Opnuðu fjöldahjálparstöð á Klaustri fyrir hóp hestamanna Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2018 23:12 Brúnni yfir Eldvatn var lokað vegna hlaupsins. Hlaupið fyrir þremur árum gróf verulega undan brúnni. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Hópur hestamanna sem ætlaði sér að gista í skála í hálendismiðstöðinni í Hólaskjóli var fluttur í fjöldahjálparmiðstöð í Kirkjubæjarklaustri í kvöld vegna gruns um gasmengun frá Skaftárhlaupi. Yfirlögregluþjónn segir að hlaupið virðist ætla að ganga hratt fyrir sig. Hætta var einnig talin á að hópurinn gæti orðið innlyksa í skálanum ef hlaupið lónaði yfir vegi í kring, að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi. Hluti hópsins hélt áfram að Álftavatni en björgunarsveitarmenn fluttu aðra í grunnskólann á Kirkjubæjarklaustri þar sem Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparmiðstöð. Fjallabaksleið nyrðri austan Eldgjár og við Hvamm í Skaftártungum hefur verið lokað vegna hlaupsins og brúnni yfir Eldvatn sömuleiðis. Hlaupið árið 2015 gróf töluvert undan henni og því er fylgst grannt með henni nú. Sveinn Kristján segir að lögreglan verði með vakt á svæðinu í kvöld og í nótt. Hún fylgist meðal annars með því að viðhalda lokunum. Veðurstofan sé einnig með vatnamælingafólk á staðnum. Allt hafi gengið vel fram að þessu. Hlaupið hefur gengið hratt fyrir sig og segir Sveinn Kristján að það hafi náð að innstu bæjum í Skaftártungu um hálf níu leytið í kvöld. Hámarkið verði að líkindum í nótt. Hlaupið kom fyrr fram en búist var við. Talið er að það nái hámarki í nótt.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Tengdar fréttir Dalafólk snappar frá hlaupinu í Skaftá Þrír Dalamenn á slóðum Skaftárhlaupsins fylgjast með því og snappa. 3. ágúst 2018 21:54 Hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasamband Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins í Skaftá. 3. ágúst 2018 18:50 Hlaupið í Skaftá rís mun hraðar en árið 2015 Búist við að það nái mun fyrr í byggð. 3. ágúst 2018 16:50 Telja ekki að göngufólk sé í hættu vegna hlaupsins Um 30-40 björgunarsveitarmenn vinna að því að hafa uppi á göngufólki og rýma svæði vegna Skaftárhlaups. 3. ágúst 2018 17:46 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira
Hópur hestamanna sem ætlaði sér að gista í skála í hálendismiðstöðinni í Hólaskjóli var fluttur í fjöldahjálparmiðstöð í Kirkjubæjarklaustri í kvöld vegna gruns um gasmengun frá Skaftárhlaupi. Yfirlögregluþjónn segir að hlaupið virðist ætla að ganga hratt fyrir sig. Hætta var einnig talin á að hópurinn gæti orðið innlyksa í skálanum ef hlaupið lónaði yfir vegi í kring, að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi. Hluti hópsins hélt áfram að Álftavatni en björgunarsveitarmenn fluttu aðra í grunnskólann á Kirkjubæjarklaustri þar sem Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparmiðstöð. Fjallabaksleið nyrðri austan Eldgjár og við Hvamm í Skaftártungum hefur verið lokað vegna hlaupsins og brúnni yfir Eldvatn sömuleiðis. Hlaupið árið 2015 gróf töluvert undan henni og því er fylgst grannt með henni nú. Sveinn Kristján segir að lögreglan verði með vakt á svæðinu í kvöld og í nótt. Hún fylgist meðal annars með því að viðhalda lokunum. Veðurstofan sé einnig með vatnamælingafólk á staðnum. Allt hafi gengið vel fram að þessu. Hlaupið hefur gengið hratt fyrir sig og segir Sveinn Kristján að það hafi náð að innstu bæjum í Skaftártungu um hálf níu leytið í kvöld. Hámarkið verði að líkindum í nótt. Hlaupið kom fyrr fram en búist var við. Talið er að það nái hámarki í nótt.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Tengdar fréttir Dalafólk snappar frá hlaupinu í Skaftá Þrír Dalamenn á slóðum Skaftárhlaupsins fylgjast með því og snappa. 3. ágúst 2018 21:54 Hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasamband Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins í Skaftá. 3. ágúst 2018 18:50 Hlaupið í Skaftá rís mun hraðar en árið 2015 Búist við að það nái mun fyrr í byggð. 3. ágúst 2018 16:50 Telja ekki að göngufólk sé í hættu vegna hlaupsins Um 30-40 björgunarsveitarmenn vinna að því að hafa uppi á göngufólki og rýma svæði vegna Skaftárhlaups. 3. ágúst 2018 17:46 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira
Dalafólk snappar frá hlaupinu í Skaftá Þrír Dalamenn á slóðum Skaftárhlaupsins fylgjast með því og snappa. 3. ágúst 2018 21:54
Hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasamband Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins í Skaftá. 3. ágúst 2018 18:50
Hlaupið í Skaftá rís mun hraðar en árið 2015 Búist við að það nái mun fyrr í byggð. 3. ágúst 2018 16:50
Telja ekki að göngufólk sé í hættu vegna hlaupsins Um 30-40 björgunarsveitarmenn vinna að því að hafa uppi á göngufólki og rýma svæði vegna Skaftárhlaups. 3. ágúst 2018 17:46