Engin hætta vegna rafmengunar frá símasendum: Nýlegar mælingar sýna gildi langt undir lágmarks viðmiðum Jóhann K. Jóhannsson og Samúel Karl Ólason skrifa 21. júlí 2018 19:53 Íbúar í Garðabæ eru uggandi yfir fyrirhuguðum farsímasendum sem þar á að reisa, og telja sendana skerða lífsgæði sín til muna. Geislavarnir ríkisins mældu nýverið geislun frá tuttugu og sex farsímasendum á höfuðborgarsvæðinu og sýndi enginn þeirra mælingar nærri hættuviðmiðum. Þekkt er að fólk geti þjáðst af óþoli gagnvart eða viðkvæmni af geislun til að mynda frá rafmagni. Íbúar í Urriðaholti sem þjást af slíku óþoli eru uggandi yfir deiliskipulagi hverfisins sem gerir ráð fyrir því að farsímasendar verði reistir í hverfinu. Urriðaholt er fyrsta vistvottaða hverfið á landinu sem á að tryggja betur lífsgæði þeirra sem þar búa og auka náttúruvernd.Fréttablaðið fjallaði um málið í morgun þar sem rætt er við konu sem þjáist af slíku óþoli og flutti gagngert í hverfið vegna umhverfisstefnunnar en í hverfinu er svokallað fimm víra rafmagnskerfi til þess að tryggja að ekki sé rafmengnun í húsum en ekki þriggja víra kerfi eins og víða þekkist. Hún segir það í andstöðu við þá stefnu að farsímasendir verði reistur í hverfinu. „Vísindalegar rannsóknir sýna að fólk sem býr í hundrað til þrjú hundruð metra fjarlægð frá þessum sendum verða fyrir áhrifum,“ segir Svala Rún Sigurðardóttir. Svala sendi bréf til bæjaryfirvalda Garðabæjar í mánuðinum þar sem hún mótmælti uppsetningu sendanna. Um er að ræða einkenni eins og einbeitingarskort, verki í líkamanum, höfuðverkir, ógleði og almenn vanlíðan. Geislavarnir ríkisins, Póst og fjarskiptastofnun og fjarsímafyrirtækin sjálf annast geislamælingar frá farsímasendum og í vor voru mældir einir tuttugu og sex staðir þar. „Tilgangurinn með þessu núna er einmitt að safna gögnum og gera aðgengilegt fyrir fólk og almenning, þannig að það geti séð þau gildi sem verið er að tala um,“ segir Elísabet D. Ólafsdóttir, aðstoðarforstjóri Geislavarna ríkisins. Elísabet segir fólki ekki hætta búin eftir þær mælingar sem gerðar hafa verið en unnið er eftir mati frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Mat stofnunarinnar er að engar vísindalegar sannanir séu fyrir því að geislun eins og um ræðir hafi áhrif á heilsu fólks. Spurð hvort einhver svæði hafi náð þeim viðmiðum sem WHO setur segir Elísabet svo ekki vera. „Þetta var allt langt innan marka. Við leituðum uppi hæstu gildi sem við fundum og við komumst einhvers staðar nálægt 40 prósentum. Þetta eru bráðabirgðaniðurstöður. Póst og fjarskiptastofnun á eftir að skoða þetta með okkur,“ segir Elísabet. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Íbúar í Garðabæ eru uggandi yfir fyrirhuguðum farsímasendum sem þar á að reisa, og telja sendana skerða lífsgæði sín til muna. Geislavarnir ríkisins mældu nýverið geislun frá tuttugu og sex farsímasendum á höfuðborgarsvæðinu og sýndi enginn þeirra mælingar nærri hættuviðmiðum. Þekkt er að fólk geti þjáðst af óþoli gagnvart eða viðkvæmni af geislun til að mynda frá rafmagni. Íbúar í Urriðaholti sem þjást af slíku óþoli eru uggandi yfir deiliskipulagi hverfisins sem gerir ráð fyrir því að farsímasendar verði reistir í hverfinu. Urriðaholt er fyrsta vistvottaða hverfið á landinu sem á að tryggja betur lífsgæði þeirra sem þar búa og auka náttúruvernd.Fréttablaðið fjallaði um málið í morgun þar sem rætt er við konu sem þjáist af slíku óþoli og flutti gagngert í hverfið vegna umhverfisstefnunnar en í hverfinu er svokallað fimm víra rafmagnskerfi til þess að tryggja að ekki sé rafmengnun í húsum en ekki þriggja víra kerfi eins og víða þekkist. Hún segir það í andstöðu við þá stefnu að farsímasendir verði reistur í hverfinu. „Vísindalegar rannsóknir sýna að fólk sem býr í hundrað til þrjú hundruð metra fjarlægð frá þessum sendum verða fyrir áhrifum,“ segir Svala Rún Sigurðardóttir. Svala sendi bréf til bæjaryfirvalda Garðabæjar í mánuðinum þar sem hún mótmælti uppsetningu sendanna. Um er að ræða einkenni eins og einbeitingarskort, verki í líkamanum, höfuðverkir, ógleði og almenn vanlíðan. Geislavarnir ríkisins, Póst og fjarskiptastofnun og fjarsímafyrirtækin sjálf annast geislamælingar frá farsímasendum og í vor voru mældir einir tuttugu og sex staðir þar. „Tilgangurinn með þessu núna er einmitt að safna gögnum og gera aðgengilegt fyrir fólk og almenning, þannig að það geti séð þau gildi sem verið er að tala um,“ segir Elísabet D. Ólafsdóttir, aðstoðarforstjóri Geislavarna ríkisins. Elísabet segir fólki ekki hætta búin eftir þær mælingar sem gerðar hafa verið en unnið er eftir mati frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Mat stofnunarinnar er að engar vísindalegar sannanir séu fyrir því að geislun eins og um ræðir hafi áhrif á heilsu fólks. Spurð hvort einhver svæði hafi náð þeim viðmiðum sem WHO setur segir Elísabet svo ekki vera. „Þetta var allt langt innan marka. Við leituðum uppi hæstu gildi sem við fundum og við komumst einhvers staðar nálægt 40 prósentum. Þetta eru bráðabirgðaniðurstöður. Póst og fjarskiptastofnun á eftir að skoða þetta með okkur,“ segir Elísabet.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira