Opnuðu fjöldahjálparstöð á Klaustri fyrir hóp hestamanna Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2018 23:12 Brúnni yfir Eldvatn var lokað vegna hlaupsins. Hlaupið fyrir þremur árum gróf verulega undan brúnni. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Hópur hestamanna sem ætlaði sér að gista í skála í hálendismiðstöðinni í Hólaskjóli var fluttur í fjöldahjálparmiðstöð í Kirkjubæjarklaustri í kvöld vegna gruns um gasmengun frá Skaftárhlaupi. Yfirlögregluþjónn segir að hlaupið virðist ætla að ganga hratt fyrir sig. Hætta var einnig talin á að hópurinn gæti orðið innlyksa í skálanum ef hlaupið lónaði yfir vegi í kring, að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi. Hluti hópsins hélt áfram að Álftavatni en björgunarsveitarmenn fluttu aðra í grunnskólann á Kirkjubæjarklaustri þar sem Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparmiðstöð. Fjallabaksleið nyrðri austan Eldgjár og við Hvamm í Skaftártungum hefur verið lokað vegna hlaupsins og brúnni yfir Eldvatn sömuleiðis. Hlaupið árið 2015 gróf töluvert undan henni og því er fylgst grannt með henni nú. Sveinn Kristján segir að lögreglan verði með vakt á svæðinu í kvöld og í nótt. Hún fylgist meðal annars með því að viðhalda lokunum. Veðurstofan sé einnig með vatnamælingafólk á staðnum. Allt hafi gengið vel fram að þessu. Hlaupið hefur gengið hratt fyrir sig og segir Sveinn Kristján að það hafi náð að innstu bæjum í Skaftártungu um hálf níu leytið í kvöld. Hámarkið verði að líkindum í nótt. Hlaupið kom fyrr fram en búist var við. Talið er að það nái hámarki í nótt.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Tengdar fréttir Dalafólk snappar frá hlaupinu í Skaftá Þrír Dalamenn á slóðum Skaftárhlaupsins fylgjast með því og snappa. 3. ágúst 2018 21:54 Hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasamband Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins í Skaftá. 3. ágúst 2018 18:50 Hlaupið í Skaftá rís mun hraðar en árið 2015 Búist við að það nái mun fyrr í byggð. 3. ágúst 2018 16:50 Telja ekki að göngufólk sé í hættu vegna hlaupsins Um 30-40 björgunarsveitarmenn vinna að því að hafa uppi á göngufólki og rýma svæði vegna Skaftárhlaups. 3. ágúst 2018 17:46 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Hópur hestamanna sem ætlaði sér að gista í skála í hálendismiðstöðinni í Hólaskjóli var fluttur í fjöldahjálparmiðstöð í Kirkjubæjarklaustri í kvöld vegna gruns um gasmengun frá Skaftárhlaupi. Yfirlögregluþjónn segir að hlaupið virðist ætla að ganga hratt fyrir sig. Hætta var einnig talin á að hópurinn gæti orðið innlyksa í skálanum ef hlaupið lónaði yfir vegi í kring, að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi. Hluti hópsins hélt áfram að Álftavatni en björgunarsveitarmenn fluttu aðra í grunnskólann á Kirkjubæjarklaustri þar sem Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparmiðstöð. Fjallabaksleið nyrðri austan Eldgjár og við Hvamm í Skaftártungum hefur verið lokað vegna hlaupsins og brúnni yfir Eldvatn sömuleiðis. Hlaupið árið 2015 gróf töluvert undan henni og því er fylgst grannt með henni nú. Sveinn Kristján segir að lögreglan verði með vakt á svæðinu í kvöld og í nótt. Hún fylgist meðal annars með því að viðhalda lokunum. Veðurstofan sé einnig með vatnamælingafólk á staðnum. Allt hafi gengið vel fram að þessu. Hlaupið hefur gengið hratt fyrir sig og segir Sveinn Kristján að það hafi náð að innstu bæjum í Skaftártungu um hálf níu leytið í kvöld. Hámarkið verði að líkindum í nótt. Hlaupið kom fyrr fram en búist var við. Talið er að það nái hámarki í nótt.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Tengdar fréttir Dalafólk snappar frá hlaupinu í Skaftá Þrír Dalamenn á slóðum Skaftárhlaupsins fylgjast með því og snappa. 3. ágúst 2018 21:54 Hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasamband Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins í Skaftá. 3. ágúst 2018 18:50 Hlaupið í Skaftá rís mun hraðar en árið 2015 Búist við að það nái mun fyrr í byggð. 3. ágúst 2018 16:50 Telja ekki að göngufólk sé í hættu vegna hlaupsins Um 30-40 björgunarsveitarmenn vinna að því að hafa uppi á göngufólki og rýma svæði vegna Skaftárhlaups. 3. ágúst 2018 17:46 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Dalafólk snappar frá hlaupinu í Skaftá Þrír Dalamenn á slóðum Skaftárhlaupsins fylgjast með því og snappa. 3. ágúst 2018 21:54
Hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasamband Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins í Skaftá. 3. ágúst 2018 18:50
Hlaupið í Skaftá rís mun hraðar en árið 2015 Búist við að það nái mun fyrr í byggð. 3. ágúst 2018 16:50
Telja ekki að göngufólk sé í hættu vegna hlaupsins Um 30-40 björgunarsveitarmenn vinna að því að hafa uppi á göngufólki og rýma svæði vegna Skaftárhlaups. 3. ágúst 2018 17:46