Rólyndi annarrar andarnefjunnar gæti hafa orðið henni til lífs Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. ágúst 2018 15:33 Sjávarlíffræðingur segir að rólyndi andarnefjunnar sem komst lífs af í Engey í gær gæti hafa orðið henni til lífs. Hin andarnefjan drapst en talið er að innvortis blæðingar hafi dregið hana til dauða. Tilkynnt var um andarnefjurnar tvær, sem sátu fastar í fjörunni í Engey, síðdegis í gær en fólk varð fyrst vart við þær um klukkan 13. Fjöldi fólks tók þátt í björgunaraðgerðum sem fjallað var ítarlega um á Vísi.Virtist á tímabili ekki með lífsmarki Andarnefjurnar voru í slæmu ástandi þegar Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur kom á staðinn í gær. Þær voru illa rispaðar, áttu erfitt með andardrátt og mikið blæddi úr þeim. „Önnur þeirra var í verra ástandi, virtist vera að upplifa meira „trauma“ og var í meira sjokki. Sá hvalur hafði það ekki af. Hinn var mun rólegri og virtist á tímabili ekki endilega með lífsmarki en hann vissulega hélt alltaf áfram að anda,“ segir Edda. Edda Elísabet Magnúsdóttir, sjávarlíffræðingur, í Engey í gær.Mynd/SkjáskotHvalirnir voru á landi í nokkra klukkutíma og segir Edda að lífslíkur þeirra miðað við þann tíma hafi verið slæmar. „Líffærin fara hægt og rólega að gefa undan eigin þunga og skemmast, og innvortis blæðingar eru mjög líklegar við þessar aðstæður. Það er mjög sennilegt að það hafi verið það sem grandaði hinu dýrinu,“ segir Edda en útilokar þó ekki að hjartastopp hafi dregið dýrið til dauða. „En einhvern veginn virðist hin hafa sloppið, hún barðist minna um, hún hélt ró sinni, hvort sem það hafi verið viljandi eða ekki, en það gæti hafa verið henni til lífs.“Naut aðstoðar manna á bátum og brettum Andarnefjan sem komst lífs af var mjög máttfarin þegar náðist að koma henni aftur út í sjó. Hvalurinn var nokkuð vankaður eftir átökin á landi og átti erfitt með að halda jafnvægi á sundi.Andarnefjan náði sér á strik eftir að hún komst aftur út í sjó og naut þar aðstoðar björgunarmanna.Mynd/SkjáskotEdda segir þó að andarnefjan hafi fljótlega náð að rétta úr sér, með hjálp björgunarsveitarmanna á bátum og brettum. Þá virtist hún hafa komið sér út úr grynningunum í dag. „Það er mjög algengt að djúpsjávarhvalir villist og verði áttavilltir við þessar aðstæður þar sem þeir ná ekki að nýta sína venjulegu tækni, bergmálsmiðun, til þess að rata um við svona aðstæður,“Gætum átt von á fleiri tilfellum Að sögn Eddu halda andarnefjur sig aðallega við Jan Mayen og Grænland en þær koma oft til Íslands á sumrin. Hér séu þær að elta smokkfisk sem sækir landið heim á þessum tíma. „Ef þær fara að gera það í meiri mæli þá getum við átt von á því að það verði fleiri tilfelli eins og þessi. Mögulega bendir þetta til þess að fleiri dýr hafi komið hingað inn,“ segir Edda. Samkvæmt frétt RÚV verður dauða andarnefjan krufin á vettvangi og hafa Hafrannsóknastofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands umsjón með því. Eddu tekur sjálf þátt í krufningunni. Að lokinni krufningu verður hræinu sökkt með aðstoð Landhelgisgæslunnar.Fréttin hefur verið uppfærð.Velta þurfti andarnefjunni til að opna fyrir loftgatið á henni.Mynd/Skjáskot Dýr Tengdar fréttir Bein útsending úr Engey: Önnur andarnefjan dauð en reynt að bjarga hinni Tvær andarnefjur festust í fjöru í Engey fyrir utan Reykjavík í dag. 16. ágúst 2018 19:06 Sjáðu þegar andarnefjunni var bjargað úr fjörunni í Engey Tökumaður fréttastofu náði mögnuðum myndum þegar tókst að ná andarnefjunni á flot. 16. ágúst 2018 21:34 Ferðaþjónustufólk reynir að bjarga andarnefjum í Engey Tvær andarnefjur sitja fastar í fjörunni. Reynt er að halda í þeim lífi þar til flæðir að aftur. 16. ágúst 2018 15:21 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Sjá meira
