Krefjast breytinga á bótakerfinu: Stjórnvöld verði að mæta kröfum launafólks Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. september 2018 13:21 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR Vísir/Egill Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í viðtali í Sprengisandi í morgun að ef ekki yrði hlustað á kröfur Verkalýðshreyfingarinnar þá stefnir í hörð átök á komandi vetri. Hann sagði kerfisbreytingar þurfa að eiga sér stað og vísar þá í þær kröfur að lægstu laun verði skattfrjáls og skoða þurfi tekjutengingar barna- og vaxtabótakerfisins. „Varðandi bótakerfin, þegar við erum að gera kjarasamninga og reyna að auka ráðstöfunartekjur fólks, eins og þetta snýst alltaf um. Þegar við erum með tekjutengingar á bótunum eins og hefur verið er ekki hægt að heimfæra þetta eingöngu á stefnu stjórnvalda í það að minnka bætur, það gerist bara sjálfkrafa út af tekjutengingum þar sem þær fylgja ekki launaþróuninni,” segir Ragnar. Hann segir að koma þurfi barnabótakerfinu og húsnæðisstuðningi til þeirra sem þurfa mest á því að halda. „Líka það þegar við erum að semja um launahækkanir og laun almennt. Að við séum ekki að horfa á þessar kaupmáttarkrónur, oft þær fáu sem við náum í gegnum kjarasamninga, vera étnar upp annars staðar í kerfinu. Það er það sem við erum að kalla eftir að breytist,” segir hann. Forystumenn atvinnulífsins hafa ítrekað varað við því ef farið verði fram á of miklar launakröfur muni það leiða til óðaverðbólgu og draga úr kaupmætti. „Ef að þetta er það sem er til skiptanna. Það sem kemur núna frá ríkisstjórninni í gegnum fjárlagafrumvarpið og yfirlýsingar Seðlabanka og atvinnulífsins þá er það ávísun á mjög hörð átök,” segir hann.Hlusta má á kafla Sprengisands sem fréttin snýr að hér að neðan. Þar fyrir neðan má hlusta á allan þáttinn. Kjaramál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í viðtali í Sprengisandi í morgun að ef ekki yrði hlustað á kröfur Verkalýðshreyfingarinnar þá stefnir í hörð átök á komandi vetri. Hann sagði kerfisbreytingar þurfa að eiga sér stað og vísar þá í þær kröfur að lægstu laun verði skattfrjáls og skoða þurfi tekjutengingar barna- og vaxtabótakerfisins. „Varðandi bótakerfin, þegar við erum að gera kjarasamninga og reyna að auka ráðstöfunartekjur fólks, eins og þetta snýst alltaf um. Þegar við erum með tekjutengingar á bótunum eins og hefur verið er ekki hægt að heimfæra þetta eingöngu á stefnu stjórnvalda í það að minnka bætur, það gerist bara sjálfkrafa út af tekjutengingum þar sem þær fylgja ekki launaþróuninni,” segir Ragnar. Hann segir að koma þurfi barnabótakerfinu og húsnæðisstuðningi til þeirra sem þurfa mest á því að halda. „Líka það þegar við erum að semja um launahækkanir og laun almennt. Að við séum ekki að horfa á þessar kaupmáttarkrónur, oft þær fáu sem við náum í gegnum kjarasamninga, vera étnar upp annars staðar í kerfinu. Það er það sem við erum að kalla eftir að breytist,” segir hann. Forystumenn atvinnulífsins hafa ítrekað varað við því ef farið verði fram á of miklar launakröfur muni það leiða til óðaverðbólgu og draga úr kaupmætti. „Ef að þetta er það sem er til skiptanna. Það sem kemur núna frá ríkisstjórninni í gegnum fjárlagafrumvarpið og yfirlýsingar Seðlabanka og atvinnulífsins þá er það ávísun á mjög hörð átök,” segir hann.Hlusta má á kafla Sprengisands sem fréttin snýr að hér að neðan. Þar fyrir neðan má hlusta á allan þáttinn.
Kjaramál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira