Krefst þess að Steingrímur leiðrétti ummæli sín Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. júlí 2018 12:47 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur reynt að ná sínum sjónarmiðum fram í dönskum fjölmiðlum. Vísir/Hanna Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem gekk út af hátíðarþingfundi á Þingvöllum þegar Pia Kjærsgaard, forseti danska þjóðþingsins, hóf af flytja erindi sitt, fer fram á að Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, leiðrétti ummæli sín. Steingrímur sendi í gær frá sér fréttatilkynningu varðandi þau miklu viðbrögð sem heimsókn og þátttaka Piu í hátíðarfundinum hafa vakið. Í tilkynningunni segist hann harma það að heimsókn Piu hafi verið notuð til að varpa skugga á hátíðarhöldin. Hann segist trúa því að það sé minnihlutasjónarmið „að viðeigandi sé að sýna danska þingforsetanum óvirðingu þegar hann sækir okkur heim og kemur fram fyrir hönd danska þjóðþingsins og dönsku þjóðarinnar.“ Sjá nánar frétt Vísis um viðbrögð Steingríms. Helga Vala segir í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu sinni að Steingrímur hafi kosið að hafa rangt við í fréttatilkynningu og í sérstöku sendibréfi hans til Piu. „Steingrími, sem og öllum þeim sem fylgst hafa með umræðunni síðustu daga er ljóst að mótmæli mín sneru ekki að henni sem fulltrúa danskrar þjóðar heldur hennar framgöngu og hatursorðræðu gagnvart útlendingum og flóttamönnum,“ segir Helga Vala sem tekur fram að hún telji Steingrím hafa vísvitandi haldið fram rangfærslum. „Með rangfærslum sínum hefur Steingrímur þannig kosið að stilla upp þeirri sviðsmynd að þau okkar sem mótmælum hatursorðræðu og stöndum með mannréttindum allra séum með því að kasta rýrð á danska þjóð. Svo er alls ekki og get ég ekki annað en krafist þess að hann leiðrétti þessi ummæli sín án tafar“. Helga Vala segist hafa, síðan tilkynningin var gefin út, reynt að leiðrétta ummæli Steingríms í dönskum fjölmiðlum. „Ég er þakklát fyrir allar þær fjölmörgu kveðjur sem ég hef fengið frá dönskum borgurum á síðustu sólarhringum. Það er ljóst á þeim kveðjum að rétt eins og hér aðhyllast Danir mannréttindi og jöfnuð nú sem fyrr.“Fréttastofa hefur ekki náð tali af Steingrími í dag þrátt fyrir tilraunir. Alþingi Tengdar fréttir „Harmar að heimsókn danska þingforsetans hafi verið notuð til að varpa skugga á hátíðarhöldin“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tjáir sig um hátíðarþingfundinn sem haldinn var í gær. 19. júlí 2018 12:50 Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Flokkur Ingu tapaði 70 milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem gekk út af hátíðarþingfundi á Þingvöllum þegar Pia Kjærsgaard, forseti danska þjóðþingsins, hóf af flytja erindi sitt, fer fram á að Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, leiðrétti ummæli sín. Steingrímur sendi í gær frá sér fréttatilkynningu varðandi þau miklu viðbrögð sem heimsókn og þátttaka Piu í hátíðarfundinum hafa vakið. Í tilkynningunni segist hann harma það að heimsókn Piu hafi verið notuð til að varpa skugga á hátíðarhöldin. Hann segist trúa því að það sé minnihlutasjónarmið „að viðeigandi sé að sýna danska þingforsetanum óvirðingu þegar hann sækir okkur heim og kemur fram fyrir hönd danska þjóðþingsins og dönsku þjóðarinnar.“ Sjá nánar frétt Vísis um viðbrögð Steingríms. Helga Vala segir í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu sinni að Steingrímur hafi kosið að hafa rangt við í fréttatilkynningu og í sérstöku sendibréfi hans til Piu. „Steingrími, sem og öllum þeim sem fylgst hafa með umræðunni síðustu daga er ljóst að mótmæli mín sneru ekki að henni sem fulltrúa danskrar þjóðar heldur hennar framgöngu og hatursorðræðu gagnvart útlendingum og flóttamönnum,“ segir Helga Vala sem tekur fram að hún telji Steingrím hafa vísvitandi haldið fram rangfærslum. „Með rangfærslum sínum hefur Steingrímur þannig kosið að stilla upp þeirri sviðsmynd að þau okkar sem mótmælum hatursorðræðu og stöndum með mannréttindum allra séum með því að kasta rýrð á danska þjóð. Svo er alls ekki og get ég ekki annað en krafist þess að hann leiðrétti þessi ummæli sín án tafar“. Helga Vala segist hafa, síðan tilkynningin var gefin út, reynt að leiðrétta ummæli Steingríms í dönskum fjölmiðlum. „Ég er þakklát fyrir allar þær fjölmörgu kveðjur sem ég hef fengið frá dönskum borgurum á síðustu sólarhringum. Það er ljóst á þeim kveðjum að rétt eins og hér aðhyllast Danir mannréttindi og jöfnuð nú sem fyrr.“Fréttastofa hefur ekki náð tali af Steingrími í dag þrátt fyrir tilraunir.
Alþingi Tengdar fréttir „Harmar að heimsókn danska þingforsetans hafi verið notuð til að varpa skugga á hátíðarhöldin“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tjáir sig um hátíðarþingfundinn sem haldinn var í gær. 19. júlí 2018 12:50 Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Flokkur Ingu tapaði 70 milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Sjá meira
„Harmar að heimsókn danska þingforsetans hafi verið notuð til að varpa skugga á hátíðarhöldin“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tjáir sig um hátíðarþingfundinn sem haldinn var í gær. 19. júlí 2018 12:50
Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56