Bjóða Sigríði Andersen þúsund evrur fyrir að segja af sér Sylvía Hall skrifar 21. ágúst 2018 22:01 Ungir jafnaðarmenn segja í yfirlýsingunni að þeir telji það vera ódýrara að greiða henni þúsund evrur fyrir að segja af sér frekar en að hún sitji áfram í embætti, og nefna Landsréttarmálið í því samhengi. Facebook Ungir jafnaðarmenn bjóðast til þess að greiða Sigríði Á. Andersen þúsund evrur fyrir að fara úr embætti dómsmálaráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hreyfingin sendi frá sér í kvöld. Í tilkynningunni segir að í ljósi nýrrar tilkynningar dómsmálaráðherra um nýja reglugerð sem heimilar stjórnvöldum að greiða hælisleitendum fyrir það að fara úr landi hafi Ungir jafnaðarmenn ályktað um afsögn hennar. Reglugerðin sem um ræðir er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda og sagði dómsmálaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hún gæti sparað ríkissjóði umtalsverða fjármuni til lengri tíma litið.Ungir jafnaðarmenn.Vísir/Berglind Petra Garðarsdóttir.Segja ráðherra nýta sér viðkvæma stöðu hælisleitenda Þá segja Ungir jafnaðarmenn Íslendinga ekki veita nógu mörgu flóttafólki hæli og segja reglugerðina vera forkastanlega leið til að „firra stjórnvöldum mannúðlegri ábyrgð“. „Ráðherra á ekki að nýta sér viðkvæma stöðu fólks og bjóða þeim peninga gegn því að þau afsali sér mannréttindum sínum. Því vilja Ungir jafnaðarmenn bjóða Sigríði 1000 evrur, sömu upphæð og hælisleitendum, fyrir að segja af sér embætti dómsmálaráðherra.“ Í tilkynningunni kalla Ungir jafnaðarmenn stefnu Sigríðar harðneskjulega og segir framkomu hennar hafa einkennst af því. Þá segja þeir reglugerðina „siðferðislega vafasama“ og að íslensk stjórnvöld ættu frekar að leita leiða til þess að hjálpa fólki, frekar en að vísa því frá. Hælisleitendur Tengdar fréttir Borga umsækjendum fyrir að hætta við Umsækjendur um alþjóðlega vernd sem draga umsókn sína til baka geta fengið allt að þúsund evra styrk frá íslenska ríkinu verði ný reglugerð að veruleika. Dómsmálaráðherra segir slíka styrki geta sparað ríkissjóði umtalsverða fjármuni til lengri tíma litið. 20. ágúst 2018 20:00 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Fleiri fréttir Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Sjá meira
Ungir jafnaðarmenn bjóðast til þess að greiða Sigríði Á. Andersen þúsund evrur fyrir að fara úr embætti dómsmálaráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hreyfingin sendi frá sér í kvöld. Í tilkynningunni segir að í ljósi nýrrar tilkynningar dómsmálaráðherra um nýja reglugerð sem heimilar stjórnvöldum að greiða hælisleitendum fyrir það að fara úr landi hafi Ungir jafnaðarmenn ályktað um afsögn hennar. Reglugerðin sem um ræðir er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda og sagði dómsmálaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hún gæti sparað ríkissjóði umtalsverða fjármuni til lengri tíma litið.Ungir jafnaðarmenn.Vísir/Berglind Petra Garðarsdóttir.Segja ráðherra nýta sér viðkvæma stöðu hælisleitenda Þá segja Ungir jafnaðarmenn Íslendinga ekki veita nógu mörgu flóttafólki hæli og segja reglugerðina vera forkastanlega leið til að „firra stjórnvöldum mannúðlegri ábyrgð“. „Ráðherra á ekki að nýta sér viðkvæma stöðu fólks og bjóða þeim peninga gegn því að þau afsali sér mannréttindum sínum. Því vilja Ungir jafnaðarmenn bjóða Sigríði 1000 evrur, sömu upphæð og hælisleitendum, fyrir að segja af sér embætti dómsmálaráðherra.“ Í tilkynningunni kalla Ungir jafnaðarmenn stefnu Sigríðar harðneskjulega og segir framkomu hennar hafa einkennst af því. Þá segja þeir reglugerðina „siðferðislega vafasama“ og að íslensk stjórnvöld ættu frekar að leita leiða til þess að hjálpa fólki, frekar en að vísa því frá.
Hælisleitendur Tengdar fréttir Borga umsækjendum fyrir að hætta við Umsækjendur um alþjóðlega vernd sem draga umsókn sína til baka geta fengið allt að þúsund evra styrk frá íslenska ríkinu verði ný reglugerð að veruleika. Dómsmálaráðherra segir slíka styrki geta sparað ríkissjóði umtalsverða fjármuni til lengri tíma litið. 20. ágúst 2018 20:00 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Fleiri fréttir Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Sjá meira
Borga umsækjendum fyrir að hætta við Umsækjendur um alþjóðlega vernd sem draga umsókn sína til baka geta fengið allt að þúsund evra styrk frá íslenska ríkinu verði ný reglugerð að veruleika. Dómsmálaráðherra segir slíka styrki geta sparað ríkissjóði umtalsverða fjármuni til lengri tíma litið. 20. ágúst 2018 20:00