Segir enga starfsemi fara fram að Dalsmynni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. ágúst 2018 18:43 Fyrrverandi hundaræktandi Dalsmynnis segist langþreyttur á orðrómi um fyrirtækið. Þrátt fyrir sölu hunda á heimasíðu Dalsmynnis segir hann að þar sé engin starfsemi á ferð, en Matvælastofnun stöðvaði starfsemi ræktunarinnar vegna slæms aðbúnaðar. Þann 17. apríl birti Matvælastofnun þá ákvörðun að stöðva starfsemi hundaræktarinnar að Dalsmynni. Ástæða ákvörðunarinnar var sú að kröfur um hreinlæti, umönnun og umhirðu hundanna hafi ekki verið virtar. Á síðustu vikum hafa þó birst myndir af hvolpum á Facebook síðu Dalsmynnis. Þar spyrst fólk fyrir um verð á hvolpum og hvort að þeir séu seldir. Vegna þessa hefur MAST fengið fjölmargar fyrirspurnir þess efnis hvort starfsemi séþar enn í gangi. Í skriflegu svari frá MAST kemur fram að:„Matvælastofnun hafa borist ábendingar um áframhaldandi ræktun og sölu frá heimili fyrrum rekstraraðila hundaræktarinnar að Dalsmynni. Stofnunin skoðar nú hvort ræktunin og salan brjóti í bága við ákvörðun Matvælastofnunar um stöðvun dreifingar.“Ásta Margrét Sigurðardóttir, fyrrverandi hundaræktandi Dalsmynnis segir að engin starfsemi sé í gangi. „Ég er ekki með neitt. Ég er komin á aldur og er ekki heilsuhraust. Þess vegna hættum við með kennitöluna og erum meðörfáa hunda hérna inni hjá okkur,“ segir Ásta Margrét.En þeir eru ekki hluti af neinni starfsemi?„Nei,“ segir Ásta.DalsmynniSkjáskot úr fréttHún segir að Facebook síðuna noti hún til að aðstoða fólk við að selja hunda sína. Síðan sé því ákveðin milliganga seljanda og kaupanda. „Það eru margir sem hafa samband við mig og biðja mig um að setja inn auglýsingu. Ég bið þá viðkomandi um að senda mér mynd. Svo bara gengur það þannig fyrir sig að ég bendi á fólkið sem er með hundana,“ segir Ásta.Þannig þessir hundar sem birtast á síðunni eru ekki í ykkar vörslu?„Nei, ekki neitt,“ segir Ásta. Hún segist langþreytt á meintum orðrómi um Dalsmynni. „Þetta hefur verið alltaf þessi leiðindar orðrómur um mig. Ég er komin með þykkan skráp. Ég bið fyrir fólkinu því það á bágt. Þetta eru einmanna sálir á netinu sem hefur ekkert um að tala,“ segir Ásta. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Gámur á akgrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Sjá meira
Fyrrverandi hundaræktandi Dalsmynnis segist langþreyttur á orðrómi um fyrirtækið. Þrátt fyrir sölu hunda á heimasíðu Dalsmynnis segir hann að þar sé engin starfsemi á ferð, en Matvælastofnun stöðvaði starfsemi ræktunarinnar vegna slæms aðbúnaðar. Þann 17. apríl birti Matvælastofnun þá ákvörðun að stöðva starfsemi hundaræktarinnar að Dalsmynni. Ástæða ákvörðunarinnar var sú að kröfur um hreinlæti, umönnun og umhirðu hundanna hafi ekki verið virtar. Á síðustu vikum hafa þó birst myndir af hvolpum á Facebook síðu Dalsmynnis. Þar spyrst fólk fyrir um verð á hvolpum og hvort að þeir séu seldir. Vegna þessa hefur MAST fengið fjölmargar fyrirspurnir þess efnis hvort starfsemi séþar enn í gangi. Í skriflegu svari frá MAST kemur fram að:„Matvælastofnun hafa borist ábendingar um áframhaldandi ræktun og sölu frá heimili fyrrum rekstraraðila hundaræktarinnar að Dalsmynni. Stofnunin skoðar nú hvort ræktunin og salan brjóti í bága við ákvörðun Matvælastofnunar um stöðvun dreifingar.“Ásta Margrét Sigurðardóttir, fyrrverandi hundaræktandi Dalsmynnis segir að engin starfsemi sé í gangi. „Ég er ekki með neitt. Ég er komin á aldur og er ekki heilsuhraust. Þess vegna hættum við með kennitöluna og erum meðörfáa hunda hérna inni hjá okkur,“ segir Ásta Margrét.En þeir eru ekki hluti af neinni starfsemi?„Nei,“ segir Ásta.DalsmynniSkjáskot úr fréttHún segir að Facebook síðuna noti hún til að aðstoða fólk við að selja hunda sína. Síðan sé því ákveðin milliganga seljanda og kaupanda. „Það eru margir sem hafa samband við mig og biðja mig um að setja inn auglýsingu. Ég bið þá viðkomandi um að senda mér mynd. Svo bara gengur það þannig fyrir sig að ég bendi á fólkið sem er með hundana,“ segir Ásta.Þannig þessir hundar sem birtast á síðunni eru ekki í ykkar vörslu?„Nei, ekki neitt,“ segir Ásta. Hún segist langþreytt á meintum orðrómi um Dalsmynni. „Þetta hefur verið alltaf þessi leiðindar orðrómur um mig. Ég er komin með þykkan skráp. Ég bið fyrir fólkinu því það á bágt. Þetta eru einmanna sálir á netinu sem hefur ekkert um að tala,“ segir Ásta.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Gámur á akgrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Sjá meira