Segir vörslusviptingu hrossa í Þrastalundi „ástæðulausan hamagang“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. júlí 2018 15:15 Árni Stefán Árnason, lögfræðingur. fréttablaðið/stefán Árni Stefán Árnason, lögfræðingur, gagnrýnir aðferðir dýraeftirlitsmanns hjá Matvælastofnun, MAST, þegar Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Þrastalundar var sviptur tveimur hrossum sem voru í vörslu hans í Þrastalundi. Árni Stefán segir málið „ástæðulausan hamagang.“ Árni Stefán segir málsmeðferð MAST í andstöðu við meginreglu stjórnsýslulaga. Í tilkynningu frá MAST vegna málsins í morgun sagði að umráðamaður hefði verið sviptur tveimur hryssum, annarri með folaldi og hin fylfull, þar sem þær hefðu verið í gerði án aðgangs að beit og tryggri brynningu. Að sögn Árna Stefáns er þessi lýsing á aðbúnaði dýranna ekki rétt þar sem hey hafi verið hjá hestunum og vatn. Samkvæmt gögnum málsins liðu þrír dagar frá því að hestirnir komu í gerðið við Þrastalund og þar til búið var að svipta eigandann þeim.Fékk frest fram á mánudag til að bæta aðbúnað Daginn eftir að þeir komu í gerðið, það er á fimmtudegi, var stórri heyrúllu komið þar fyrir sem og sérstökum vatnsfötum, salti og fóðurbæti. Síðdegis á föstudegi kom síðan dýraeftirlitsmaður MAST og tilkynnti starfsmanni Þrastalundar að hann kæmi klukkan 19 það sama kvöld og tæki hestana ef þeim yrði ekki komið í beitarhólf. Síðar um kvöldið fékk Sverrir frest fram til mánudags hjá dýraeftirlitsmanninum til að koma upp rennandi vatni hjá hestunum, samkvæmt gögnum málsins. Daginn eftir, á laugardagsmorgninum, kom hins vegar dýraeftirlitsmaðurinn og tilkynnti Sverri að ekki væri komið rennandi vatn. Hann sagðist myndu koma aftur klukkan 12 til að kanna hvort að komið væri rennandi vatn sem komið var klukkan 11:30 samkvæmt Sverri.Kom í fylgd lögreglu og tók hestana Klukkan 13 kom svo dýraeftirlitsmaðurinn í lögreglufylgd og tók hestana og sagði að þeir þyrftu að vera með sérstakt brynningartæki. Árni Stefán segir að samkvæmt umbjóðanda sínum sé löngu búið að koma upp brynningartæki, nægt hey sé til staðar og þá hafi verið opnað fyrir beitaraðstöðu til vestur og austurs. Vörslusviptingin gildir fram í næstu viku en Árni Stefán gagnrýnir sviptinguna sem hann segir að eigi að framkvæma nema í neyð. „Vandamálið er það að það næst ekki í héraðsdýralækni til að taka út aðstöðuna og gefa grænt ljós á þetta. Þetta gerðist allt mjög hratt og snöggt og algjörlega ástæðulaus hamagangur,“ segir Árni Stefán. Hann segir þennan mikla hraða málsins algjörlega í andstöðu við meginreglu stjórnsýslulaga um málsmeðferð. „Það er verulega gengið á rétt umbjóðanda míns,“ segir Árni Stefán. Dýr Tengdar fréttir Skildi hvolp eftir einan heima í lengri tíma Matvælastofnun tók nýverið dýr úr vörslum umráðamanna þar sem aðbúnaður stóðst ekki þær kröfur sem eru samkvæmt lögum um velferð dýra og annars vegar reglugerðar um velferð hrossa og hins vegar reglugerðar um velferð gæludýra. 20. júlí 2018 09:56 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Árni Stefán Árnason, lögfræðingur, gagnrýnir aðferðir dýraeftirlitsmanns hjá Matvælastofnun, MAST, þegar Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Þrastalundar var sviptur tveimur hrossum sem voru í vörslu hans í Þrastalundi. Árni Stefán segir málið „ástæðulausan hamagang.“ Árni Stefán segir málsmeðferð MAST í andstöðu við meginreglu stjórnsýslulaga. Í tilkynningu frá MAST vegna málsins í morgun sagði að umráðamaður hefði verið sviptur tveimur hryssum, annarri með folaldi og hin fylfull, þar sem þær hefðu verið í gerði án aðgangs að beit og tryggri brynningu. Að sögn Árna Stefáns er þessi lýsing á aðbúnaði dýranna ekki rétt þar sem hey hafi verið hjá hestunum og vatn. Samkvæmt gögnum málsins liðu þrír dagar frá því að hestirnir komu í gerðið við Þrastalund og þar til búið var að svipta eigandann þeim.Fékk frest fram á mánudag til að bæta aðbúnað Daginn eftir að þeir komu í gerðið, það er á fimmtudegi, var stórri heyrúllu komið þar fyrir sem og sérstökum vatnsfötum, salti og fóðurbæti. Síðdegis á föstudegi kom síðan dýraeftirlitsmaður MAST og tilkynnti starfsmanni Þrastalundar að hann kæmi klukkan 19 það sama kvöld og tæki hestana ef þeim yrði ekki komið í beitarhólf. Síðar um kvöldið fékk Sverrir frest fram til mánudags hjá dýraeftirlitsmanninum til að koma upp rennandi vatni hjá hestunum, samkvæmt gögnum málsins. Daginn eftir, á laugardagsmorgninum, kom hins vegar dýraeftirlitsmaðurinn og tilkynnti Sverri að ekki væri komið rennandi vatn. Hann sagðist myndu koma aftur klukkan 12 til að kanna hvort að komið væri rennandi vatn sem komið var klukkan 11:30 samkvæmt Sverri.Kom í fylgd lögreglu og tók hestana Klukkan 13 kom svo dýraeftirlitsmaðurinn í lögreglufylgd og tók hestana og sagði að þeir þyrftu að vera með sérstakt brynningartæki. Árni Stefán segir að samkvæmt umbjóðanda sínum sé löngu búið að koma upp brynningartæki, nægt hey sé til staðar og þá hafi verið opnað fyrir beitaraðstöðu til vestur og austurs. Vörslusviptingin gildir fram í næstu viku en Árni Stefán gagnrýnir sviptinguna sem hann segir að eigi að framkvæma nema í neyð. „Vandamálið er það að það næst ekki í héraðsdýralækni til að taka út aðstöðuna og gefa grænt ljós á þetta. Þetta gerðist allt mjög hratt og snöggt og algjörlega ástæðulaus hamagangur,“ segir Árni Stefán. Hann segir þennan mikla hraða málsins algjörlega í andstöðu við meginreglu stjórnsýslulaga um málsmeðferð. „Það er verulega gengið á rétt umbjóðanda míns,“ segir Árni Stefán.
Dýr Tengdar fréttir Skildi hvolp eftir einan heima í lengri tíma Matvælastofnun tók nýverið dýr úr vörslum umráðamanna þar sem aðbúnaður stóðst ekki þær kröfur sem eru samkvæmt lögum um velferð dýra og annars vegar reglugerðar um velferð hrossa og hins vegar reglugerðar um velferð gæludýra. 20. júlí 2018 09:56 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Skildi hvolp eftir einan heima í lengri tíma Matvælastofnun tók nýverið dýr úr vörslum umráðamanna þar sem aðbúnaður stóðst ekki þær kröfur sem eru samkvæmt lögum um velferð dýra og annars vegar reglugerðar um velferð hrossa og hins vegar reglugerðar um velferð gæludýra. 20. júlí 2018 09:56