Enginn kosið utankjörfundar um umdeilda byggingu nýs miðbæjar á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. júlí 2018 14:05 Enginn hefur enn sem er komið og kosið utan kjörfundar en kosningin var opnuð miðvikudaginn 18. júlí. Fréttablaðið/Eyþór Kjörfundur er hafinn hjá sýslumanninum á Suðurlandi fyrir þá sem vilja greiða atkvæði utan kjörfundar vegna íbúakosninga í Sveitarfélaginu Árborg laugardaginn 18. ágúst vegna nýs miðbæjar á Selfossi. Enginn hefur enn sem er komið og kosið utan kjörfundar en kosningin var opnuð miðvikudaginn 18. júlí. Nokkur styr hefur staðið um hugmynd um byggingu nýs miðbæjar á Selfossi en hugmyndin gengur út á endurbyggingu eldri húsa sem horfið hafa af sjónarsviðinu á ýmsum ástæðum. Gamla mjólkurbúið á Selfossi á t.d. að vera í forgrunni nýja miðbæjarins og gert er ráð fyrir miðaldadómkirkju á svæðinu. Nú hefur verið ákveðið að leggja málið í hendur íbúa og halda íbúakosningu laugardaginn 18. ágúst um nýja miðbæinn en kosið verður um aðal- og deiliskipulag miðbæjar Selfoss sem samþykkt var í bæjarráði 13. júlí 2018. Tvær spurningar verða á kjörseðlinum. Sú fyrri hljómar þannig: 1) Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) tillögu að breytingu sem bæjarstjórn Árborgar samþykkti hinn 21. febrúar 2018 á aðalskipulagi Selfoss vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í miðbæ Selfoss? Og sú síðari hljómar svona: 2) Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) tillögu að breytingu sem bæjarstjórn Árborgar samþykkti hinn 21. febrúar 2018 á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss? 3) Íbúakosningin fer fram í 6 kjördeildum eða í fjórum í Vallaskóla Selfossi, einni í Barnaskólanum á Stokkseyri og einni í Barnaskólanum Eyrarbakka. Kosning stendur yfir frá kl. 9:00 – 18: 00 Niðurstaða atkvæðagreiðslu íbúakosninga úr íbúakosningu um breytingu á aðal- og deiliskipulagi fyrir miðbæinn á Selfossi verður bindandi fyrir ákvörðun bæjarstjórnar um framhald málsins. Þessi binding bæjarstjórnar nær eingöngu til málsins ef að lágmarki 29% kjörgengra íbúa tekur þátt í kosningunni. Ef hins vegar færri en 29% íbúa taka þátt í kosningunni verður niðurstaðan ráðgefandi fyrir endanlega ákvörðun bæjarstjórnar. Um 6.500 manns eru á kjörskrá í Árborg Skipulag Tengdar fréttir Nýr miðbær Selfoss í íbúakosningu Bæjarstjórn Árborgar hefur samþykkt að efna til íbúakosninga um aðal- og deiliskipulag Selfoss. 16. maí 2018 06:00 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Sjá meira
Kjörfundur er hafinn hjá sýslumanninum á Suðurlandi fyrir þá sem vilja greiða atkvæði utan kjörfundar vegna íbúakosninga í Sveitarfélaginu Árborg laugardaginn 18. ágúst vegna nýs miðbæjar á Selfossi. Enginn hefur enn sem er komið og kosið utan kjörfundar en kosningin var opnuð miðvikudaginn 18. júlí. Nokkur styr hefur staðið um hugmynd um byggingu nýs miðbæjar á Selfossi en hugmyndin gengur út á endurbyggingu eldri húsa sem horfið hafa af sjónarsviðinu á ýmsum ástæðum. Gamla mjólkurbúið á Selfossi á t.d. að vera í forgrunni nýja miðbæjarins og gert er ráð fyrir miðaldadómkirkju á svæðinu. Nú hefur verið ákveðið að leggja málið í hendur íbúa og halda íbúakosningu laugardaginn 18. ágúst um nýja miðbæinn en kosið verður um aðal- og deiliskipulag miðbæjar Selfoss sem samþykkt var í bæjarráði 13. júlí 2018. Tvær spurningar verða á kjörseðlinum. Sú fyrri hljómar þannig: 1) Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) tillögu að breytingu sem bæjarstjórn Árborgar samþykkti hinn 21. febrúar 2018 á aðalskipulagi Selfoss vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í miðbæ Selfoss? Og sú síðari hljómar svona: 2) Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) tillögu að breytingu sem bæjarstjórn Árborgar samþykkti hinn 21. febrúar 2018 á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss? 3) Íbúakosningin fer fram í 6 kjördeildum eða í fjórum í Vallaskóla Selfossi, einni í Barnaskólanum á Stokkseyri og einni í Barnaskólanum Eyrarbakka. Kosning stendur yfir frá kl. 9:00 – 18: 00 Niðurstaða atkvæðagreiðslu íbúakosninga úr íbúakosningu um breytingu á aðal- og deiliskipulagi fyrir miðbæinn á Selfossi verður bindandi fyrir ákvörðun bæjarstjórnar um framhald málsins. Þessi binding bæjarstjórnar nær eingöngu til málsins ef að lágmarki 29% kjörgengra íbúa tekur þátt í kosningunni. Ef hins vegar færri en 29% íbúa taka þátt í kosningunni verður niðurstaðan ráðgefandi fyrir endanlega ákvörðun bæjarstjórnar. Um 6.500 manns eru á kjörskrá í Árborg
Skipulag Tengdar fréttir Nýr miðbær Selfoss í íbúakosningu Bæjarstjórn Árborgar hefur samþykkt að efna til íbúakosninga um aðal- og deiliskipulag Selfoss. 16. maí 2018 06:00 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Sjá meira
Nýr miðbær Selfoss í íbúakosningu Bæjarstjórn Árborgar hefur samþykkt að efna til íbúakosninga um aðal- og deiliskipulag Selfoss. 16. maí 2018 06:00