Enn ekki vitað hvenær 128 börn komast inn á leikskóla í Rekjavík Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. ágúst 2018 19:15 Óvíst er hvenær hægt verður að taka inn hundrað tuttugu og átta börn í leikskóla í Reykjavík vegna mönnunar vanda. Öll börn á leikskólaaldri, sem eru á biðlista, fá pláss takist að ráða í öll stöðugildi. Flokkarnir fjórir sem mynda meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur höfðu háleit markið um stefnu í skóla- og frístundamálum fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor en allir lofuðu þeir hærri launum, minna álagi og fleiri leikskólum svo fátt eitt sé nefnt. Píratar gengu lengra í sínum loforðum en aðrir og vildu að barni sem ekki hefur verið úthlutað leikskólaplássi fái greiðslur heim sem samsvari niðurgreiðslu borgarinnar, sem eru um 140 þúsund krónur á mánuði, þar til borgin hefur útvegað pláss. Þegar nýtt meirihluta samstarf var kynnt 12. júní síðastliðinn kom fram í stefnu flokkanna í Skóla- og frístundamálum að bæta ætti starfsumhverfi í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum með því að bæta kjör starfsfólks, stytta vinnuvikuna, minnka álag, draga úr skriffinnsku og auka faglegt frelsi fólks. Í mars tilkynntu borgaryfirvöld víðtækar aðgerðir í leikskólamálum fyrir haustið. Þar kom fram að fjölga ætti ungbarnadeildum um helming strax í haust, leikskólaplássum yrði fjölgað um allt að 800 og nýir leikskólar yrðu byggðir. Bil milli fæðingaorlofs og leikskóla yrði brúað og aukið verulega við fjárveitingar. Eitt af því sem einkennt hefur störf leikskólanna er mönnunarvandi og um hann var fjallað meðal annars á fundi Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar í dag. Skúli Helgason, formaður Skóla- og frístundaráðs ReykjavíkurborgarVísir/Baldur Hrafnkell Jónsson„Staðan er miklu betri en hún var í fyrra og reyndar betri en undanfarin tvö ár, þannig að það eru miklu fleiri börn sem komast inn á leikskólanna og þau eru yngri, þannig að það eru mjög jákvæð teikn á lofti,“ segir Skúli Helgason, formaður Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Óvíst hvenær 128 börn komast inn.Um 1400 ný börn hafa fengið boð um leikskólapláss í haust. Samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundaráði var í gær búið að ráða í nær 94% stöðugilda í 62 leikskólum borgarinnar ef miðað er við heildarfjölda stöðugilda í mars 2018. Enn á eftir að ráða í tæp 62 stöðugildi og vegna þessa er óvíst hvenær hægt verður að taka 128 börn inn sem þegar eiga pláss. Eru einhver börn sem eiga eftir að sitja heima í vetur og foreldrar sem eiga eftir að lenda í vandræðum? „Við höfum alltaf verið með það kerfi að, þetta eru svona takmörkuð gæði, það eru ekki öll börn á öllum aldri sem að komast inn,“ segir Skúli. Skúli segir aðgerðaráætlunina sem kynnt var í vor virka. „Markmiðið er þetta að yngri börn á þessum aldri 12-18 mánaða að þau komist inn í skilgreindum áföngum og við náum að bæta stöðuna verulega á þessu hausti,“ segir Skúli. Tengdar fréttir Allt að sex nýir leikskólar verði byggðir í Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í gær. 23. mars 2018 06:00 Borgin grípur til aðgerða í leikskólamálum Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í morgun. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800. 22. mars 2018 14:11 48 leikskólar fullmannaðir 48 leikskólar af 62 á vegum Reykjavíkurborgar eru nú fullmannaðir. 