Lögum um ríkisborgararétt verður breytt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. ágúst 2018 20:00 Dómsmálaráðherra mun leggja til breytingar á lögum um veitingu ríkisborgararéttar á komandi þingvetri. Mál Litháa sem búið hefur á Íslandi um árabil hefur vakið mikla athygli en hann fær ekki ríkisborgararétt vegna umferðalagabrota. Til greina kemur að skoða hvort eðli brota ætti að hafi ólík áhrif að sögn dómsmálaráðherra. Þá sé afgreiðsla Alþingis á umsóknum um ríkisborgararétt farin að bera keim af stjórnsýsluafgreiðslu að sögn ráðherra.Í fréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við 23 ára Litháa sem búið hefur hér á landi í 17 ár en fær ekki ríkisborgararétt vegna hraðasekta sem hann hlaut á sínum yngri árum. Samkvæmt lögum má umsækjandi ekki hafa sætt sektum eða fangelsisrefsingu til að hljóta ríkisborgararétt. Frá því má þó víkja að liðnum biðtíma, ef ekki eru um endurtekin brot að ræða. Eðli brota skiptir ekki máli samkvæmt lögunum en þetta kemur til greina að endurskoða að sögn dómsmálaráðherra. „Það getur auðvitað og er eðlilegt að komi til skoðunar hvort að öll brot sæti þá sömu afleiðingum að þessu leyti. Menn nefna umferðarlagabrot en ég vil nú samt árétta það að það er nú mín afstaða í því að umferðarlagabrot eru ekki léttvæg og þegar um er að ræða ítrekuð umferðarlagabrot, hvort sem það er hraðaakstur eða ölvunarakstur þá eru það auðvitað ekki léttvæg brot,“ segir Sigríður. Meðal annars verði þessi þáttur tekinn skoðunar á Alþingi í vor. „Það kunna auðvitað að vera málefnaleg sjónarmið fyrir því að mönnum sé ekki þannig lagað refsað til eilífðar fyrir slík brot, heldur að tilteknum tíma liðnum að mönnum gefist þá kostur á að sækja aftur um ríkisborgararétt.“ Því verði þó ekki breytt nema með lagasetningu.Lögum verði breytt til samræmis við hækkun sekta Samkvæmt lögunum markast biðtíminn sem líða þarf frá broti og þar til hægt er að sækja um ríkisborgararétt meðal annars af upphæð sektar fyrir brot. Þess má geta að fyrr á þessu ári hækkuðu sektir við umferðarlagabrotum umtalsvert. „Það er brýnt að uppfæra lögin með tilliti til hækkunar sekta og verðlagsþróunar og þar fram eftir götunum. Og að því leyti er auðvitað bagalegt að sektarákvæðin, eða fjárhæðirnar, séu inni í löggjöfinni þannig að það kallar alltaf á lagabreytingu en það verður gert núna,“ segir Sigríður. Þá er að fleiri þáttum að huga. „Nú er það auðvitað þannig að löggjafinn tók ákvörðun um það fyrir margt löngu að bjóða ekki upp á matskennda ákvarðanir við veitingu ríkisborgararéttar og þess vegna eru lögin eins og þau eru. Það er að segja skýr og skorinorð og ótvíræð um þau skilyrði sem menn þurfa að uppfylla til að fá ríkisborgararétt, og þeir sem ekki uppfylla þau skilyrði hafa þá leitað til þingsins,“ segir Sigríður. Þróunin á þinginu hafi verið dálítið á þá leið að hún sé farin að bera keim af stjórnsýsluafgreiðslu. „Ég hef ekki greint annað en áhuga þingmanna á því að breyta þessu fyrirkomulagi að einhverju leyti,“ segir Sigríður. Tengdar fréttir Synjað um íslenskan ríkisborgararétt vegna hraðasekta 27. ágúst 2018 19:30 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Dómsmálaráðherra mun leggja til breytingar á lögum um veitingu ríkisborgararéttar á komandi þingvetri. Mál Litháa sem búið hefur á Íslandi um árabil hefur vakið mikla athygli en hann fær ekki ríkisborgararétt vegna umferðalagabrota. Til greina kemur að skoða hvort eðli brota ætti að hafi ólík áhrif að sögn dómsmálaráðherra. Þá sé afgreiðsla Alþingis á umsóknum um ríkisborgararétt farin að bera keim af stjórnsýsluafgreiðslu að sögn ráðherra.Í fréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við 23 ára Litháa sem búið hefur hér á landi í 17 ár en fær ekki ríkisborgararétt vegna hraðasekta sem hann hlaut á sínum yngri árum. Samkvæmt lögum má umsækjandi ekki hafa sætt sektum eða fangelsisrefsingu til að hljóta ríkisborgararétt. Frá því má þó víkja að liðnum biðtíma, ef ekki eru um endurtekin brot að ræða. Eðli brota skiptir ekki máli samkvæmt lögunum en þetta kemur til greina að endurskoða að sögn dómsmálaráðherra. „Það getur auðvitað og er eðlilegt að komi til skoðunar hvort að öll brot sæti þá sömu afleiðingum að þessu leyti. Menn nefna umferðarlagabrot en ég vil nú samt árétta það að það er nú mín afstaða í því að umferðarlagabrot eru ekki léttvæg og þegar um er að ræða ítrekuð umferðarlagabrot, hvort sem það er hraðaakstur eða ölvunarakstur þá eru það auðvitað ekki léttvæg brot,“ segir Sigríður. Meðal annars verði þessi þáttur tekinn skoðunar á Alþingi í vor. „Það kunna auðvitað að vera málefnaleg sjónarmið fyrir því að mönnum sé ekki þannig lagað refsað til eilífðar fyrir slík brot, heldur að tilteknum tíma liðnum að mönnum gefist þá kostur á að sækja aftur um ríkisborgararétt.“ Því verði þó ekki breytt nema með lagasetningu.Lögum verði breytt til samræmis við hækkun sekta Samkvæmt lögunum markast biðtíminn sem líða þarf frá broti og þar til hægt er að sækja um ríkisborgararétt meðal annars af upphæð sektar fyrir brot. Þess má geta að fyrr á þessu ári hækkuðu sektir við umferðarlagabrotum umtalsvert. „Það er brýnt að uppfæra lögin með tilliti til hækkunar sekta og verðlagsþróunar og þar fram eftir götunum. Og að því leyti er auðvitað bagalegt að sektarákvæðin, eða fjárhæðirnar, séu inni í löggjöfinni þannig að það kallar alltaf á lagabreytingu en það verður gert núna,“ segir Sigríður. Þá er að fleiri þáttum að huga. „Nú er það auðvitað þannig að löggjafinn tók ákvörðun um það fyrir margt löngu að bjóða ekki upp á matskennda ákvarðanir við veitingu ríkisborgararéttar og þess vegna eru lögin eins og þau eru. Það er að segja skýr og skorinorð og ótvíræð um þau skilyrði sem menn þurfa að uppfylla til að fá ríkisborgararétt, og þeir sem ekki uppfylla þau skilyrði hafa þá leitað til þingsins,“ segir Sigríður. Þróunin á þinginu hafi verið dálítið á þá leið að hún sé farin að bera keim af stjórnsýsluafgreiðslu. „Ég hef ekki greint annað en áhuga þingmanna á því að breyta þessu fyrirkomulagi að einhverju leyti,“ segir Sigríður.
Tengdar fréttir Synjað um íslenskan ríkisborgararétt vegna hraðasekta 27. ágúst 2018 19:30 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira