Hápunktur Hinsegin daga í dag Bergþór Másson skrifar 11. ágúst 2018 09:24 Mynd úr Gleðigöngunni í fyrra. Vísir / Vilhelm Hinsegin dagar hafa verið haldnir hátíðlegir í Reykjavík síðan á þriðjudaginn og taka enda á morgun, sunnudag. Í dag er gengin gleðiganga frá Hörpu að Hljómskálagarði, þar sem slegið verður síðan til útihátíðar. Seinna um kvöldið er síðan Pallaball í Gamla Bíó.Samkvæmt vefsíðu Hinsegin daga er gleðigangan hápunktur Hinsegin daga. „Í henni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar í einum hópi ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína, sýnileika og gleði, ásamt því að mina á þau baráttumál sem skipta hvað mestu máli hverju sinni.“ Gangan leggur af stað stundvíslega klukkan 14:00 frá gatnamótum Sæbrautar og Faxagötu. Gengið verður eftir Kalkofnsvegi, Lækjargötu, Fríkirkjuvegi og endað á Sóleyjargötu. Því verður Sæbraut vestan Snorrabrautar og Geirsgötu lokað klukkan 10:00 ásamt þeim götum sem liggja að Hljómskálagarði. Hinsegin dagar leggja áherslu á að þeir sem vilja ganga með, en hafa ekki sótt um þáttöku og eru ekki með sérstakt atriði, sláist í hópinn þegar að síðasti vagninn hefur farið framhjá. Beint eftir gönguna hefst útihátíð í Hljómskálagarðinum þar sem „fram koma glæsilegir skemmtikraftar og litríkar hljómsveitir sem fagna fjölbreytileikanum með gleði og söng“ segir á vefsíðu Hinsegin daga. Að lokum verður slegið til veislu í Gamla Bíó með Páli Óskari. Á vefsíðu Hinsegin daga kemur fram að það er „aldrei að vita nema óvæntir gestir líti við og stígi á svið með Palla.“ Hinsegin Tengdar fréttir Keyrir vörubíl Gleðigöngunnar í átjánda sinn 10. ágúst 2018 19:30 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Hinsegin dagar hafa verið haldnir hátíðlegir í Reykjavík síðan á þriðjudaginn og taka enda á morgun, sunnudag. Í dag er gengin gleðiganga frá Hörpu að Hljómskálagarði, þar sem slegið verður síðan til útihátíðar. Seinna um kvöldið er síðan Pallaball í Gamla Bíó.Samkvæmt vefsíðu Hinsegin daga er gleðigangan hápunktur Hinsegin daga. „Í henni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar í einum hópi ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína, sýnileika og gleði, ásamt því að mina á þau baráttumál sem skipta hvað mestu máli hverju sinni.“ Gangan leggur af stað stundvíslega klukkan 14:00 frá gatnamótum Sæbrautar og Faxagötu. Gengið verður eftir Kalkofnsvegi, Lækjargötu, Fríkirkjuvegi og endað á Sóleyjargötu. Því verður Sæbraut vestan Snorrabrautar og Geirsgötu lokað klukkan 10:00 ásamt þeim götum sem liggja að Hljómskálagarði. Hinsegin dagar leggja áherslu á að þeir sem vilja ganga með, en hafa ekki sótt um þáttöku og eru ekki með sérstakt atriði, sláist í hópinn þegar að síðasti vagninn hefur farið framhjá. Beint eftir gönguna hefst útihátíð í Hljómskálagarðinum þar sem „fram koma glæsilegir skemmtikraftar og litríkar hljómsveitir sem fagna fjölbreytileikanum með gleði og söng“ segir á vefsíðu Hinsegin daga. Að lokum verður slegið til veislu í Gamla Bíó með Páli Óskari. Á vefsíðu Hinsegin daga kemur fram að það er „aldrei að vita nema óvæntir gestir líti við og stígi á svið með Palla.“
Hinsegin Tengdar fréttir Keyrir vörubíl Gleðigöngunnar í átjánda sinn 10. ágúst 2018 19:30 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira