Enn hætta í Hítardal Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. ágúst 2018 19:30 Enn er hætta á skriðuhlaupi í Fagraskógarfjalli í Hítardal eftir framhlaupið sumar sem olli mikilli eyðilegginu á landi. Nýtt sprungusár hefur myndast í fjallinu og ekki er hægt að segja til um hvenær bergið losnar frá. Framhlaupið í Fagraskógarfjalli 7. júlí er með því stærra sem orðið hefur á Íslandi og telja sérfræðingar að hlaupið hafi komið hratt niður eða farið um 40-50 metra á sekúndu. Aftur hrundi úr toppi framhlaupsins tæpri viku síðar og síðan þá hefur myndast myndarleg sprunga í innanverðu skriðusárinu. Talið er að spildan sem sé að losna frá fjallinu sé á bilinu 50-150 þúsund rúmmetrar og er fólki enn ráðlagt að vera ekki á þessu slóðum. „Við eigum alveg von á því að það getir hrunið þarna úr á næstu dögum, vikum eða jafnvel mánuðum,“ segir Jón Kristinn Helgason, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Ekki er talið að ef skriðan falli að hún fari aðra leið en framhlaupið í sumar. Jón segir að hægt sé að sjá svona hreyfingar fyrir með gervihnattagreiningum en sérfræðingar urðu fyrst varir við hreyfingar í Hítardal fyrir þremur árum. Ekki liggur fyrir hvað olli framhlaupinu í sumar en ekki er talið ólíklegt að rigning og veðurfar hafi átt hlut að máli. Áður hefur það þekkst að sérfræðingar hafi komið af stað snjó- eða berghlaupi til að afstýra náttúru vá en það hefur ekki verið rætt vegna sprungunnar í Hítardal. „Við höfum svona aðeins velt þessu fyrir okkur: kannski það sem yrði erfiðast væri að koma sprengibúnaðinum fyrir því þá væru við að setja sérfræðingana í hættu, þannig að það þyrfti þá að ræða hvaða lausnir væri hentugar í þessu. Það hefur nú verið gert, eins og í Gleiðarhjalla fyrir ofan Ísafjörð að þá voru sprengdir niður steinar til að draga úr grjóthrunshættu. Þannig að þetta hefur verið gert en aðstæður þar eru kannski mun þægilegri heldur en aðstæður eru þarna núna,“ segir Jón Kristinn. Sprungan sem hefur myndast er um 70-80 metrar að lengd og er í um 20-30 metra fjarlægð frá brún fjallsins. Hæð spildunnar sem gæti fallið er um 100 metrar. Jón segir að stórar skriður hafa verið áberandi á undanförnum árum og ekki hægt að útiloka að stórar skriður séu að verða tíðari vegna loftslagsbreytinga. Erfitt sé þó að fullyrða um þetta vegna þess að tilvikin eru fá og langan tíma þarf til þess að breyting verði tölfræðilega marktæk.Uppfært:Jón Kristinn Helgason, jarðfræðingur vildi árétta að sérfræðingar hafi séð hreyfingar á svæðinu í Fagraskógarfjalli þegar farið var að skoða gervihnattamyndir aftur í tímann og að þar hafi sést að hreyfingar hafi hafist í fjallinu fyrir þremur árum. Hann vonast til þess að þá tækni sé hægt að nota til að greina fleiri svæði. Þá segir hann að berghlaup hafi ekki áður verið srengd fram heldur aðeins minni skriður og það með misgóðum árangri. Tengdar fréttir Afdrif laxveiði í Hítará er stærsta málið Margra mannhæða hátt lag af aur og grjóti breiddi sig yfir hluta Hítarár þegar skriða féll úr Fagraskógarfjalli aðfaranótt laugardags. Gífurlegt tjón varð á beitar- og veiðilöndum. Alls óvíst er hvort hægt er að moka framburðinum til svo áin renni í sinn gamla farveg. 9. júlí 2018 08:00 Ráðleggja fólki að halda sig fjarri Fagraskógarfjalli Sprunga hefur myndast innnan við sár skriðunnar sem féll úr Fagraskógarfjalli í Hítardal 7. júlí síðastliðinn. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 13. ágúst 2018 19:47 Svæðið í Fagraskógarfjalli var á hreyfingu í einhvern tíma áður en skriðan féll Veðurstofan segir að ekki sé hægt að útiloka að stórar skriður séu að verða tíðari vegna loftslagsbreytinga. 21. júlí 2018 10:21 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Sjá meira