28. febrúar 2018 15:27 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Óvíst er hvenær hægt verður að taka inn hundrað tuttugu og átta börn í leikskóla í Reykjavík vegna mönnunar vanda. Öll börn á leikskólaaldri, sem eru á biðlista, fá pláss takist að ráða í öll stöðugildi. Flokkarnir fjórir sem mynda meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur höfðu háleit markið um stefnu í skóla- og frístundamálum fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor en allir lofuðu þeir hærri launum, minna álagi og fleiri leikskólum svo fátt eitt sé nefnt. Píratar gengu lengra í sínum loforðum en aðrir og vildu að barni sem ekki hefur verið úthlutað leikskólaplássi fái greiðslur heim sem samsvari niðurgreiðslu borgarinnar, sem eru um 140 þúsund krónur á mánuði, þar til borgin hefur útvegað pláss. Þegar nýtt meirihluta samstarf var kynnt 12. júní síðastliðinn kom fram í stefnu flokkanna í Skóla- og frístundamálum að bæta ætti starfsumhverfi í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum með því að bæta kjör starfsfólks, stytta vinnuvikuna, minnka álag, draga úr skriffinnsku og auka faglegt frelsi fólks. Í mars tilkynntu borgaryfirvöld víðtækar aðgerðir í leikskólamálum fyrir haustið. Þar kom fram að fjölga ætti ungbarnadeildum um helming strax í haust, leikskólaplássum yrði fjölgað um allt að 800 og nýir leikskólar yrðu byggðir. Bil milli fæðingaorlofs og leikskóla yrði brúað og aukið verulega við fjárveitingar. Eitt af því sem einkennt hefur störf leikskólanna er mönnunarvandi og um hann var fjallað meðal annars á fundi Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar í dag. Skúli Helgason, formaður Skóla- og frístundaráðs ReykjavíkurborgarVísir/Baldur Hrafnkell Jónsson„Staðan er miklu betri en hún var í fyrra og reyndar betri en undanfarin tvö ár, þannig að það eru miklu fleiri börn sem komast inn á leikskólanna og þau eru yngri, þannig að það eru mjög jákvæð teikn á lofti,“ segir Skúli Helgason, formaður Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Óvíst hvenær 128 börn komast inn.Um 1400 ný börn hafa fengið boð um leikskólapláss í haust. Samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundaráði var í gær búið að ráða í nær 94% stöðugilda í 62 leikskólum borgarinnar ef miðað er við heildarfjölda stöðugilda í mars 2018. Enn á eftir að ráða í tæp 62 stöðugildi og vegna þessa er óvíst hvenær hægt verður að taka 128 börn inn sem þegar eiga pláss. Eru einhver börn sem eiga eftir að sitja heima í vetur og foreldrar sem eiga eftir að lenda í vandræðum? „Við höfum alltaf verið með það kerfi að, þetta eru svona takmörkuð gæði, það eru ekki öll börn á öllum aldri sem að komast inn,“ segir Skúli. Skúli segir aðgerðaráætlunina sem kynnt var í vor virka. „Markmiðið er þetta að yngri börn á þessum aldri 12-18 mánaða að þau komist inn í skilgreindum áföngum og við náum að bæta stöðuna verulega á þessu hausti,“ segir Skúli.
Tengdar fréttir Allt að sex nýir leikskólar verði byggðir í Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í gær. 23. mars 2018 06:00 Borgin grípur til aðgerða í leikskólamálum Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í morgun. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800. 22. mars 2018 14:11 48 leikskólar fullmannaðir 48 leikskólar af 62 á vegum Reykjavíkurborgar eru nú fullmannaðir. 28. febrúar 2018 15:27 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Allt að sex nýir leikskólar verði byggðir í Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í gær. 23. mars 2018 06:00
Borgin grípur til aðgerða í leikskólamálum Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í morgun. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800. 22. mars 2018 14:11
48 leikskólar fullmannaðir 48 leikskólar af 62 á vegum Reykjavíkurborgar eru nú fullmannaðir. 28. febrúar 2018 15:27