Bolti í verðlaun til björgunarsveitarhunda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. ágúst 2018 19:00 Hundarnir Líf, Kjarkur, Skarpur, Skutull, Sara og Syrpa eiga það sameiginlegt að vera allir leitarhundar hjá björgunarsveitum. Hundarnir hafa eytt síðustu fjórum dögum með eigendum sínum og erlendum gestum þar sem víðavangsleitir hafa meðal annars verið æfðar. Björgunarhundasveit Íslands hefur staðið fyrir námstefnu á Skógum undir Eyjafjöllum síðustu daga um víðavangsleit með hundum. Verkefnið er hluti að Erasmus+ verkefni en auk fulltrúa frá Íslandi tóku fulltrúar frá systursamtökunum í Noregi, Englandi, Svíþjóð og Möltu þátt í námstefnunni. Í dag var komið að verklega þættinum sem fór fram við bæinn Sólheimahjáleigu skammt frá Sólheimajökli. „Hundarnir fara yfir svæði og nota nefið til að taka lykt af hinum týnda og strax og þeir eru komnir með lyktina þá rekja þeir sig að viðkomandi. Síðan höfum við tvær aðferðir til að þeir geti látið okkur vita, annars vegar erum við með bitkubb sem við setjum utan um hálsinn á hundunum, sem þeir taka upp í sig og bera til okkar og hins vegar koma þeir til okkar og gelta“, segir Ingimundur Magnússon formaður Björgunarhundasveitar Íslands Um 20 starfandi björgunarsveitarhundar eru í landinu í dag og einhverjir eru í þjálfun til að ná þeim réttindum. Erlendu gestir námstefnunnar voru mjög ánægðir með dagana á Skógum. Fréttamaður fékk að taka þátt í verklegum æfingunum með því að fela sig út í móa. Það tók tíkina Líf ekki nema örskotsstund að þefa sig að fundarstaðnum og láta síðan eigandann sinn vita að maður væri fundinn. „Líf er búin að hlaupa nokkra kílómetra við að leita af fóki, hún er orðin sjö ára og hefur því reynslu. Ég sendi hana af stað og bað hana að finna mann, aðstæður voru reyndar mjög góðar því það var töluverður vindur, hún fann þig nánast strax,“ segir Guðrún Katrín Jóhannsdóttir, eigandi Lífar og hundabjörgunarsveitarmaður í samtali við fréttamann. Sem þökk fyrir fundin fékk líf bolta í kjaftinn til að leika sér við en það eru verðlaun sem leitarhundar fá fyrir vel unnin störf. „Það snýst allt um boltann,“ bætir Guðrún Katrín hlæjandi við. Dýr Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Hundarnir Líf, Kjarkur, Skarpur, Skutull, Sara og Syrpa eiga það sameiginlegt að vera allir leitarhundar hjá björgunarsveitum. Hundarnir hafa eytt síðustu fjórum dögum með eigendum sínum og erlendum gestum þar sem víðavangsleitir hafa meðal annars verið æfðar. Björgunarhundasveit Íslands hefur staðið fyrir námstefnu á Skógum undir Eyjafjöllum síðustu daga um víðavangsleit með hundum. Verkefnið er hluti að Erasmus+ verkefni en auk fulltrúa frá Íslandi tóku fulltrúar frá systursamtökunum í Noregi, Englandi, Svíþjóð og Möltu þátt í námstefnunni. Í dag var komið að verklega þættinum sem fór fram við bæinn Sólheimahjáleigu skammt frá Sólheimajökli. „Hundarnir fara yfir svæði og nota nefið til að taka lykt af hinum týnda og strax og þeir eru komnir með lyktina þá rekja þeir sig að viðkomandi. Síðan höfum við tvær aðferðir til að þeir geti látið okkur vita, annars vegar erum við með bitkubb sem við setjum utan um hálsinn á hundunum, sem þeir taka upp í sig og bera til okkar og hins vegar koma þeir til okkar og gelta“, segir Ingimundur Magnússon formaður Björgunarhundasveitar Íslands Um 20 starfandi björgunarsveitarhundar eru í landinu í dag og einhverjir eru í þjálfun til að ná þeim réttindum. Erlendu gestir námstefnunnar voru mjög ánægðir með dagana á Skógum. Fréttamaður fékk að taka þátt í verklegum æfingunum með því að fela sig út í móa. Það tók tíkina Líf ekki nema örskotsstund að þefa sig að fundarstaðnum og láta síðan eigandann sinn vita að maður væri fundinn. „Líf er búin að hlaupa nokkra kílómetra við að leita af fóki, hún er orðin sjö ára og hefur því reynslu. Ég sendi hana af stað og bað hana að finna mann, aðstæður voru reyndar mjög góðar því það var töluverður vindur, hún fann þig nánast strax,“ segir Guðrún Katrín Jóhannsdóttir, eigandi Lífar og hundabjörgunarsveitarmaður í samtali við fréttamann. Sem þökk fyrir fundin fékk líf bolta í kjaftinn til að leika sér við en það eru verðlaun sem leitarhundar fá fyrir vel unnin störf. „Það snýst allt um boltann,“ bætir Guðrún Katrín hlæjandi við.
Dýr Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira