Telja ekki að göngufólk sé í hættu vegna hlaupsins Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2018 17:46 Frá Skaftárhlaupi árið 2015 en þá hljóp úr eystri Skaftárkatli. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarfólk vinnur enn að því að rýma svæði vegna hlaups í Skaftá. Vitað er um tvo gönguhópa og nokkra staka göngumenn á svæðinu en ekki er talið að fólk sé í hættu vegna hlaupsins. Í tilkynningu frá Landsbjörgu kemur fram að 30-40 björgunarsveitarmenn vinni við rýminguna. Þeir hafa verið kallaðir út frá Kirkjubæjarklaustri, úr Skaftártungu, úr Álftaveri og frá Vík. Þeir sem sinna hálendisvakt á Fjallabaki voru fengnir til þess að það fara inn að Langasjó, að skálanum við Sveinstind og við Skælinga til að koma fólki þaðan. Annar gönguhópanna sem vitað er um á svæðinu er fimm manna en ekki er vitað um stærð hins. Útbúnaður ferðalanga fanns í skála og unnið er að því að finna hvar það fólk heldur sig. Hlaupið hófst í dag fyrr en reiknað var með. Upphaflega var búist við að það kæmi undan jökli á aðfaranótt laugardags. Tómas Janusson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði við Vísi nú síðdegis að hlaupið í Skaftá rísi mun hraðar nú en árið 2015. Það hlaup var það stærsta frá því að mælingar hófust. Búið er að loka Fjallabaksleið nyrðri austan Eldgjár og við Hvamm í Skaftártungum. Þá hefur brúnni yfir Eldvatn einnig verið lokað vegna hlaupsins. Uppfært klukkan 18:20: Veðurstofan varar nú við því að jarðhitavatn sé byrjað að renna í Múlakvísl. Fólki er bent á að staldra ekki lengi við í nágrenni árinnar vegna gasmengunar. Á korti má sjá Sveinstind og árfarvegi Skaftár, Eldvatns og Kúðafljóts. Um 80% hlaupvatnsins gæti skilað sér í hinar síðarnefndu, en þær mynda vestari kvíslina. Hlaupið náði mæli á tindinum um 13:15 í dag.Vísir Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Búast við vatni undan jökli í kvöld eða nótt Gera ráð fyrir að lokað verði fyrir umferð um Fjallabaksleið nyrðri og yfir brúnna um Eldvötn seinnipartinn. 3. ágúst 2018 12:48 Ferðafólk haldi sig fjarri farvegi Skaftár Veðurstofan tilkynnti í gær að Skaftárhlaup væri hafið og að hlaupið brytist væntanlega undan jöklinum aðfaranótt morgundagsins, það nái svo hámarki snemma á sunnudag. 3. ágúst 2018 05:15 Hlaupið í Skaftá rís mun hraðar en árið 2015 Búist við að það nái mun fyrr í byggð. 3. ágúst 2018 16:50 Rennsli eykst hratt í Skaftá Vatn úr Skaftárhlaupi náði fyrsta mæli við Sveinstind um klukkan 13:15 í dag, að sögn Snorra Zóphoníassonar, sérfræðings Veðurstofunnar. 3. ágúst 2018 14:28 Rýming hafin en ekki vitað um fjölda fólks á svæðinu Atburðarásin í dag hefur verið mun hraðari en búist var við en hlaupið kom undan jökli og náði fyrsta mæli skömmu eftir 13 í dag. 3. ágúst 2018 16:01 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Björgunarsveitarfólk vinnur enn að því að rýma svæði vegna hlaups í Skaftá. Vitað er um tvo gönguhópa og nokkra staka göngumenn á svæðinu en ekki er talið að fólk sé í hættu vegna hlaupsins. Í tilkynningu frá Landsbjörgu kemur fram að 30-40 björgunarsveitarmenn vinni við rýminguna. Þeir hafa verið kallaðir út frá Kirkjubæjarklaustri, úr Skaftártungu, úr Álftaveri og frá Vík. Þeir sem sinna hálendisvakt á Fjallabaki voru fengnir til þess að það fara inn að Langasjó, að skálanum við Sveinstind og við Skælinga til að koma fólki þaðan. Annar gönguhópanna sem vitað er um á svæðinu er fimm manna en ekki er vitað um stærð hins. Útbúnaður ferðalanga fanns í skála og unnið er að því að finna hvar það fólk heldur sig. Hlaupið hófst í dag fyrr en reiknað var með. Upphaflega var búist við að það kæmi undan jökli á aðfaranótt laugardags. Tómas Janusson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði við Vísi nú síðdegis að hlaupið í Skaftá rísi mun hraðar nú en árið 2015. Það hlaup var það stærsta frá því að mælingar hófust. Búið er að loka Fjallabaksleið nyrðri austan Eldgjár og við Hvamm í Skaftártungum. Þá hefur brúnni yfir Eldvatn einnig verið lokað vegna hlaupsins. Uppfært klukkan 18:20: Veðurstofan varar nú við því að jarðhitavatn sé byrjað að renna í Múlakvísl. Fólki er bent á að staldra ekki lengi við í nágrenni árinnar vegna gasmengunar. Á korti má sjá Sveinstind og árfarvegi Skaftár, Eldvatns og Kúðafljóts. Um 80% hlaupvatnsins gæti skilað sér í hinar síðarnefndu, en þær mynda vestari kvíslina. Hlaupið náði mæli á tindinum um 13:15 í dag.Vísir
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Búast við vatni undan jökli í kvöld eða nótt Gera ráð fyrir að lokað verði fyrir umferð um Fjallabaksleið nyrðri og yfir brúnna um Eldvötn seinnipartinn. 3. ágúst 2018 12:48 Ferðafólk haldi sig fjarri farvegi Skaftár Veðurstofan tilkynnti í gær að Skaftárhlaup væri hafið og að hlaupið brytist væntanlega undan jöklinum aðfaranótt morgundagsins, það nái svo hámarki snemma á sunnudag. 3. ágúst 2018 05:15 Hlaupið í Skaftá rís mun hraðar en árið 2015 Búist við að það nái mun fyrr í byggð. 3. ágúst 2018 16:50 Rennsli eykst hratt í Skaftá Vatn úr Skaftárhlaupi náði fyrsta mæli við Sveinstind um klukkan 13:15 í dag, að sögn Snorra Zóphoníassonar, sérfræðings Veðurstofunnar. 3. ágúst 2018 14:28 Rýming hafin en ekki vitað um fjölda fólks á svæðinu Atburðarásin í dag hefur verið mun hraðari en búist var við en hlaupið kom undan jökli og náði fyrsta mæli skömmu eftir 13 í dag. 3. ágúst 2018 16:01 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Búast við vatni undan jökli í kvöld eða nótt Gera ráð fyrir að lokað verði fyrir umferð um Fjallabaksleið nyrðri og yfir brúnna um Eldvötn seinnipartinn. 3. ágúst 2018 12:48
Ferðafólk haldi sig fjarri farvegi Skaftár Veðurstofan tilkynnti í gær að Skaftárhlaup væri hafið og að hlaupið brytist væntanlega undan jöklinum aðfaranótt morgundagsins, það nái svo hámarki snemma á sunnudag. 3. ágúst 2018 05:15
Hlaupið í Skaftá rís mun hraðar en árið 2015 Búist við að það nái mun fyrr í byggð. 3. ágúst 2018 16:50
Rennsli eykst hratt í Skaftá Vatn úr Skaftárhlaupi náði fyrsta mæli við Sveinstind um klukkan 13:15 í dag, að sögn Snorra Zóphoníassonar, sérfræðings Veðurstofunnar. 3. ágúst 2018 14:28
Rýming hafin en ekki vitað um fjölda fólks á svæðinu Atburðarásin í dag hefur verið mun hraðari en búist var við en hlaupið kom undan jökli og náði fyrsta mæli skömmu eftir 13 í dag. 3. ágúst 2018 16:01