Ráðherra verði að sjá til þess að dómnum verði ekki áfrýjað Elín Margrét Böðvarsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 19. september 2018 20:30 Formaður samtaka heilbrigðisfyrirtækja fagnar dómi héraðsdóms um að fella úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að meina sérfræðilækni um aðild að rammasamningi. Niðurstaðan sé aftur á móti áfellisdómur yfir stjórnsýslunni. Hann kallar eftir samtali við yfirvöld um framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í gær úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að hafna umsókn Ölmu Gunnarsdóttur, sérfræðings í háls-, nef-, og eyrnalækningum um aðild að rammasamningi SÍ og sérgreinalækna. Fleiri íslenskir sérfræðilæknar sem hafa ætlað sér að koma heim til vinnu en verið hafnað um aðild að rammasamkomulaginu og hefur mál Önnu Björnsdóttur, sérfræðings í Parkinsons-sjúkradómnum vakið mikla athygli en Velferðarráðuneytið hafnaði umsókn hennar um aðild, þrátt fyrir að skortur væri á taugalæknum á Íslandi en hún opnaði nýverið stofu hér á landi. Í kjölfar dómsins í gær sagði Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga að hann teldi farsælast að áfrýja ekki dómnum. Því er formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja sammála, en hann á sæti í samninganefnd sérfræðilækna hjá Læknafélagi Reykjavíkur. „Þetta er nú það sem við vorum búin að leggja upp með, okkar lögfræðingar voru búnir að teikna þetta upp fyrir okkur, að þetta hlyti að fara svona. Við fögnum hins vegar niðurstöðunni og erum afskaplega ánægð með að þetta mál sé komið á hreint og vonum að þetta verði endirinn á þessu máli,“ segir Stefán. „Það sem er kannski áfellisdómur í þessari niðurstöðu er það að stjórnsýslan hún er ekki að virka sem skyldi. Við verðum að athuga það að þessi samningur er gerður milli viðkomandi læknis og sjúkratrygginga Íslands. Síðan gerist það að ráðherra heilbrigðismála tekur fram fyrir stofnuninni og segir: „Þið brjótið samninginn.“Samningur rennur úr gildi um áramót Þetta segir Stefán vera alvarlegt mál. „Við öll í þessu landi við búum við það að samningar sem eru gerðir þeir standa og yfirleitt er í samningum uppsagnarákvæði og menn hefðu getað farið þá leið ef þeir hefðu viljað en það var ekki gert.“ Rammasamningur rennur út eftir þrjá mánuði og óvíst hvað tekur við. Ráðuneytið hefur að sögn Stefáns haft lítið samráð við fagaðila. „Nú veit ég ekki hvað ráðuneytið er að gera, okkur er haldið eiginlega utan við það. Það var haldinn einn svokallaður samráðsfundur 2. júlí þar sem ráðherra hafði glærusýningu um hitt og þetta en kom ekkert samningnum við. Það er reyndar búið að boða annan viðlíka fund á mánudaginn en engan samningafund og það er slæmt,“ segir Stefán. Tíminn sé runninn út og ef til standi að gera einhverjar meiriháttar breytingar þá krefjist það lengri tíma. „Núverandi ráðherra hefur talað mjög fjálglega um einhverjar grundvallarbreytingar sem hún telur þörf á. Ég sé það ekki en auðvitað erum við alltaf tilbúin til viðtals, það hefur aldrei staðið á okkur,“ segir Stefán sem kallar eftir auknu samráði við fagaðila. „Innan ráðuneytisins er verið að vinna að einhverju sem heitir heilbrigðisstefna. Það veit enginn hvað er í þessu plaggi, fagaðilar hafa ekki verið kallaðir að borðinu og við höfum áhyggjur af því. Ef við ætlum að byggja hér upp gott heilbrigðiskerfi þá verður að vera samráð og það verður að vera samtal. Núna held ég að ráðherra verði að sjá til þess að dómnum verði ekki áfrýjað og við tökum upp samtal um góða uppbyggingu á íslensku heilbrigðiskerfi.“ Tengdar fréttir Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. 18. september 2018 15:21 Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 Forstjóri Sjúkratrygginga kátur með niðurstöðu héraðsdóms Synjun Sjúkratrygginga á aðild sérgreinalæknis að rammasamningi var felld úr gildi í gær. Læknar utan samningsins þurfa að rukka sjúklinga sína um umtalsvert hærri upphæð en ella. 19. september 2018 06:00 Ráðherra ekki tekið ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýjað Svandís Svavarsdóttir fundaði með ríkislögmanni síðdegis í dag þar sem farið var yfir dóm héraðsdóms í máli sérfræðilæknis gegn ríkinu. 