skólahljómsveitir þar sem 450 nemendur læra á hljóðfæri, Námsflokkar Reykjavíkur þar sem um 250 manns stunda nám og 1500 manns fá náms- og starfsráðgjöf. Undir sviðið heyra 4300 starfsmenn en um er að ræða eitt stærsta og viðamesta svið borgarinnar,“ segir Eyþór. Og er þá fátt eitt talið. Hann segir að miðað við þennan umfangsmikla rekstur skóla- og frístundasviðs hljóti að vakna sú spurning af hverju 75 starfsmenn geti sinnt þeim umfangsmikla rekstri á meðan 55 starfsmenn starfi á skrifstofu borgarstjóra?10 starfsmenn á mannréttindaskrifstofu en 8 á ÍT Enn fremur vekur Eyþór athygli á því að í þessum samanburði eru eingöngu átta starfsmenn sem starfa á íþrótta- og tómstundasviði Reykjavíkurborgar, sem annast allar sundlaugar, íþróttamiðstöðvar, skíðasvæði, Hitt húsið, Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, ylströndina og margt fleira.Dagur B. Eggertsson í ræðustól í ráðhúsi Reykvíkinga.Vísir/Anton BrinkÁ sama tíma eru starfsmenn mannréttindastofu fjórðungi fleiri.Jafnframt verður það að teljast sérstakt að mannréttindaskrifstofan sé með 10 starfsmenn þegar að heilt svið á borð við íþrótta- og tómstundasvið kemst af með átta starfsmenn. „Það liggur fyrir í ljósi þessara svara að fara þurfi í gagngera endurskoðun á stjórnsýslunni með það að leiðarljósi að forgangsraðað verði í þágu grunnþjónustu,“ segir Eyþór.Kostnaðurinn óútskýrður Eyþór segir kostnaðinn við skrifstofu borgarstjóra og borgarritara hafa vaxið úr hófi fram, uppúr öllu valdi og sé kostnaður samfara því algerlega óútskýrður. „Til að mynda er ekki haldið verkbókhald á skrifstofunni en Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram tillögu þess efnis í borgarráði sem enn er óafgreidd í ráðinu,“ segir Eyþór. Hann telur borgarbúa eiga skýlausan rétt á því að fá upplýsingar um hvers vegna skrifstofa borgarstjóra og borgarritara þurfi á 55 starfsmönnum að halda, með tilheyrandi auknum kostnaði, þegar stærstu svið borgarinnar eru með hlutfallslega færri starfsmenn.Vísir reyndi nú í morgun að ná tali af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra en án árangurs. Í tengdum skjölum hér neðar getur að líta svar við fyrirspurninni og nánari útlistun á starfsmannahaldi í Ráðhúsinu.Tengd skjölStöður í stjórnsýslu borgarinnar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Alls 55 starfsmenn starfa á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Aukinn kostnaður við skrifstofu borgarstjóra hefur verið til umfjöllunar í sumar en hann hefur vaxið úr 157 milljónum í 800 milljónir á umliðnum tæpum áratug eða um 409,55 prósent. Í borgarráði í gær kom fram svar við fyrirspurn Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í minnihluta, um stöður og stöðuheiti, þá flokkað eftir sviðum, sem heyra undir Ráðhús Reykjavíkur og Höfðatorg.Vel í lagt í öllum samanburði Eyþór furðar sig á miklum vexti í starfsmannahaldi í samtali við Vísi og bendir til dæmis á til samanburðar að bara á skrifstofu borgarstjóra starfi 55 starfsmenn á meðan 75 starfsmenn starfa á skrifstofu skóla- og frístundasviðs sem sér um alla leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili í borginni. En undir það svið heyra 62 leikskólar með um 6000 börn.Eyþór segir að starfsmannahald hafi blásið út í Ráðhúsinu og kostaðurinn við það kominn uppúr öllu valdi.visir/vilhelm„Þá eru 39 frístundaheimili fyrir um 4100 börn, 24 félagsmiðstöðvar með 175.000 heimsóknir á ári, fjórar skólahljómsveitir þar sem 450 nemendur læra á hljóðfæri, Námsflokkar Reykjavíkur þar sem um 250 manns stunda nám og 1500 manns fá náms- og starfsráðgjöf. Undir sviðið heyra 4300 starfsmenn en um er að ræða eitt stærsta og viðamesta svið borgarinnar,“ segir Eyþór. Og er þá fátt eitt talið. Hann segir að miðað við þennan umfangsmikla rekstur skóla- og frístundasviðs hljóti að vakna sú spurning af hverju 75 starfsmenn geti sinnt þeim umfangsmikla rekstri á meðan 55 starfsmenn starfi á skrifstofu borgarstjóra?10 starfsmenn á mannréttindaskrifstofu en 8 á ÍT Enn fremur vekur Eyþór athygli á því að í þessum samanburði eru eingöngu átta starfsmenn sem starfa á íþrótta- og tómstundasviði Reykjavíkurborgar, sem annast allar sundlaugar, íþróttamiðstöðvar, skíðasvæði, Hitt húsið, Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, ylströndina og margt fleira.Dagur B. Eggertsson í ræðustól í ráðhúsi Reykvíkinga.Vísir/Anton BrinkÁ sama tíma eru starfsmenn mannréttindastofu fjórðungi fleiri.Jafnframt verður það að teljast sérstakt að mannréttindaskrifstofan sé með 10 starfsmenn þegar að heilt svið á borð við íþrótta- og tómstundasvið kemst af með átta starfsmenn. „Það liggur fyrir í ljósi þessara svara að fara þurfi í gagngera endurskoðun á stjórnsýslunni með það að leiðarljósi að forgangsraðað verði í þágu grunnþjónustu,“ segir Eyþór.Kostnaðurinn óútskýrður Eyþór segir kostnaðinn við skrifstofu borgarstjóra og borgarritara hafa vaxið úr hófi fram, uppúr öllu valdi og sé kostnaður samfara því algerlega óútskýrður. „Til að mynda er ekki haldið verkbókhald á skrifstofunni en Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram tillögu þess efnis í borgarráði sem enn er óafgreidd í ráðinu,“ segir Eyþór. Hann telur borgarbúa eiga skýlausan rétt á því að fá upplýsingar um hvers vegna skrifstofa borgarstjóra og borgarritara þurfi á 55 starfsmönnum að halda, með tilheyrandi auknum kostnaði, þegar stærstu svið borgarinnar eru með hlutfallslega færri starfsmenn.Vísir reyndi nú í morgun að ná tali af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra en án árangurs. Í tengdum skjölum hér neðar getur að líta svar við fyrirspurninni og nánari útlistun á starfsmannahaldi í Ráðhúsinu.Tengd skjölStöður í stjórnsýslu borgarinnar
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira