Stuðningsmenn Miðflokksins neikvæðastir í garð #MeToo Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. ágúst 2018 10:25 Konur voru töluvert líklegri en karlar til að telja #MeToo-umræðuna jákvæða fyrir íslenskt samfélag. Myndvinnsla/Garðar Meirihluti landsmanna telur umræðu undanfarinna mánaða um #MeToo-hreyfinguna jákvæða fyrir íslenskt samfélag. Þetta kemur fram í könnun MMR. Tæp 71 prósent svarenda sögðu umræðuna jákvæða og þar af sögðu 37 prósent #MeToo-umræðuna mjög jákvæða. 17 prósent svarenda töldu umræðuna hvorki jákvæða né neikvæða en tæp 13 prósent töldu hana neikvæða, þar af 5 prósent mjög neikvæða. Þá var töluverður munur á afstöðu svarenda eftir lýðfræðihópum en konur voru til að mynda töluvert líklegri en karlar til að telja #MeToo-umræðuna jákvæða fyrir íslenskt samfélag. 82 prósent kvenna sögðu umræðuna jákvæða en 60 prósent karla voru sama sinnis. 46 prósent kvenna sögðu #MeToo-umræðuna mjög jákvæða en einungis 27 prósent karla. Karlar (18 prósent) voru hins vegar líklegri heldur en konur (7 prósent) til að segja umræðuna neikvæða en 8 prósent karla kváðu umræðuna vera mjög neikvæða fyrir samfélagið.Vinstri græn jákvæðust en Miðflokksfólk neiðkvæðast Einnig var nokkuð afgerandi munur á afstöðu svarenda eftir stjórnmálaskoðunum. Stuðningsfólk Samfylkingar (87 prósent) og Vinstri grænna (91 prósent) var líklegast allra til að telja #MeToo-umræðuna vera jákvæða fyrir íslenskt samfélag. 32 prósent stuðningsmanna Miðflokksins, 22 prósent stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks og 16 prósent stuðningsmanna Flokks fólksins sögðu umræðuna hins vegar neikvæða fyrir samfélagið. Tæp 17 prósent stuðningsfólks Miðflokksins sögðu umræðuna mjög neikvæða. Könnunin var framkvæmd dagana 16. til 22. maí 2018 og var heildarfjöldi svarenda 929 einstaklingar, 18 ára og eldri. MeToo Tengdar fréttir Elín frumsýnir #metoo lagið "Lagið er innblásið af #metoo hreyfingunni og textinn lýsir í rauninni þeim aðstæðum sem konur geta lent í t.d. að verða "óvart“ óléttar og þurfa kannski að takast á við það einar,“ segir tónlistarkonan Elín Halldórsdóttir sem frumsýnir nýtt lag á Vísi í dag. 8. ágúst 2018 11:30 „Meiri niðurlæging en nokkur manneskja á að upplifa“ Helga Sigrún Hermannsdóttir varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi í formi myndar sem fór í dreifingu á netinu og dúkkaði reglulega upp yfir fimm ára tímabil. Erfitt var fyrir Helgu að aðhafast nokkuð í málinu þar eð myndin var ekki af henni, en nafn hennar var þó ávallt samofið dreifingunni. 8. júlí 2018 09:00 Fegurðardrottning afsalaði sér titlinum eftir að keppnin gerði lítið úr #MeToo Fegurðardrottningin Maude Gorman afsalaði sér titlinum Miss Plymouth County eftir grínatriði sem gerði lítið úr #MeToo-hreyfingunni. 15. júlí 2018 21:36 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Meirihluti landsmanna telur umræðu undanfarinna mánaða um #MeToo-hreyfinguna jákvæða fyrir íslenskt samfélag. Þetta kemur fram í könnun MMR. Tæp 71 prósent svarenda sögðu umræðuna jákvæða og þar af sögðu 37 prósent #MeToo-umræðuna mjög jákvæða. 