Enn er hætta á skriðuhlaupi í Fagraskógarfjalli í Hítardal eftir framhlaupið sumar sem olli mikilli eyðilegginu á landi. Nýtt sprungusár hefur myndast í fjallinu og ekki er hægt að segja til um hvenær bergið losnar frá. Framhlaupið í Fagraskógarfjalli 7. júlí er með því stærra sem orðið hefur á Íslandi og telja sérfræðingar að hlaupið hafi komið hratt niður eða farið um 40-50 metra á sekúndu. Aftur hrundi úr toppi framhlaupsins tæpri viku síðar og síðan þá hefur myndast myndarleg sprunga í innanverðu skriðusárinu. Talið er að spildan sem sé að losna frá fjallinu sé á bilinu 50-150 þúsund rúmmetrar og er fólki enn ráðlagt að vera ekki á þessu slóðum. „Við eigum alveg von á því að það getir hrunið þarna úr á næstu dögum, vikum eða jafnvel mánuðum,“ segir Jón Kristinn Helgason, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Ekki er talið að ef skriðan falli að hún fari aðra leið en framhlaupið í sumar. Jón segir að hægt sé að sjá svona hreyfingar fyrir með gervihnattagreiningum en sérfræðingar urðu fyrst varir við hreyfingar í Hítardal fyrir þremur árum. Ekki liggur fyrir hvað olli framhlaupinu í sumar en ekki er talið ólíklegt að rigning og veðurfar hafi átt hlut að máli. Áður hefur það þekkst að sérfræðingar hafi komið af stað snjó- eða berghlaupi til að afstýra náttúru vá en það hefur ekki verið rætt vegna sprungunnar í Hítardal. „Við höfum svona aðeins velt þessu fyrir okkur: kannski það sem yrði erfiðast væri að koma sprengibúnaðinum fyrir því þá væru við að setja sérfræðingana í hættu, þannig að það þyrfti þá að ræða hvaða lausnir væri hentugar í þessu. Það hefur nú verið gert, eins og í Gleiðarhjalla fyrir ofan Ísafjörð að þá voru sprengdir niður steinar til að draga úr grjóthrunshættu. Þannig að þetta hefur verið gert en aðstæður þar eru kannski mun þægilegri heldur en aðstæður eru þarna núna,“ segir Jón Kristinn. Sprungan sem hefur myndast er um 70-80 metrar að lengd og er í um 20-30 metra fjarlægð frá brún fjallsins. Hæð spildunnar sem gæti fallið er um 100 metrar. Jón segir að stórar skriður hafa verið áberandi á undanförnum árum og ekki hægt að útiloka að stórar skriður séu að verða tíðari vegna loftslagsbreytinga. Erfitt sé þó að fullyrða um þetta vegna þess að tilvikin eru fá og langan tíma þarf til þess að breyting verði tölfræðilega marktæk.Uppfært:Jón Kristinn Helgason, jarðfræðingur vildi árétta að sérfræðingar hafi séð hreyfingar á svæðinu í Fagraskógarfjalli þegar farið var að skoða gervihnattamyndir aftur í tímann og að þar hafi sést að hreyfingar hafi hafist í fjallinu fyrir þremur árum. Hann vonast til þess að þá tækni sé hægt að nota til að greina fleiri svæði. Þá segir hann að berghlaup hafi ekki áður verið srengd fram heldur aðeins minni skriður og það með misgóðum árangri.
Tengdar fréttir Afdrif laxveiði í Hítará er stærsta málið Margra mannhæða hátt lag af aur og grjóti breiddi sig yfir hluta Hítarár þegar skriða féll úr Fagraskógarfjalli aðfaranótt laugardags. Gífurlegt tjón varð á beitar- og veiðilöndum. Alls óvíst er hvort hægt er að moka framburðinum til svo áin renni í sinn gamla farveg. 9. júlí 2018 08:00 Ráðleggja fólki að halda sig fjarri Fagraskógarfjalli Sprunga hefur myndast innnan við sár skriðunnar sem féll úr Fagraskógarfjalli í Hítardal 7. júlí síðastliðinn. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 13. ágúst 2018 19:47 Svæðið í Fagraskógarfjalli var á hreyfingu í einhvern tíma áður en skriðan féll Veðurstofan segir að ekki sé hægt að útiloka að stórar skriður séu að verða tíðari vegna loftslagsbreytinga. 21. júlí 2018 10:21 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Sjá meira
Afdrif laxveiði í Hítará er stærsta málið Margra mannhæða hátt lag af aur og grjóti breiddi sig yfir hluta Hítarár þegar skriða féll úr Fagraskógarfjalli aðfaranótt laugardags. Gífurlegt tjón varð á beitar- og veiðilöndum. Alls óvíst er hvort hægt er að moka framburðinum til svo áin renni í sinn gamla farveg. 9. júlí 2018 08:00
Ráðleggja fólki að halda sig fjarri Fagraskógarfjalli Sprunga hefur myndast innnan við sár skriðunnar sem féll úr Fagraskógarfjalli í Hítardal 7. júlí síðastliðinn. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 13. ágúst 2018 19:47
Svæðið í Fagraskógarfjalli var á hreyfingu í einhvern tíma áður en skriðan féll Veðurstofan segir að ekki sé hægt að útiloka að stórar skriður séu að verða tíðari vegna loftslagsbreytinga. 21. júlí 2018 10:21