Tætir í sig „framsækna“ sáttatillögu Eyþórs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2018 10:41 Anna Sigrún segist ekki hafa verið í beinu sambandi við breska manninn enda sé kona hans sú virka í stuðningshópnum. Vísir/GVA Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarkona Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans, virðist lítið spennt fyrir tillögu sem Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram á fundi borgarstjórnar eftir hádegi. Fjallað er um tillöguna í Morgunblaðinu í dag þar sem Eyþór segir tillögu sína framsækna en um leið sáttatillögu. Eyþór leggur til að borgin „hafi frumkvæði að því að velja heppilegan stað fyrir uppbyggingu á öðru sjúkrahúsi í borginni með tilliti til samgangna, íbúa- og atvinnuþróunar og öryggismála. Starfshópur yrði skipaður undir forystu Reykjavíkurborgar með það í huga að niðurstaða gæti legið fyrir um mitt ár 2019,“ segir um tillöguna í Morgunblaðinu í dag. Anna Sigrún virðist snúast í hringi varðandi tillöguna.Skautað hratt yfir sögu byggingu nýs spítala við Hringbraut.„Nú veit ég ekki hverjir eiga að sættast með þessari tillögu en hún er amk ekki framsækin. Þeir sem eru ósáttir við staðsetningu við Hringbraut verða það àfram svo ekki eru það þeir,“ segir Anna Sigrún. „Hins vegar er áhersla Eyþórs á lækna í þessu vísbending um að þarna er á ferðinni tillaga um uppbyggingu sjúkrahúss fyrir sérgreinalækna og líklega liggur þar hundurinn grafinn. Þetta er ekki framsækið þar sem sú hugmynd hefur áður verið viðruð og horft til gamla Borgarspítalans í því tilliti.“ Anna Sigrún segir það fásinnu að Reykjavíkurborg taki forystu og þannig afstöðu í þeim hugmyndafræðilegu átökum sem geysi í ríkisstjórnarsamstarfinu, eins og hún kemst að orði.Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Vísir/VilhelmHagfræðistofnun Háskóla Íslands og endurskoðunarfyrirtækið KPMG skiluðu skýrslum árið 2015 þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að núverandi staðarval væri heppilegast fyrir nýjan spítala. Ríkisstjórnin hyggst verja 7,2 milljörðum króna á næsta ári til framkvæmda við nýjan Landspítala samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var á dögunum. Framkvæmdir eru hafnar við nýjan meðferðarkjarna á Hringbrautinni. Verið er að gera bílastæði við BSÍ og úti við Eiríksgötu er verið að leggja nýja vatnslögn. Framkvæmdir verða farnar á fullt í haust og er áætlað að þær standi yfir í tuttugu mánuði. Þingmenn Miðflokksins lögðu fram þingsályktunartillögu í janúar um að ný, óháð og fagleg staðarvalsgreining yrði unnin fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús. Borgarstjórn Landspítalinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarkona Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans, virðist lítið spennt fyrir tillögu sem Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram á fundi borgarstjórnar eftir hádegi. Fjallað er um tillöguna í Morgunblaðinu í dag þar sem Eyþór segir tillögu sína framsækna en um leið sáttatillögu. Eyþór leggur til að borgin „hafi frumkvæði að því að velja heppilegan stað fyrir uppbyggingu á öðru sjúkrahúsi í borginni með tilliti til samgangna, íbúa- og atvinnuþróunar og öryggismála. Starfshópur yrði skipaður undir forystu Reykjavíkurborgar með það í huga að niðurstaða gæti legið fyrir um mitt ár 2019,“ segir um tillöguna í Morgunblaðinu í dag. Anna Sigrún virðist snúast í hringi varðandi tillöguna.Skautað hratt yfir sögu byggingu nýs spítala við Hringbraut.„Nú veit ég ekki hverjir eiga að sættast með þessari tillögu en hún er amk ekki framsækin. Þeir sem eru ósáttir við staðsetningu við Hringbraut verða það àfram svo ekki eru það þeir,“ segir Anna Sigrún. „Hins vegar er áhersla Eyþórs á lækna í þessu vísbending um að þarna er á ferðinni tillaga um uppbyggingu sjúkrahúss fyrir sérgreinalækna og líklega liggur þar hundurinn grafinn. Þetta er ekki framsækið þar sem sú hugmynd hefur áður verið viðruð og horft til gamla Borgarspítalans í því tilliti.“ Anna Sigrún segir það fásinnu að Reykjavíkurborg taki forystu og þannig afstöðu í þeim hugmyndafræðilegu átökum sem geysi í ríkisstjórnarsamstarfinu, eins og hún kemst að orði.Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Vísir/VilhelmHagfræðistofnun Háskóla Íslands og endurskoðunarfyrirtækið KPMG skiluðu skýrslum árið 2015 þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að núverandi staðarval væri heppilegast fyrir nýjan spítala. Ríkisstjórnin hyggst verja 7,2 milljörðum króna á næsta ári til framkvæmda við nýjan Landspítala samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var á dögunum. Framkvæmdir eru hafnar við nýjan meðferðarkjarna á Hringbrautinni. Verið er að gera bílastæði við BSÍ og úti við Eiríksgötu er verið að leggja nýja vatnslögn. Framkvæmdir verða farnar á fullt í haust og er áætlað að þær standi yfir í tuttugu mánuði. Þingmenn Miðflokksins lögðu fram þingsályktunartillögu í janúar um að ný, óháð og fagleg staðarvalsgreining yrði unnin fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús.
Borgarstjórn Landspítalinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira