Starfshópur Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem skipaður var í kjölfar #metoo-yfirlýsinga íþróttakvenna, hefur skilað ráðherra tillögum um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi.
Tillögurnar voru kynntar ríkisstjórn fyrr í dag og almenningi á blaðamannafundi í ráðuneytinu klukkan 13:30 í dag.
Fundinum er lokið en nánar verður fjallað um efni fundarins síðar í dag á Vísi og í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Bein útsending: Tillögur kynntar um aðgerðir í íþrótta- og æskulýðsstarfi í kjölfar #metoo