19. september 2018 18:13 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Formaður samtaka heilbrigðisfyrirtækja fagnar dómi héraðsdóms um að fella úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að meina sérfræðilækni um aðild að rammasamningi. Niðurstaðan sé aftur á móti áfellisdómur yfir stjórnsýslunni. Hann kallar eftir samtali við yfirvöld um framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í gær úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að hafna umsókn Ölmu Gunnarsdóttur, sérfræðings í háls-, nef-, og eyrnalækningum um aðild að rammasamningi SÍ og sérgreinalækna. Fleiri íslenskir sérfræðilæknar sem hafa ætlað sér að koma heim til vinnu en verið hafnað um aðild að rammasamkomulaginu og hefur mál Önnu Björnsdóttur, sérfræðings í Parkinsons-sjúkradómnum vakið mikla athygli en Velferðarráðuneytið hafnaði umsókn hennar um aðild, þrátt fyrir að skortur væri á taugalæknum á Íslandi en hún opnaði nýverið stofu hér á landi. Í kjölfar dómsins í gær sagði Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga að hann teldi farsælast að áfrýja ekki dómnum. Því er formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja sammála, en hann á sæti í samninganefnd sérfræðilækna hjá Læknafélagi Reykjavíkur. „Þetta er nú það sem við vorum búin að leggja upp með, okkar lögfræðingar voru búnir að teikna þetta upp fyrir okkur, að þetta hlyti að fara svona. Við fögnum hins vegar niðurstöðunni og erum afskaplega ánægð með að þetta mál sé komið á hreint og vonum að þetta verði endirinn á þessu máli,“ segir Stefán. „Það sem er kannski áfellisdómur í þessari niðurstöðu er það að stjórnsýslan hún er ekki að virka sem skyldi. Við verðum að athuga það að þessi samningur er gerður milli viðkomandi læknis og sjúkratrygginga Íslands. Síðan gerist það að ráðherra heilbrigðismála tekur fram fyrir stofnuninni og segir: „Þið brjótið samninginn.“Samningur rennur úr gildi um áramót Þetta segir Stefán vera alvarlegt mál. „Við öll í þessu landi við búum við það að samningar sem eru gerðir þeir standa og yfirleitt er í samningum uppsagnarákvæði og menn hefðu getað farið þá leið ef þeir hefðu viljað en það var ekki gert.“ Rammasamningur rennur út eftir þrjá mánuði og óvíst hvað tekur við. Ráðuneytið hefur að sögn Stefáns haft lítið samráð við fagaðila. „Nú veit ég ekki hvað ráðuneytið er að gera, okkur er haldið eiginlega utan við það. Það var haldinn einn svokallaður samráðsfundur 2. júlí þar sem ráðherra hafði glærusýningu um hitt og þetta en kom ekkert samningnum við. Það er reyndar búið að boða annan viðlíka fund á mánudaginn en engan samningafund og það er slæmt,“ segir Stefán. Tíminn sé runninn út og ef til standi að gera einhverjar meiriháttar breytingar þá krefjist það lengri tíma. „Núverandi ráðherra hefur talað mjög fjálglega um einhverjar grundvallarbreytingar sem hún telur þörf á. Ég sé það ekki en auðvitað erum við alltaf tilbúin til viðtals, það hefur aldrei staðið á okkur,“ segir Stefán sem kallar eftir auknu samráði við fagaðila. „Innan ráðuneytisins er verið að vinna að einhverju sem heitir heilbrigðisstefna. Það veit enginn hvað er í þessu plaggi, fagaðilar hafa ekki verið kallaðir að borðinu og við höfum áhyggjur af því. Ef við ætlum að byggja hér upp gott heilbrigðiskerfi þá verður að vera samráð og það verður að vera samtal. Núna held ég að ráðherra verði að sjá til þess að dómnum verði ekki áfrýjað og við tökum upp samtal um góða uppbyggingu á íslensku heilbrigðiskerfi.“
Tengdar fréttir Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. 18. september 2018 15:21 Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 Forstjóri Sjúkratrygginga kátur með niðurstöðu héraðsdóms Synjun Sjúkratrygginga á aðild sérgreinalæknis að rammasamningi var felld úr gildi í gær. Læknar utan samningsins þurfa að rukka sjúklinga sína um umtalsvert hærri upphæð en ella. 19. september 2018 06:00 Ráðherra ekki tekið ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýjað Svandís Svavarsdóttir fundaði með ríkislögmanni síðdegis í dag þar sem farið var yfir dóm héraðsdóms í máli sérfræðilæknis gegn ríkinu. 19. september 2018 18:13 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. 18. september 2018 15:21
Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13
Forstjóri Sjúkratrygginga kátur með niðurstöðu héraðsdóms Synjun Sjúkratrygginga á aðild sérgreinalæknis að rammasamningi var felld úr gildi í gær. Læknar utan samningsins þurfa að rukka sjúklinga sína um umtalsvert hærri upphæð en ella. 19. september 2018 06:00
Ráðherra ekki tekið ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýjað Svandís Svavarsdóttir fundaði með ríkislögmanni síðdegis í dag þar sem farið var yfir dóm héraðsdóms í máli sérfræðilæknis gegn ríkinu. 19. september 2018 18:13