Verður Reykjanesbær fjórða stærsta sveitarfélagið fyrir árslok? Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. ágúst 2018 20:00 Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir mikla íbúafjölgun á svæðinu á undanförnum misserum hafa orðið til þess að bæjaryfirvöld þurfi að keppast við að halda í við uppbyggingu leik- og grunnskóla og annarrar þjónustu. Hann spáir því að sveitarfélagið verði orðið það fjórða stærsta undir lok árs. Ekki er langt síðan Suðurnes voru umfjöllunarefni fjölmiðla eftir brotthvarf Varnarliðsins 2006 og afleiðinga efnahagshrunsins en atvinnuleysi á svæðinu var á tímabili meira en 15%. Algjör viðsnúningur hefur orðið á svæðinu. Íbúafjölgun hefur verið gríðarleg í Reykjanesbæ, sérstaklega frá árinu 2015. Árið 2008 bjuggu tæplega sex hundruð íbúar á Ásbrú en voru komnir yfir tvö þúsund í fyrra.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í ReykjanesbæVísir/Einar„Það sem veldur er mikil eftirspurn eftir vinnuafli í tengslum við alþjóðaflugvöllinn í Keflavík. Framan af var þetta vegna þess að hér var mikið framboð af lausu húsnæði sem fékkst á góðu verði í samanburði við höfuðborgarsvæðið. Nú er það allt uppurið,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Á síðasta áru voru íbúar á Suðurnesjum um 25.000 og hafði þá fjölgað um fjögur þúsund frá árinu 2011. Mest hefur fjölgunin verið í Rekjanesbæ eða um 8% á ári tvö síðustu ár, og var íbúafjöldinn um 17.300 í fyrra. Nú er fjöldinn kominn yfir 18.500 og stöðug eftirspurn er eftir vinnuafli á svæðinu. „Núna vantar alls staðar fólk og þetta er allt annað umhverfi sem við erum í. Nú erum við að keppast við að halda í við uppbyggingu á ýmsum stöðum, leik- og grunnskólum, gatnakerfi og nýjum hverfum á meðan að við úthlutuðum ekki einni einustu lóð 2009, 2010 og 2011," segir Kjartan. Nýr leikskóli var tekinn í notkun á Ásbú í síðustu viku og hefur nemendafjöldinn aldrei verið meiri eða 70 börn og nokkur á biðlista. Starfandi leikskólastjóri segir mun meiri stöðugleika í bæjarfélaginu en áður og það sjáist best á innviðunum.Katrín lilja Hraunfjörð, starfandi leikskólastjóri í Skógarási á ÁsbrúVísir/Stöð 2„Þegar ég kom hingað fyrst þá voru börn kannski í leikskólanum í ein mánuð og svo voru þau farin núna er þetta meira að börnin séu að koma,“ segir Katrín Lilja Hraunfjörð, starfandi leikskólastjóri í Skógarási. Kjartan segir bæjaryfirvöld keppast við að halda innviðum bæjarfélagsins uppi í takt við þessa öru þróun en að best væri ef fjölgunin hefði verið aðeins jafnari. „Reykjanesbær er og hefur verið mjög lengi fimmta stærsta sveitarfélag landsins á eftir Akureyri en það er mjög stutt í það að, með sama áframhaldi, að við verðum orðin fjórða stærsta sveitarfélag landsins og ég myndi spá því fyrir árslok,“ segir Kjartan. Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir mikla íbúafjölgun á svæðinu á undanförnum misserum hafa orðið til þess að bæjaryfirvöld þurfi að keppast við að halda í við uppbyggingu leik- og grunnskóla og annarrar þjónustu. Hann spáir því að sveitarfélagið verði orðið það fjórða stærsta undir lok árs. Ekki er langt síðan Suðurnes voru umfjöllunarefni fjölmiðla eftir brotthvarf Varnarliðsins 2006 og afleiðinga efnahagshrunsins en atvinnuleysi á svæðinu var á tímabili meira en 15%. Algjör viðsnúningur hefur orðið á svæðinu. Íbúafjölgun hefur verið gríðarleg í Reykjanesbæ, sérstaklega frá árinu 2015. Árið 2008 bjuggu tæplega sex hundruð íbúar á Ásbrú en voru komnir yfir tvö þúsund í fyrra.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í ReykjanesbæVísir/Einar„Það sem veldur er mikil eftirspurn eftir vinnuafli í tengslum við alþjóðaflugvöllinn í Keflavík. Framan af var þetta vegna þess að hér var mikið framboð af lausu húsnæði sem fékkst á góðu verði í samanburði við höfuðborgarsvæðið. Nú er það allt uppurið,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Á síðasta áru voru íbúar á Suðurnesjum um 25.000 og hafði þá fjölgað um fjögur þúsund frá árinu 2011. Mest hefur fjölgunin verið í Rekjanesbæ eða um 8% á ári tvö síðustu ár, og var íbúafjöldinn um 17.300 í fyrra. Nú er fjöldinn kominn yfir 18.500 og stöðug eftirspurn er eftir vinnuafli á svæðinu. „Núna vantar alls staðar fólk og þetta er allt annað umhverfi sem við erum í. Nú erum við að keppast við að halda í við uppbyggingu á ýmsum stöðum, leik- og grunnskólum, gatnakerfi og nýjum hverfum á meðan að við úthlutuðum ekki einni einustu lóð 2009, 2010 og 2011," segir Kjartan. Nýr leikskóli var tekinn í notkun á Ásbú í síðustu viku og hefur nemendafjöldinn aldrei verið meiri eða 70 börn og nokkur á biðlista. Starfandi leikskólastjóri segir mun meiri stöðugleika í bæjarfélaginu en áður og það sjáist best á innviðunum.Katrín lilja Hraunfjörð, starfandi leikskólastjóri í Skógarási á ÁsbrúVísir/Stöð 2„Þegar ég kom hingað fyrst þá voru börn kannski í leikskólanum í ein mánuð og svo voru þau farin núna er þetta meira að börnin séu að koma,“ segir Katrín Lilja Hraunfjörð, starfandi leikskólastjóri í Skógarási. Kjartan segir bæjaryfirvöld keppast við að halda innviðum bæjarfélagsins uppi í takt við þessa öru þróun en að best væri ef fjölgunin hefði verið aðeins jafnari. „Reykjanesbær er og hefur verið mjög lengi fimmta stærsta sveitarfélag landsins á eftir Akureyri en það er mjög stutt í það að, með sama áframhaldi, að við verðum orðin fjórða stærsta sveitarfélag landsins og ég myndi spá því fyrir árslok,“ segir Kjartan.
Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira