Nefnd um sjúkraþyrluflug klofnaði í afstöðu sinni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. september 2018 17:53 Þörfin fyrir sjúkraflutninga með þyrlum hér á landi mun fara vaxandi á næstu árum ef fram fer sem horfir en til skoðunar er að staðsetja sérstaka sjúkraþyrlu á Suðurland. Meirihluti nefndarinnar mælir þó með því að styrkja frekar viðbragð Landhelgisgæslunnar. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps sem heilbrigðisráðherra skipaði í febrúar, um aukna aðkomu þyrlna að sjúkraflugi. Ekki var samstaða innan starfshópsins um hvaða leið yrði fyrir valinu og því tvær tillögur lagðar til. Annars vegar að styrkja viðbragð Landhelgisgæslunnar með fleiri áhöfnum með það að markmiði að koma á staðarvöktum á björgunarþyrlum og hins vegar að stofnsetja sérstaka sjúkraþyrlu með stuttum útkallstíma og sérhæfðum mannskap. Starfshópurinn var einhuga hvað varðar mikilvægi þess að auka eins og kostur er sjúkraflutninga með þyrlum og jafnframt nauðsyn þess að gæta hagkvæmni í ríkisrekstri en bar ekki saman um hvernig þeim markmiðum skyldi ná.Báðar leiðar dýrar Á suðvestursvæði landsins, utan höfuðborgarsvæðisins, eru um átta þúsund og sjö hundruð útköll sjúkrabíla á ári. Þar af eru fimmtán hundruð þeirra í hæsta forgangi þar sem lífi eða lífum er ógnað. Í skýrslunni kemur fram að áætla megi að þyrla myndi nýtast í um það bil einum þriðja þeirra útkalla, eða að minnsta kosti fimm hundruð útköllum á ári. Með þessu mætti því minnka álag á sjúkraflutningum í dreifbýli. Sjúkraflutningar hafa aukist umtalsvert hér á landi en helstu ástæðurnar eru breytt framboð heilbrigðisþjónustu og fjölgun erlendra ferðamanna. Á árunum 2014–2017 jókst umfang sjúkraflutninga um allt að 37% þar sem mest var, á Suðurlandi, Suðurnesjum og Akureyri. Þá hefur aukning í sjúkraflugi endurspeglað minna framboð sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu utan stærstu þéttbýliskjarna. Hvor leiðin sem yrði fyrir valinu er kostnaðarsöm. Að styrkja viðbragð Landhelgisgæslunnar gæti numið allt að sö hundruð milljónir á ári en meðan kostnaður við sérstaka sjúkraþyrlu væri á bilinu fimm hundruð til átta hundruð og áttatíu milljónum á ári, en það væri eftir því hvernig þyrla yrði valin til þjónustunnar. Sjúkraflutningar Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Fleiri fréttir Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Sjá meira
Þörfin fyrir sjúkraflutninga með þyrlum hér á landi mun fara vaxandi á næstu árum ef fram fer sem horfir en til skoðunar er að staðsetja sérstaka sjúkraþyrlu á Suðurland. Meirihluti nefndarinnar mælir þó með því að styrkja frekar viðbragð Landhelgisgæslunnar. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps sem heilbrigðisráðherra skipaði í febrúar, um aukna aðkomu þyrlna að sjúkraflugi. Ekki var samstaða innan starfshópsins um hvaða leið yrði fyrir valinu og því tvær tillögur lagðar til. Annars vegar að styrkja viðbragð Landhelgisgæslunnar með fleiri áhöfnum með það að markmiði að koma á staðarvöktum á björgunarþyrlum og hins vegar að stofnsetja sérstaka sjúkraþyrlu með stuttum útkallstíma og sérhæfðum mannskap. Starfshópurinn var einhuga hvað varðar mikilvægi þess að auka eins og kostur er sjúkraflutninga með þyrlum og jafnframt nauðsyn þess að gæta hagkvæmni í ríkisrekstri en bar ekki saman um hvernig þeim markmiðum skyldi ná.Báðar leiðar dýrar Á suðvestursvæði landsins, utan höfuðborgarsvæðisins, eru um átta þúsund og sjö hundruð útköll sjúkrabíla á ári. Þar af eru fimmtán hundruð þeirra í hæsta forgangi þar sem lífi eða lífum er ógnað. Í skýrslunni kemur fram að áætla megi að þyrla myndi nýtast í um það bil einum þriðja þeirra útkalla, eða að minnsta kosti fimm hundruð útköllum á ári. Með þessu mætti því minnka álag á sjúkraflutningum í dreifbýli. Sjúkraflutningar hafa aukist umtalsvert hér á landi en helstu ástæðurnar eru breytt framboð heilbrigðisþjónustu og fjölgun erlendra ferðamanna. Á árunum 2014–2017 jókst umfang sjúkraflutninga um allt að 37% þar sem mest var, á Suðurlandi, Suðurnesjum og Akureyri. Þá hefur aukning í sjúkraflugi endurspeglað minna framboð sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu utan stærstu þéttbýliskjarna. Hvor leiðin sem yrði fyrir valinu er kostnaðarsöm. Að styrkja viðbragð Landhelgisgæslunnar gæti numið allt að sö hundruð milljónir á ári en meðan kostnaður við sérstaka sjúkraþyrlu væri á bilinu fimm hundruð til átta hundruð og áttatíu milljónum á ári, en það væri eftir því hvernig þyrla yrði valin til þjónustunnar.
Sjúkraflutningar Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Fleiri fréttir Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Sjá meira