Sjávarlíffræðingur segir að rólyndi andarnefjunnar sem komst lífs af í Engey í gær gæti hafa orðið henni til lífs. Hin andarnefjan drapst en talið er að innvortis blæðingar hafi dregið hana til dauða. Tilkynnt var um andarnefjurnar tvær, sem sátu fastar í fjörunni í Engey, síðdegis í gær en fólk varð fyrst vart við þær um klukkan 13. Fjöldi fólks tók þátt í björgunaraðgerðum sem fjallað var ítarlega um á Vísi.Virtist á tímabili ekki með lífsmarki Andarnefjurnar voru í slæmu ástandi þegar Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur kom á staðinn í gær. Þær voru illa rispaðar, áttu erfitt með andardrátt og mikið blæddi úr þeim. „Önnur þeirra var í verra ástandi, virtist vera að upplifa meira „trauma“ og var í meira sjokki. Sá hvalur hafði það ekki af. Hinn var mun rólegri og virtist á tímabili ekki endilega með lífsmarki en hann vissulega hélt alltaf áfram að anda,“ segir Edda. Edda Elísabet Magnúsdóttir, sjávarlíffræðingur, í Engey í gær.Mynd/SkjáskotHvalirnir voru á landi í nokkra klukkutíma og segir Edda að lífslíkur þeirra miðað við þann tíma hafi verið slæmar. „Líffærin fara hægt og rólega að gefa undan eigin þunga og skemmast, og innvortis blæðingar eru mjög líklegar við þessar aðstæður. Það er mjög sennilegt að það hafi verið það sem grandaði hinu dýrinu,“ segir Edda en útilokar þó ekki að hjartastopp hafi dregið dýrið til dauða. „En einhvern veginn virðist hin hafa sloppið, hún barðist minna um, hún hélt ró sinni, hvort sem það hafi verið viljandi eða ekki, en það gæti hafa verið henni til lífs.“Naut aðstoðar manna á bátum og brettum Andarnefjan sem komst lífs af var mjög máttfarin þegar náðist að koma henni aftur út í sjó. Hvalurinn var nokkuð vankaður eftir átökin á landi og átti erfitt með að halda jafnvægi á sundi.Andarnefjan náði sér á strik eftir að hún komst aftur út í sjó og naut þar aðstoðar björgunarmanna.Mynd/SkjáskotEdda segir þó að andarnefjan hafi fljótlega náð að rétta úr sér, með hjálp björgunarsveitarmanna á bátum og brettum. Þá virtist hún hafa komið sér út úr grynningunum í dag. „Það er mjög algengt að djúpsjávarhvalir villist og verði áttavilltir við þessar aðstæður þar sem þeir ná ekki að nýta sína venjulegu tækni, bergmálsmiðun, til þess að rata um við svona aðstæður,“Gætum átt von á fleiri tilfellum Að sögn Eddu halda andarnefjur sig aðallega við Jan Mayen og Grænland en þær koma oft til Íslands á sumrin. Hér séu þær að elta smokkfisk sem sækir landið heim á þessum tíma. „Ef þær fara að gera það í meiri mæli þá getum við átt von á því að það verði fleiri tilfelli eins og þessi. Mögulega bendir þetta til þess að fleiri dýr hafi komið hingað inn,“ segir Edda. Samkvæmt frétt RÚV verður dauða andarnefjan krufin á vettvangi og hafa Hafrannsóknastofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands umsjón með því. Eddu tekur sjálf þátt í krufningunni. Að lokinni krufningu verður hræinu sökkt með aðstoð Landhelgisgæslunnar.Fréttin hefur verið uppfærð.Velta þurfti andarnefjunni til að opna fyrir loftgatið á henni.Mynd/Skjáskot
Dýr Tengdar fréttir Bein útsending úr Engey: Önnur andarnefjan dauð en reynt að bjarga hinni Tvær andarnefjur festust í fjöru í Engey fyrir utan Reykjavík í dag. 16. ágúst 2018 19:06 Sjáðu þegar andarnefjunni var bjargað úr fjörunni í Engey Tökumaður fréttastofu náði mögnuðum myndum þegar tókst að ná andarnefjunni á flot. 16. ágúst 2018 21:34 Ferðaþjónustufólk reynir að bjarga andarnefjum í Engey Tvær andarnefjur sitja fastar í fjörunni. Reynt er að halda í þeim lífi þar til flæðir að aftur. 16. ágúst 2018 15:21 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Sjá meira
Bein útsending úr Engey: Önnur andarnefjan dauð en reynt að bjarga hinni Tvær andarnefjur festust í fjöru í Engey fyrir utan Reykjavík í dag. 16. ágúst 2018 19:06
Sjáðu þegar andarnefjunni var bjargað úr fjörunni í Engey Tökumaður fréttastofu náði mögnuðum myndum þegar tókst að ná andarnefjunni á flot. 16. ágúst 2018 21:34
Ferðaþjónustufólk reynir að bjarga andarnefjum í Engey Tvær andarnefjur sitja fastar í fjörunni. Reynt er að halda í þeim lífi þar til flæðir að aftur. 16. ágúst 2018 15:21