17 prósent svarenda töldu umræðuna hvorki jákvæða né neikvæða en tæp 13 prósent töldu hana neikvæða, þar af 5 prósent mjög neikvæða. Þá var töluverður munur á afstöðu svarenda eftir lýðfræðihópum en konur voru til að mynda töluvert líklegri en karlar til að telja #MeToo-umræðuna jákvæða fyrir íslenskt samfélag. 82 prósent kvenna sögðu umræðuna jákvæða en 60 prósent karla voru sama sinnis. 46 prósent kvenna sögðu #MeToo-umræðuna mjög jákvæða en einungis 27 prósent karla. Karlar (18 prósent) voru hins vegar líklegri heldur en konur (7 prósent) til að segja umræðuna neikvæða en 8 prósent karla kváðu umræðuna vera mjög neikvæða fyrir samfélagið.Vinstri græn jákvæðust en Miðflokksfólk neiðkvæðast Einnig var nokkuð afgerandi munur á afstöðu svarenda eftir stjórnmálaskoðunum. Stuðningsfólk Samfylkingar (87 prósent) og Vinstri grænna (91 prósent) var líklegast allra til að telja #MeToo-umræðuna vera jákvæða fyrir íslenskt samfélag. 32 prósent stuðningsmanna Miðflokksins, 22 prósent stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks og 16 prósent stuðningsmanna Flokks fólksins sögðu umræðuna hins vegar neikvæða fyrir samfélagið. Tæp 17 prósent stuðningsfólks Miðflokksins sögðu umræðuna mjög neikvæða. Könnunin var framkvæmd dagana 16. til 22. maí 2018 og var heildarfjöldi svarenda 929 einstaklingar, 18 ára og eldri.
MeToo Tengdar fréttir Elín frumsýnir #metoo lagið "Lagið er innblásið af #metoo hreyfingunni og textinn lýsir í rauninni þeim aðstæðum sem konur geta lent í t.d. að verða "óvart“ óléttar og þurfa kannski að takast á við það einar,“ segir tónlistarkonan Elín Halldórsdóttir sem frumsýnir nýtt lag á Vísi í dag. 8. ágúst 2018 11:30 „Meiri niðurlæging en nokkur manneskja á að upplifa“ Helga Sigrún Hermannsdóttir varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi í formi myndar sem fór í dreifingu á netinu og dúkkaði reglulega upp yfir fimm ára tímabil. Erfitt var fyrir Helgu að aðhafast nokkuð í málinu þar eð myndin var ekki af henni, en nafn hennar var þó ávallt samofið dreifingunni. 8. júlí 2018 09:00 Fegurðardrottning afsalaði sér titlinum eftir að keppnin gerði lítið úr #MeToo Fegurðardrottningin Maude Gorman afsalaði sér titlinum Miss Plymouth County eftir grínatriði sem gerði lítið úr #MeToo-hreyfingunni. 15. júlí 2018 21:36 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Elín frumsýnir #metoo lagið "Lagið er innblásið af #metoo hreyfingunni og textinn lýsir í rauninni þeim aðstæðum sem konur geta lent í t.d. að verða "óvart“ óléttar og þurfa kannski að takast á við það einar,“ segir tónlistarkonan Elín Halldórsdóttir sem frumsýnir nýtt lag á Vísi í dag. 8. ágúst 2018 11:30
„Meiri niðurlæging en nokkur manneskja á að upplifa“ Helga Sigrún Hermannsdóttir varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi í formi myndar sem fór í dreifingu á netinu og dúkkaði reglulega upp yfir fimm ára tímabil. Erfitt var fyrir Helgu að aðhafast nokkuð í málinu þar eð myndin var ekki af henni, en nafn hennar var þó ávallt samofið dreifingunni. 8. júlí 2018 09:00
Fegurðardrottning afsalaði sér titlinum eftir að keppnin gerði lítið úr #MeToo Fegurðardrottningin Maude Gorman afsalaði sér titlinum Miss Plymouth County eftir grínatriði sem gerði lítið úr #MeToo-hreyfingunni. 15. júlí 2018 21:36